Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Þessari spurningu er alls ekki hægt að svara með neinni vissu. Fyrir því eru margar ástæður.

Fyrir það fyrsta er alls ekki ljóst hvað við eigum við með hugtakinu orð. Í orðabókum er orð skilgreint eitthvað á þessa leið: 'eining sem sett er saman úr málhljóðum (bókstöfum) og hefur ákveðna merkingu'. Hvað eigum við að gera með ólíkar beygingarmyndir orða, eru það sérstök orð eða ekki?

Tökum eitt dæmi, sögnina að hoppa. Eigum við að telja hana sem eitt orð eða er 'ég hoppa' annað orð, 'þú hoppar', 'við hoppum', 'hann hoppar' og svo framvegis, allt sérstök orð? Merkingin er ekki alveg sú sama. Það er ekki sama athöfn þegar einn hoppar eða þegar margir hoppa. Hoppa þeir þá saman í hóp eða eru þeir bara á víð og dreif að hoppa, án þess að vita af hinum sem hoppa líka? Og merkingin er heldur ekki sú sama þegar hoppað er í framtíð, þátíð og nútíð. Er 'ég hoppa', 'ég hoppaði' og 'ég mun hoppa' ólík orð, eða þau sömu? Og hvað með þetta hopp þegar við segjum 'hopp og hí'? Við hvers konar hopp er þá átt? Er það sérstakt orð eða teljum við þetta allt saman í einu hoppi?

Tökum annað dæmi: Hvað með orðið ganga? Hvernig teljum við það? Ef við flettum því upp í orðabók sjáum við að það er hægt að nota það á ansi marga vegu. Það er til dæmis hægt að:
 • ganga á eftir einhverjum
 • ganga í sundur
 • ganga fram af einhverjum
 • ganga frá
 • ganga gegnum merg og bein
 • ganga út
 • gangast við einhverju
 • ganga á bak orða sinna
 • ganga aftur sem afturganga

Og þannig mætti lengi halda áfram. Eigum við samt að telja ganga sem eitt orð? Nei, örugglega ekki, því að merkingin er ekki sú sama. Hver ætlar þá að taka að sér að kanna og telja allar merkingar á "orðinu" ganga, hvar sem þær kunna að koma fyrir, í ræðu og riti? Það er ekki vinnandi vegur. Kannski er best að hafa sem fæst orð um þetta allt saman!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Stefán Sverrir Stefánsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7194.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 7. mars). Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7194

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7194>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg orð í öllum heiminum?
Þessari spurningu er alls ekki hægt að svara með neinni vissu. Fyrir því eru margar ástæður.

Fyrir það fyrsta er alls ekki ljóst hvað við eigum við með hugtakinu orð. Í orðabókum er orð skilgreint eitthvað á þessa leið: 'eining sem sett er saman úr málhljóðum (bókstöfum) og hefur ákveðna merkingu'. Hvað eigum við að gera með ólíkar beygingarmyndir orða, eru það sérstök orð eða ekki?

Tökum eitt dæmi, sögnina að hoppa. Eigum við að telja hana sem eitt orð eða er 'ég hoppa' annað orð, 'þú hoppar', 'við hoppum', 'hann hoppar' og svo framvegis, allt sérstök orð? Merkingin er ekki alveg sú sama. Það er ekki sama athöfn þegar einn hoppar eða þegar margir hoppa. Hoppa þeir þá saman í hóp eða eru þeir bara á víð og dreif að hoppa, án þess að vita af hinum sem hoppa líka? Og merkingin er heldur ekki sú sama þegar hoppað er í framtíð, þátíð og nútíð. Er 'ég hoppa', 'ég hoppaði' og 'ég mun hoppa' ólík orð, eða þau sömu? Og hvað með þetta hopp þegar við segjum 'hopp og hí'? Við hvers konar hopp er þá átt? Er það sérstakt orð eða teljum við þetta allt saman í einu hoppi?

Tökum annað dæmi: Hvað með orðið ganga? Hvernig teljum við það? Ef við flettum því upp í orðabók sjáum við að það er hægt að nota það á ansi marga vegu. Það er til dæmis hægt að:
 • ganga á eftir einhverjum
 • ganga í sundur
 • ganga fram af einhverjum
 • ganga frá
 • ganga gegnum merg og bein
 • ganga út
 • gangast við einhverju
 • ganga á bak orða sinna
 • ganga aftur sem afturganga

Og þannig mætti lengi halda áfram. Eigum við samt að telja ganga sem eitt orð? Nei, örugglega ekki, því að merkingin er ekki sú sama. Hver ætlar þá að taka að sér að kanna og telja allar merkingar á "orðinu" ganga, hvar sem þær kunna að koma fyrir, í ræðu og riti? Það er ekki vinnandi vegur. Kannski er best að hafa sem fæst orð um þetta allt saman!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....