Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni skulda ríkissjóðs?

Það sama gildir um ríkissjóð og aðra að ef tekjur nægja ekki fyrir útgjöldum og bilið er brúað með lántöku þá safnast upp skuldir. Skuldir ríkissjóðs á hverjum tíma eru því afleiðing af lántöku fyrri tíma.

Rekstur ríkisins er þó afar flókinn og það sama gildir um eignir og skuldir ríkissjóðs. Það getur því verið erfitt að átta sig á fjárhagslegri stöðu ríkisins. Til dæmis hvíla margs konar skuldbindingar á ríkissjóði sem almennt eru ekki taldar með þegar ríkisskuldir eru áætlaðar. Sérstaklega á þetta við um lífeyrisskuldbindingar vegna ríkisstarfsmanna.

Á kortinu sést staðsetning jarða í eigu ríkissjóðs. Rauðu deplarnir tákna jarðir í umsjón Ríkiseigna og grænu deplarnir sýna jarðir í umsjón annarra ríkisstofnana.

Ríkið á einnig margs konar eignir sem eru mjög verðmætar og það er eðlilegt að hafa þær í huga þegar skuldirnar eru skoðaðar.

Þegar lagt er mat á stöðu ríkissjóðs á hverjum tíma verður jafnframt ef vel á að vera að taka einnig tillit til væntra framtíðarútgjalda og -tekna sem getur verið flókið og byggir eðli máls samkvæmt alltaf á spá.

Mynd:

Útgáfudagur

27.6.2016

Spyrjandi

Þorsteinn Davíð Stefánsson, f. 1998

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er uppruni skulda ríkissjóðs?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2016. Sótt 20. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=72309.

Gylfi Magnússon. (2016, 27. júní). Hver er uppruni skulda ríkissjóðs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72309

Gylfi Magnússon. „Hver er uppruni skulda ríkissjóðs?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2016. Vefsíða. 20. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72309>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gauti Kristmannsson

1960

Gauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sinnt ýmsum rannsóknum tengdum þýðingum og þýðingafræði.