Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi?

Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýra í Noregi, til dæmis smávaxin eðla sem Norðmenn kalla nordfirfisle eða bara firfisle (Zootoca vivipara). Hún finnst allt norður til Finnmerkur. Það sama má segja um stálorminn (Anguis fragilis), sem er í raun útlimalaus eðlutegund, og örfáar tegundir snáka, meðal annars grassnákur (Natrix natrix) og höggormur (Vipera berus). Einnig lifa fáeinar tegundir skriðdýra á norðlægum slóðum í Rússlandi og Kanada. Það er því ljóst að kalt veðurfar er ekki ástæðan fyrir skorti á skriðdýrum hér á landi.

Eðlan Zootoca vivipara er önnur tveggja eðlutegunda í Noregi. Engin önnur skriðdýrategund teygir útbreiðslu sína eins langt norður og þessi eðla. Þetta er líka meðal fárra eðlutegunda sem gýtur lifandi ungum í stað þess að verpa eggjum.

Ef veðurfarið er ekki stærsta hindrunin heldur einangrun landsins þá gæti það hugsanlega gerst að einhverjar snákategundir mundu nema hér land. En það gerist ekki nema með liðsinni manna, því ekki komast þeir yfir Atlantshafið hjálparlaust.

Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea) er skriðdýr. Hún hefur sést að minnsta kosti tvisvar sinnum hér við land.

Eitt skriðdýr kemur þó hingað stöku sinnum en það er leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea) sem er stórvaxin sæskjaldbaka. Leðurskjaldbakan á heimkynni í hlýsjónum við miðbaug en á það til að flækjast fjarri heimahögum sínum norður á bóginn og sést reglulega við Bretlandseyjar og við strendur Noregs. Á síðustu 60 árum hefur að minnsta kosti í tvígang sést til skjaldböku af þessari tegund hér við land, í seinna skiptið árið 2007 þegar farþegar á hvalaskoðunarbáti sáu eina á sundi við Reykjanes.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.7.2016

Spyrjandi

Kristín Þórarinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2016, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72010.

Jón Már Halldórsson. (2016, 27. júlí). Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72010

Jón Már Halldórsson. „Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2016. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72010>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju lifa ekki villt skriðdýr á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaða ástæður gætu verið fyrir því að engin villt skriðdýr eru á Íslandi?

Líklegasta skýringin á því að skriðdýr finnast ekki í fánu Íslands er hversu afskekkt landið er. Skriðdýr lifa ekki heldur á Grænlandi eða í Færeyjum. Hins vegar lifa nokkrar tegundir skriðdýra í Noregi, til dæmis smávaxin eðla sem Norðmenn kalla nordfirfisle eða bara firfisle (Zootoca vivipara). Hún finnst allt norður til Finnmerkur. Það sama má segja um stálorminn (Anguis fragilis), sem er í raun útlimalaus eðlutegund, og örfáar tegundir snáka, meðal annars grassnákur (Natrix natrix) og höggormur (Vipera berus). Einnig lifa fáeinar tegundir skriðdýra á norðlægum slóðum í Rússlandi og Kanada. Það er því ljóst að kalt veðurfar er ekki ástæðan fyrir skorti á skriðdýrum hér á landi.

Eðlan Zootoca vivipara er önnur tveggja eðlutegunda í Noregi. Engin önnur skriðdýrategund teygir útbreiðslu sína eins langt norður og þessi eðla. Þetta er líka meðal fárra eðlutegunda sem gýtur lifandi ungum í stað þess að verpa eggjum.

Ef veðurfarið er ekki stærsta hindrunin heldur einangrun landsins þá gæti það hugsanlega gerst að einhverjar snákategundir mundu nema hér land. En það gerist ekki nema með liðsinni manna, því ekki komast þeir yfir Atlantshafið hjálparlaust.

Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea) er skriðdýr. Hún hefur sést að minnsta kosti tvisvar sinnum hér við land.

Eitt skriðdýr kemur þó hingað stöku sinnum en það er leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea) sem er stórvaxin sæskjaldbaka. Leðurskjaldbakan á heimkynni í hlýsjónum við miðbaug en á það til að flækjast fjarri heimahögum sínum norður á bóginn og sést reglulega við Bretlandseyjar og við strendur Noregs. Á síðustu 60 árum hefur að minnsta kosti í tvígang sést til skjaldböku af þessari tegund hér við land, í seinna skiptið árið 2007 þegar farþegar á hvalaskoðunarbáti sáu eina á sundi við Reykjanes.

Myndir:

...