Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvað eru til margar tegundir af hænum á Íslandi?

Það má segja að stofnforeldrar allra ræktunarhænsna í heiminum sé hið svokallaða bankívahænsni (Gallus gallus). Það má finna upprunlega í austanverðu Indlandi, í Búrma, Indókína og á Súmötru.

Á Íslandi er livorno-kynið langalgengast en það er notað til eggjaframleiðslu. Livorno-kynið er einnig þekkt undir heitinu 'hvítur Ítali'.

Hænur sem ræktaðar eru hér á landi vegna kjöts og eggja teljast til þessarar tegundar en nokkur ræktunarafbrigði eru þekkt. Langalgengast er livorno-kynið eða hvítur Ítali eins og það er stundum kallað en það er notað til eggjaframleiðslu hér á landi og raunar um alla veröld. Auk þess er hið íslenska haughænsni og nokkur holdahænsnakyn sem ræktuð eru til kjötframleiðslu. Plymouth rock-kynið varð fljótt ríkjandi hér á landi við framleiðslu á holdakjúklingi, líkt og annars staðar. Auk þess má nefna cornwall-kynið en það er einnig notað til kynbóta.

Meira má lesa um útbreiðslu bankvíahænsnisins í svari sama höfundar við spurningunni: Hefur íslenska landnámshænan sérstakt fræðiheiti?

Mynd:

Útgáfudagur

13.10.2016

Spyrjandi

Kristinn Knörr Jóhannesson, f. 2000

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af hænum á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. október 2016. Sótt 17. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=72396.

Jón Már Halldórsson. (2016, 13. október). Hvað eru til margar tegundir af hænum á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72396

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af hænum á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2016. Vefsíða. 17. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72396>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Heiða Ólafsdóttir

1974

Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunnar þar sem hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Anna Heiða vinnur nú að rannsóknum tengdum vistfræði makríls í Norðaustur-Atlantshafi.