Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?

EDS

Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára.

Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra met frá haustinu 2005 þegar ísinn mældist 5,1 milljón km2.



Hvíta svæðið er ísbreiðan á norðurheimskautinu eins og hún mældist 16. september 2007. Þá var ísinn 4,1 milljón km2 og hefur aldrei verið minni frá því mælingar hófust. Bleika línan sýnir miðgildi mælinga í september á tímabilinu 1979-2000.

Vísindamenn eru alls ekki sammála um hvenær má gera ráð fyrir að norðurheimsskautið verði íslaust yfir sumarið. Notuð eru reiknilíkön til að spá fyrir um það, en menn styðjast við mismunandi forsendur og fá þar af leiðandi mismunandi útkomu. “Svartsýnustu” spár gera ráð fyrir að norðurheimskautið verði íslaust yfir sumarið eftir aðeins örfá ár, jafnvel 2013. Aðrir eru varkárari í sínum spám og telja að miðað við þróunina undanfarin ár séu 20-30 ár þar til Norðurpóllinn verður að staðaldri íslaus yfir sumarið.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem norðurpóllinn kemur við sögu, til dæmis:

Heimildir og myndir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.3.2008

Spyrjandi

Eva Björg Bjarnadóttir
Hlíf Samúelsdóttir
Natalía Enika Scheving

Tilvísun

EDS. „Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2008, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7216.

EDS. (2008, 11. mars). Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7216

EDS. „Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2008. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7216>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt þangað til ísinn á Norðurpólnum bráðnar?
Í næstum 30 ár hafa vísindamenn notað myndir frá gervitunglum til þess að fylgjast með ísbreiðunni á Norðurpólnum og hvernig hún breytist á milli árstíða og ára.

Ísbreiðan er minnst á haustin eftir bráðnun sumarsins. Í september 2007 mældist hún minni en nokkurn tíma áður, 4,1 milljón km2 og sló þar með fyrra met frá haustinu 2005 þegar ísinn mældist 5,1 milljón km2.



Hvíta svæðið er ísbreiðan á norðurheimskautinu eins og hún mældist 16. september 2007. Þá var ísinn 4,1 milljón km2 og hefur aldrei verið minni frá því mælingar hófust. Bleika línan sýnir miðgildi mælinga í september á tímabilinu 1979-2000.

Vísindamenn eru alls ekki sammála um hvenær má gera ráð fyrir að norðurheimsskautið verði íslaust yfir sumarið. Notuð eru reiknilíkön til að spá fyrir um það, en menn styðjast við mismunandi forsendur og fá þar af leiðandi mismunandi útkomu. “Svartsýnustu” spár gera ráð fyrir að norðurheimskautið verði íslaust yfir sumarið eftir aðeins örfá ár, jafnvel 2013. Aðrir eru varkárari í sínum spám og telja að miðað við þróunina undanfarin ár séu 20-30 ár þar til Norðurpóllinn verður að staðaldri íslaus yfir sumarið.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör þar sem norðurpóllinn kemur við sögu, til dæmis:

Heimildir og myndir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....