Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Eru óveður algeng um páska (páskahret)?

Trausti Jónsson

Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu.

Þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju er hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. Af umræðu síðustu 40 til 50 ára er greinilegt að veðuratburðir á nokkuð víðu tímabili hvers árs geta orðið að páskahreti í umræðunni. Geri ekki hret um páskana sjálfa eða á bænadögunum eru hret, sem verða á öðrum dögum frá pálmasunnudegi til sunnudags eftir páska, oftast kölluð páskahretið. Þetta þýðir að páskunum fylgir hálfs mánaðar gluggi hretamöguleika.

Hret lenda ekkert á páskum frekar en öðrum dögum seinni part vetrar og á vorin.

Veður á Íslandi er oftast fremur óstöðugt, það skiptast á norðlægar áttir með kulda og suðlægar með hlýindum. Oftast gerir nokkuð snarpa norðanátt einhvern tíma á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum, en það gerir það líka á öðrum hálfum mánuðum á vorin. Á fyrri tíð voru vorhretin gjarnan talin fimm til sjö og páskahretið eitt þeirra. Ekki skiluðu öll hretin sér á hverju ári.

Þegar litið er á vetrarveðurlag á Íslandi til langs tíma kemur í ljós að það skiptast á nokkur tímabil, ekki öll jafnljós. Tímabil sunnan- og vestanveðra stendur til dæmis frá því fyrir jól og fram undir miðjan mars og nær hámarki um miðjan febrúar. Tíðni norðanveðra er flatari, tíðnin vex mjög á haustin, en síðan er hún svipuð fram í febrúarlok, en fellur ekki jafnhratt á vorin og tíðni sunnan- og vestanveðranna. Þó heildartíðni allra gerða af ofviðrum falli mjög hratt eftir 10. mars og fram á sumar fellur tíðni norðanáttanna hægar en annarra veðra. Illviðri sem gerir á þeim tíma er því líklegra til að vera kaldur norðanbylur en tiltölulega hlý sunnan- eða vestanátt. Hretin á þessum árstíma verða því sérstaklega áberandi í hugum manna.Í hugum margra er þetta, frekar en hret, dæmigert páskaveður. Alla vega óskaveðrið um páskana.

Páskahret í hálfsmánaðarglugganum eru því algeng, en það er ekki oft sem þau valda verulegu tjóni eða samgöngutruflunum. Á síðustu 50 árum hefur það þó gerst nokkrum sinnum. Þrjú páskahret skera sig nokkuð úr á því tímabili og eru verri en önnur. Það eru hretin 1963, 1967 og 1996. Af eldri hretum má nefna 1917 en það minnti mjög á illviðrið 1963.

Þrátt fyrir leit að sambandi tunglstöðu og illviðra hefur það ekki fundist. Þó finna megi eitthvað sem virðist gefa til kynna slíkt samband, sé aðeins litið á stutt tímabil, hverfa reglur ef tímabilið er lengt. Á tímabilinu 1950 til 1975 virtust illviðri vera tíðust í kringum 8. dag tunglsins (1. kvartil) og við fullt tungl, en þegar tímabilinu 1920 til 1950 var bætt við hvarf reglan. Fyrir nokkrum árum var ámóta könnun gerð á sambandi tunglstöðu og vindhraða en þær reglur, sem við fyrstu sýn virtust vera fyrir hendi, hurfu allar þegar önnur tímabil eða lengri voru athuguð.

Á Vísindavefnum eru fleiri áhugaverð svör um veður eftir sama höfund, til dæmis:

Mynd: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Sótt 17. 3. 2008.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Eru óveður algengari um páska (páskahret) og ef svo er tengist það þá tunglstöðu og/eða milli afstöðu jarðar og sólar?

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

18.3.2008

Spyrjandi

Hildur Ómarsdóttir

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Eru óveður algeng um páska (páskahret)?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2008. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7245.

Trausti Jónsson. (2008, 18. mars). Eru óveður algeng um páska (páskahret)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7245

Trausti Jónsson. „Eru óveður algeng um páska (páskahret)?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2008. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7245>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru óveður algeng um páska (páskahret)?
Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu.

Þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju er hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. Af umræðu síðustu 40 til 50 ára er greinilegt að veðuratburðir á nokkuð víðu tímabili hvers árs geta orðið að páskahreti í umræðunni. Geri ekki hret um páskana sjálfa eða á bænadögunum eru hret, sem verða á öðrum dögum frá pálmasunnudegi til sunnudags eftir páska, oftast kölluð páskahretið. Þetta þýðir að páskunum fylgir hálfs mánaðar gluggi hretamöguleika.

Hret lenda ekkert á páskum frekar en öðrum dögum seinni part vetrar og á vorin.

Veður á Íslandi er oftast fremur óstöðugt, það skiptast á norðlægar áttir með kulda og suðlægar með hlýindum. Oftast gerir nokkuð snarpa norðanátt einhvern tíma á þeim hálfa mánuði sem fylgir páskunum, en það gerir það líka á öðrum hálfum mánuðum á vorin. Á fyrri tíð voru vorhretin gjarnan talin fimm til sjö og páskahretið eitt þeirra. Ekki skiluðu öll hretin sér á hverju ári.

Þegar litið er á vetrarveðurlag á Íslandi til langs tíma kemur í ljós að það skiptast á nokkur tímabil, ekki öll jafnljós. Tímabil sunnan- og vestanveðra stendur til dæmis frá því fyrir jól og fram undir miðjan mars og nær hámarki um miðjan febrúar. Tíðni norðanveðra er flatari, tíðnin vex mjög á haustin, en síðan er hún svipuð fram í febrúarlok, en fellur ekki jafnhratt á vorin og tíðni sunnan- og vestanveðranna. Þó heildartíðni allra gerða af ofviðrum falli mjög hratt eftir 10. mars og fram á sumar fellur tíðni norðanáttanna hægar en annarra veðra. Illviðri sem gerir á þeim tíma er því líklegra til að vera kaldur norðanbylur en tiltölulega hlý sunnan- eða vestanátt. Hretin á þessum árstíma verða því sérstaklega áberandi í hugum manna.Í hugum margra er þetta, frekar en hret, dæmigert páskaveður. Alla vega óskaveðrið um páskana.

Páskahret í hálfsmánaðarglugganum eru því algeng, en það er ekki oft sem þau valda verulegu tjóni eða samgöngutruflunum. Á síðustu 50 árum hefur það þó gerst nokkrum sinnum. Þrjú páskahret skera sig nokkuð úr á því tímabili og eru verri en önnur. Það eru hretin 1963, 1967 og 1996. Af eldri hretum má nefna 1917 en það minnti mjög á illviðrið 1963.

Þrátt fyrir leit að sambandi tunglstöðu og illviðra hefur það ekki fundist. Þó finna megi eitthvað sem virðist gefa til kynna slíkt samband, sé aðeins litið á stutt tímabil, hverfa reglur ef tímabilið er lengt. Á tímabilinu 1950 til 1975 virtust illviðri vera tíðust í kringum 8. dag tunglsins (1. kvartil) og við fullt tungl, en þegar tímabilinu 1920 til 1950 var bætt við hvarf reglan. Fyrir nokkrum árum var ámóta könnun gerð á sambandi tunglstöðu og vindhraða en þær reglur, sem við fyrstu sýn virtust vera fyrir hendi, hurfu allar þegar önnur tímabil eða lengri voru athuguð.

Á Vísindavefnum eru fleiri áhugaverð svör um veður eftir sama höfund, til dæmis:

Mynd: Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Sótt 17. 3. 2008.


Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Eru óveður algengari um páska (páskahret) og ef svo er tengist það þá tunglstöðu og/eða milli afstöðu jarðar og sólar?
...