Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvers vegna eru skýin hvít?

EDS

Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós.



Vatnsdropar og ískristallar í skýjum endurkasta nánast öllu af því ljósi sem á þá fellur en drekka það ekki í sig og þess vegna eru skýin hvít.

Þetta er í rauninni það sama og veldur því að snjórinn er hvítur en ágætist útskýringu á því er að finna í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? Þar segir:
Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum með fjölbreytta lögun. Hver stakur kristall er gegnsær en speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af geislun. Þar sem kristallarnir snúa á ýmsa vegu dreifist þessi speglun í allar áttir, og það sem ekki speglast á fyrsta snjókorni sem geislinn mætir speglast á þeim næstu. Snjórinn endurvarpar þess vegna því sem næst allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti, óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dagsbirtu.

Ef skýin eru mjög þykk endurkastast ekki allir ljósgeislarnir og þá fá skýin á sig gráan lit. Ský geta einnig virst grá ef á þau fellur skuggi af öðrum skýjum eða ef efra borð skýsins varpar skugga niður í gegnum það.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör bæði um ský og ljós/liti, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.3.2008

Spyrjandi

Hjörtur Erlendsson, f. 1993
Sveinn og Eiður, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hvers vegna eru skýin hvít? “ Vísindavefurinn, 13. mars 2008. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7233.

EDS. (2008, 13. mars). Hvers vegna eru skýin hvít? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7233

EDS. „Hvers vegna eru skýin hvít? “ Vísindavefurinn. 13. mar. 2008. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7233>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru skýin hvít?
Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós.



Vatnsdropar og ískristallar í skýjum endurkasta nánast öllu af því ljósi sem á þá fellur en drekka það ekki í sig og þess vegna eru skýin hvít.

Þetta er í rauninni það sama og veldur því að snjórinn er hvítur en ágætist útskýringu á því er að finna í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? Þar segir:
Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum með fjölbreytta lögun. Hver stakur kristall er gegnsær en speglar nokkrum prósentum af þeirri ljósorku sem á hann fellur, líkt og gler. Hann drekkur sáralítið í sig af geislun. Þar sem kristallarnir snúa á ýmsa vegu dreifist þessi speglun í allar áttir, og það sem ekki speglast á fyrsta snjókorni sem geislinn mætir speglast á þeim næstu. Snjórinn endurvarpar þess vegna því sem næst allri geislun sem á hann fellur með dreifðu endurkasti, óháð öldulengd, og fær þess vegna hvíta áferð í dagsbirtu.

Ef skýin eru mjög þykk endurkastast ekki allir ljósgeislarnir og þá fá skýin á sig gráan lit. Ský geta einnig virst grá ef á þau fellur skuggi af öðrum skýjum eða ef efra borð skýsins varpar skugga niður í gegnum það.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör bæði um ský og ljós/liti, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....