Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verður um afgang fjárlaga?

Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson

Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo á því hvort það sem stefnt er að gengur eftir. Þannig er hefð fyrir því að á hverju ári séu samþykkt fjáraukalög sem taka á vanda vegna þess að forsendur fjárlaga hafa ekki að öllu leyti gengið eftir.

Sé rekstur ríkisins með afgangi þegar upp er staðið er hins vegar hægt að nýta hann eins og áður var rakið, annaðhvort til að lækka skuldir eða safna í sjóð í eigu ríkisins.

Nokkuð erfitt getur verið að leggja mat á stöðu ríkissjóðs út frá fjárlögum einum saman, til dæmis er stofnkostnaður við ýmis opinber mannvirki talin til ríkisútgjalda á hverjum tíma þó mannvirkin geti jafnvel enst áratugum saman. Myndin er tölvuteikning af mislægum gatnamótum við Leirvogstungu.

Það er svo enn annað mál að bókhald ríkisins er um margt skrýtið. Þannig er til dæmis ýmislegt sem er í eðli sínu fjárfesting talið til gjalda. Það á meðal annars við um ýmis opinber mannvirki, stofnkostnaður við þau er talin til ríkisútgjalda á hverjum tíma þótt mannvirkin geti jafnvel enst áratugum saman. Þá er ábyrgð ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga ekki talin með í skuldum hins opinbera og kostnaður vegna hennar ekki færður til gjalda jafnóðum. Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum er nokkuð erfitt að leggja mat á stöðu ríkissjóðs út frá fjárlögum einum saman.

Skattar og aðrar ríkissjóðstekjur minnka kaupgetu einkaaðila en útgjöld hins opinbera auka kaupgetu einkaaðila. Þess vegna líta hagfræðingar svo á að hlutverk ríkissjóðstekna sé að skapa rými í hagkerfinu fyrir umsvif hins opinbera. Séu ríkissjóðstekjur lægri en ríkissjóðsútgjöld hefur ríkisreksturinn þensluhvetjandi áhrif en þensluletjandi áhrif ef tekjurnar eru hærri en útgjöldin. Sé ríkissjóður rekinn með afgangi er það merki þess að hið opinbera sé að leitast við minnka þenslu í hagkerfinu. Þá er talað um að rekin sé aðhaldssöm fjármálastefna.

Mynd:

Höfundar

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Þórólfur Matthíasson

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.12.2016

Spyrjandi

Elías Halldór Ágústsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson. „Hvað verður um afgang fjárlaga?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2016, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73122.

Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson. (2016, 16. desember). Hvað verður um afgang fjárlaga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73122

Gylfi Magnússon og Þórólfur Matthíasson. „Hvað verður um afgang fjárlaga?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2016. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73122>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað verður um afgang fjárlaga?
Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo á því hvort það sem stefnt er að gengur eftir. Þannig er hefð fyrir því að á hverju ári séu samþykkt fjáraukalög sem taka á vanda vegna þess að forsendur fjárlaga hafa ekki að öllu leyti gengið eftir.

Sé rekstur ríkisins með afgangi þegar upp er staðið er hins vegar hægt að nýta hann eins og áður var rakið, annaðhvort til að lækka skuldir eða safna í sjóð í eigu ríkisins.

Nokkuð erfitt getur verið að leggja mat á stöðu ríkissjóðs út frá fjárlögum einum saman, til dæmis er stofnkostnaður við ýmis opinber mannvirki talin til ríkisútgjalda á hverjum tíma þó mannvirkin geti jafnvel enst áratugum saman. Myndin er tölvuteikning af mislægum gatnamótum við Leirvogstungu.

Það er svo enn annað mál að bókhald ríkisins er um margt skrýtið. Þannig er til dæmis ýmislegt sem er í eðli sínu fjárfesting talið til gjalda. Það á meðal annars við um ýmis opinber mannvirki, stofnkostnaður við þau er talin til ríkisútgjalda á hverjum tíma þótt mannvirkin geti jafnvel enst áratugum saman. Þá er ábyrgð ríkisins vegna lífeyrisskuldbindinga ekki talin með í skuldum hins opinbera og kostnaður vegna hennar ekki færður til gjalda jafnóðum. Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum er nokkuð erfitt að leggja mat á stöðu ríkissjóðs út frá fjárlögum einum saman.

Skattar og aðrar ríkissjóðstekjur minnka kaupgetu einkaaðila en útgjöld hins opinbera auka kaupgetu einkaaðila. Þess vegna líta hagfræðingar svo á að hlutverk ríkissjóðstekna sé að skapa rými í hagkerfinu fyrir umsvif hins opinbera. Séu ríkissjóðstekjur lægri en ríkissjóðsútgjöld hefur ríkisreksturinn þensluhvetjandi áhrif en þensluletjandi áhrif ef tekjurnar eru hærri en útgjöldin. Sé ríkissjóður rekinn með afgangi er það merki þess að hið opinbera sé að leitast við minnka þenslu í hagkerfinu. Þá er talað um að rekin sé aðhaldssöm fjármálastefna.

Mynd:

...