Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fara plöntur að því að verjast skordýrum?

Guðbjörg Inga Aradóttir

Þótt plöntur séu rótfastar og geti ekki flúið árás afræningja eru þær alls ekki varnarlausar. Plöntur nota mismunandi aðferðir til að verjast afræningjum og hefur maðurinn nýtt sér þekkingu á vörnum plantna til að rækta afbrigði af nytjaplöntum með innbyggðar varnir á sama hátt og gert hefur verið fyrir aðra ákjósanlega eiginleika plantna eins og uppskeru og gæði kornsins.

Þær aðferðir sem plöntur nota til að verjast afráni eru oft kallaðar beinar og óbeinar varnir.

Beinar varnir hafa bein áhrif á getu skordýra til að éta plöntur og eru til dæmis:
  • Varnir sem gera skordýrum erfitt fyrir að éta plöntuna, svo sem hár á laufum, þyrnar, vaxhúð á laufum og þykkur þekjuvefur.
  • Efni sem hafa neikvæð áhrif á upptöku næringarefna (e. digestibility reducers) og geta líka valdið eyðingu munnparta sem skordýrið notar til að éta, eins og til dæmis kísill sem leiðir til þess að skordýrin fá ekki næga næringu og þrífast þar af leiðandi verr.[1]
  • Eiturefni (e. toxins) sem plantan býr til og eru skaðleg skordýrunum, til dæmis alkalóíðar (beiskjuefni) og svokallaðir terpenóíðar (e. terpenoids).[2]

Dæmi um beina vörn plöntu eru þyrnar en þeir gera skordýrum erfitt fyrir að éta plöntuna.

Óbeinar varnir geta verið:
  • Litur, það er til dæmis þekkt að blaðlýs leggjast síður á rautt hvítkál en hið hefðbundna sem er grænt á lit jafnvel þó rannsóknir á blaðlúsum sýni að þær dafni betur ef þær eru aldar á rauða afbrigðinu.[3]
  • Rokgjörn efni (e. volatile organic compounds), sem er lyktin sem plantan gefur frá sér. Lyktin sem plöntur gefa frá sér er misaðlaðandi fyrir skordýr og plöntur geta líka breytt því hvernig þær lykta. Þar er vel þekkt að ef planta nemur að skordýr hefur verpt eggi á hana eða er byrjað að éta hana, þá getur hún breytt lyktinni sem hún gefur frá sér til að kalla á skordýr, eins og maríubjöllur, sem éta minni skordýr og hjálpa þar með plöntunni.[4]
  • Laumusveppir sem tengjast rótarkerfi plantna og framleiða eiturefni er hafa neikvæð áhrif á skordýr í skiptum fyrir næringu frá plöntunni.

Blaðlýs leggjast síður á rautt hvítkál en hið hefðbundna sem er grænt á lit jafnvel þó rannsóknir á blaðlúsum sýni að þær dafni betur ef þær eru aldar á rauða afbrigðinu. Litur er dæmi um óbeina vörn plöntu.

Mikil vinna fer fram við að finna leiðir til að koma í veg fyrir að skordýr leggist á nytjaplöntur þar sem skordýr geta valdið miklum afföllum í uppskeru bænda. Algengasta aðferðin til að stemma stigu við skordýrum er notkun skordýraeiturs. Skordýr geta þó myndað þol gegn eitrinu, auk þess sem almenningsálit gagnvart skordýraeitri er fremur neikvætt.

Hefðbundin ræktun á harðgerðum afbrigðum virkar í sumum tilfellum, en í öðrum tilfellum hafa menn nýtt sér erfðatækni til að gera plöntum kleift að verjast afráni, eins og til dæmi bt-maís og sojaplöntur þar sem geni sem kóðar fyrir bt-prótíni var bætt inn í plöntuna. Bt-prótínið hefur engin áhrif á plöntuna sjálfa, en setur göt í meltingarveginn á skordýrinu sem deyr innan nokkurra daga. Á undanförnum árum hefur Evrópusambandið sett takmarkanir á notkun ákveðinna tegunda af skordýraeitri sem hefur aukið áherslu á að finna nýjar leiðir til að hjálpa bændum við að verja plöntur sínar gegn þessum afræningjum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá til dæmis Massey & Hartley (2008) Journal of Animal Ecology 78 (1) 281-291.
  2. ^ Wittstock & Gerschenzon (2002) Current Opinion in Plant Biology 5 (4) 300-307.
  3. ^ van Emden (2007) Aphids as Crop Pests, bls. 447-462.
  4. ^ Pickett et al. (2014) Philosophical Transactions of the Royal Society B, 369: 20120281.

Myndir:

Upprunaleg spurning Birnu var: Hvernig bregðast plöntur við áreiti? Henni er hér svarað sérstaklega um áreiti skordýra og hvaða varnir plöntur hafa við því.

Höfundur

doktor í líffræði

Útgáfudagur

6.12.2016

Spyrjandi

Birna Hlín Hilmarsdóttir

Tilvísun

Guðbjörg Inga Aradóttir. „Hvernig fara plöntur að því að verjast skordýrum?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2016, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72767.

Guðbjörg Inga Aradóttir. (2016, 6. desember). Hvernig fara plöntur að því að verjast skordýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72767

Guðbjörg Inga Aradóttir. „Hvernig fara plöntur að því að verjast skordýrum?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2016. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72767>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig fara plöntur að því að verjast skordýrum?
Þótt plöntur séu rótfastar og geti ekki flúið árás afræningja eru þær alls ekki varnarlausar. Plöntur nota mismunandi aðferðir til að verjast afræningjum og hefur maðurinn nýtt sér þekkingu á vörnum plantna til að rækta afbrigði af nytjaplöntum með innbyggðar varnir á sama hátt og gert hefur verið fyrir aðra ákjósanlega eiginleika plantna eins og uppskeru og gæði kornsins.

Þær aðferðir sem plöntur nota til að verjast afráni eru oft kallaðar beinar og óbeinar varnir.

Beinar varnir hafa bein áhrif á getu skordýra til að éta plöntur og eru til dæmis:
  • Varnir sem gera skordýrum erfitt fyrir að éta plöntuna, svo sem hár á laufum, þyrnar, vaxhúð á laufum og þykkur þekjuvefur.
  • Efni sem hafa neikvæð áhrif á upptöku næringarefna (e. digestibility reducers) og geta líka valdið eyðingu munnparta sem skordýrið notar til að éta, eins og til dæmis kísill sem leiðir til þess að skordýrin fá ekki næga næringu og þrífast þar af leiðandi verr.[1]
  • Eiturefni (e. toxins) sem plantan býr til og eru skaðleg skordýrunum, til dæmis alkalóíðar (beiskjuefni) og svokallaðir terpenóíðar (e. terpenoids).[2]

Dæmi um beina vörn plöntu eru þyrnar en þeir gera skordýrum erfitt fyrir að éta plöntuna.

Óbeinar varnir geta verið:
  • Litur, það er til dæmis þekkt að blaðlýs leggjast síður á rautt hvítkál en hið hefðbundna sem er grænt á lit jafnvel þó rannsóknir á blaðlúsum sýni að þær dafni betur ef þær eru aldar á rauða afbrigðinu.[3]
  • Rokgjörn efni (e. volatile organic compounds), sem er lyktin sem plantan gefur frá sér. Lyktin sem plöntur gefa frá sér er misaðlaðandi fyrir skordýr og plöntur geta líka breytt því hvernig þær lykta. Þar er vel þekkt að ef planta nemur að skordýr hefur verpt eggi á hana eða er byrjað að éta hana, þá getur hún breytt lyktinni sem hún gefur frá sér til að kalla á skordýr, eins og maríubjöllur, sem éta minni skordýr og hjálpa þar með plöntunni.[4]
  • Laumusveppir sem tengjast rótarkerfi plantna og framleiða eiturefni er hafa neikvæð áhrif á skordýr í skiptum fyrir næringu frá plöntunni.

Blaðlýs leggjast síður á rautt hvítkál en hið hefðbundna sem er grænt á lit jafnvel þó rannsóknir á blaðlúsum sýni að þær dafni betur ef þær eru aldar á rauða afbrigðinu. Litur er dæmi um óbeina vörn plöntu.

Mikil vinna fer fram við að finna leiðir til að koma í veg fyrir að skordýr leggist á nytjaplöntur þar sem skordýr geta valdið miklum afföllum í uppskeru bænda. Algengasta aðferðin til að stemma stigu við skordýrum er notkun skordýraeiturs. Skordýr geta þó myndað þol gegn eitrinu, auk þess sem almenningsálit gagnvart skordýraeitri er fremur neikvætt.

Hefðbundin ræktun á harðgerðum afbrigðum virkar í sumum tilfellum, en í öðrum tilfellum hafa menn nýtt sér erfðatækni til að gera plöntum kleift að verjast afráni, eins og til dæmi bt-maís og sojaplöntur þar sem geni sem kóðar fyrir bt-prótíni var bætt inn í plöntuna. Bt-prótínið hefur engin áhrif á plöntuna sjálfa, en setur göt í meltingarveginn á skordýrinu sem deyr innan nokkurra daga. Á undanförnum árum hefur Evrópusambandið sett takmarkanir á notkun ákveðinna tegunda af skordýraeitri sem hefur aukið áherslu á að finna nýjar leiðir til að hjálpa bændum við að verja plöntur sínar gegn þessum afræningjum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá til dæmis Massey & Hartley (2008) Journal of Animal Ecology 78 (1) 281-291.
  2. ^ Wittstock & Gerschenzon (2002) Current Opinion in Plant Biology 5 (4) 300-307.
  3. ^ van Emden (2007) Aphids as Crop Pests, bls. 447-462.
  4. ^ Pickett et al. (2014) Philosophical Transactions of the Royal Society B, 369: 20120281.

Myndir:

Upprunaleg spurning Birnu var: Hvernig bregðast plöntur við áreiti? Henni er hér svarað sérstaklega um áreiti skordýra og hvaða varnir plöntur hafa við því.

...