Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?

Helgi Björnsson

Loftslag sveiflast vegna þess að styrkur geislunar sem jörðin fær á braut sinni um sólu breytist smám saman. Þrennt veldur því.

Á hundrað þúsund árum breytist braut jarðar um sólu (sporbaugur) frá því að vera nærri því hringlaga í sporöskjulögun. Þegar brautin er nær hringlaga er jörðin allt árið jafnlangt frá sólinni og styrkur sólgeislunar alltaf jafn, en þegar brautin er sporöskjulaga er fjarlægðin mismunandi eftir árstíðum. Jörðin hallast einnig mismunandi mikið að hlýrri sólinni. Um 41.000 ár líða milli þess að snúningsás jarðar (möndulás sem bendir á pólstjörnuna) hallast mest og minnst. Loks vaggar jörðin eins og skopparakringla og tekur 22.000 ár fyrir snúningsásinn að fara einn hring. Þó að sólgeislun ráði til lengdar mestu um hitastig á jörðinni getur loftslag flökt nokkuð frá einum áratugi til annars vegna þess að straumar sem bera varma í hafi, lofti og ís eru stöðugt á iði.

Jörðin snýst eins og skopparkringla á hringferð sinni umhverfis sólu.

Sólgeislun á norðurhveli jarðar jókst stöðugt frá því fyrir átján þúsund árum og varð mest fyrir níu þúsund árum. Þess vegna hlýnaði bæði í lofti og hafi á jörðinni og kuldaskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum. Fyrir sjö til fimm þúsund árum var mun hlýrra en nú er en þá fór minni sólgeislun að segja til sín vegna breytinga á lögun sporbaugs og möndulhalla jarðar. Fyrir þrjú þúsund árum var orðið svo kalt að jöklar tóku að myndast á ný á Íslandi.

Þegar litið er til hægfara breytinga á lögun sporbaugs og möndulhalla jarðar mætti búast við því að á næstu nokkur þúsund árum kólni á norðurhveli jarðar svo að þar hefjist nýtt kuldaskeið.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Upprunaleg spurning Brynjars var: Af hverju er veðrið og loftslag að breytast? Henni er hér svarað að hluta.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

26.4.2017

Spyrjandi

Brynjar Örn Ragnarsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2017. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72448.

Helgi Björnsson. (2017, 26. apríl). Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72448

Helgi Björnsson. „Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2017. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72448>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?
Loftslag sveiflast vegna þess að styrkur geislunar sem jörðin fær á braut sinni um sólu breytist smám saman. Þrennt veldur því.

Á hundrað þúsund árum breytist braut jarðar um sólu (sporbaugur) frá því að vera nærri því hringlaga í sporöskjulögun. Þegar brautin er nær hringlaga er jörðin allt árið jafnlangt frá sólinni og styrkur sólgeislunar alltaf jafn, en þegar brautin er sporöskjulaga er fjarlægðin mismunandi eftir árstíðum. Jörðin hallast einnig mismunandi mikið að hlýrri sólinni. Um 41.000 ár líða milli þess að snúningsás jarðar (möndulás sem bendir á pólstjörnuna) hallast mest og minnst. Loks vaggar jörðin eins og skopparakringla og tekur 22.000 ár fyrir snúningsásinn að fara einn hring. Þó að sólgeislun ráði til lengdar mestu um hitastig á jörðinni getur loftslag flökt nokkuð frá einum áratugi til annars vegna þess að straumar sem bera varma í hafi, lofti og ís eru stöðugt á iði.

Jörðin snýst eins og skopparkringla á hringferð sinni umhverfis sólu.

Sólgeislun á norðurhveli jarðar jókst stöðugt frá því fyrir átján þúsund árum og varð mest fyrir níu þúsund árum. Þess vegna hlýnaði bæði í lofti og hafi á jörðinni og kuldaskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum. Fyrir sjö til fimm þúsund árum var mun hlýrra en nú er en þá fór minni sólgeislun að segja til sín vegna breytinga á lögun sporbaugs og möndulhalla jarðar. Fyrir þrjú þúsund árum var orðið svo kalt að jöklar tóku að myndast á ný á Íslandi.

Þegar litið er til hægfara breytinga á lögun sporbaugs og möndulhalla jarðar mætti búast við því að á næstu nokkur þúsund árum kólni á norðurhveli jarðar svo að þar hefjist nýtt kuldaskeið.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Upprunaleg spurning Brynjars var: Af hverju er veðrið og loftslag að breytast? Henni er hér svarað að hluta....