Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju mega veiðimenn ekki skjóta jafnmarga hreindýrstarfa og -kýr?

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023)

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvers vegna eru ekki skotin jafnmörg hreindýr af hvoru kyni á hverju tímabili?

Í villtum hreindýrastofnum er kynjahlutfall skekkt vegna hærri dánartíðni tarfa. Það tengist fengitímanum en þá fer mestur tími tarfanna í hlaup og slagsmál. Þá horast þeir niður og sumir særast. Ef vetur er harður falla þeir því oft fyrstir.

1. mynd. Fullorðnir tarfar berjast um kýrnar á fengitíma á Fagradal.

Stefnt er að því að fjórir tarfar séu á móti sex kúm í íslenska hreindýrastofninum að hausti. Kynjahlutfallið er skoðað á fengitíma, í september-október og út frá því ræðst hver tarfakvótinn verður að ári. Austurlandi er skipt í níu veiðisvæði og getur fjöldi tarfa verið mismunandi innan þeirra. Vegna þess getur tarfahlutfallið í veiðinni verið breytilegt á milli svæða.

Fyrir árið 1990 var kvótinn ekki kynskiptur. Veiðimenn sóttust eftir hornprúðum fullorðnum törfum sem voru að lágmarki helmingi þyngri en kýrnar. Það leiddi til þess að þeim fækkaði mjög. Með tilkomu Umhverfisráðuneytisins sem fól Veiðistjóraembættinu vöktun og rannsóknir á hreindýrastofninum var eitt fyrsta verkefnið að gefa út kynjaskiptan kvóta og hann notaður til að leiðrétta kynjahallann. Kynjaskiptingu stofnsins á mismunandi tímabilum má sjá á 2. mynd.

2. mynd. Hlutfallsleg skipting aldurs- og kynjahópa í íslenska hreindýrastofninum á þremur tímabilum.

Náttúrustofa Austurlands vaktar hreindýrastofninn og kannar kynjasamsetningu mismunandi hjarða á fengitíma. Niðurstöður birtir hún árlega í skýrslu og skýrsluna fyrir 2016 má finna á vef stofnunarinnar.

Myndir:
  • Skarphéðinn G. Þórisson.

Höfundur

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023)

líffræðingur, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands

Útgáfudagur

31.5.2017

Síðast uppfært

1.6.2017

Spyrjandi

Ólafur Þór Jóhannsson

Tilvísun

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023). „Af hverju mega veiðimenn ekki skjóta jafnmarga hreindýrstarfa og -kýr?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2017, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73265.

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023). (2017, 31. maí). Af hverju mega veiðimenn ekki skjóta jafnmarga hreindýrstarfa og -kýr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73265

Skarphéðinn Þórisson (1954-2023). „Af hverju mega veiðimenn ekki skjóta jafnmarga hreindýrstarfa og -kýr?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2017. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73265>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju mega veiðimenn ekki skjóta jafnmarga hreindýrstarfa og -kýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvers vegna eru ekki skotin jafnmörg hreindýr af hvoru kyni á hverju tímabili?

Í villtum hreindýrastofnum er kynjahlutfall skekkt vegna hærri dánartíðni tarfa. Það tengist fengitímanum en þá fer mestur tími tarfanna í hlaup og slagsmál. Þá horast þeir niður og sumir særast. Ef vetur er harður falla þeir því oft fyrstir.

1. mynd. Fullorðnir tarfar berjast um kýrnar á fengitíma á Fagradal.

Stefnt er að því að fjórir tarfar séu á móti sex kúm í íslenska hreindýrastofninum að hausti. Kynjahlutfallið er skoðað á fengitíma, í september-október og út frá því ræðst hver tarfakvótinn verður að ári. Austurlandi er skipt í níu veiðisvæði og getur fjöldi tarfa verið mismunandi innan þeirra. Vegna þess getur tarfahlutfallið í veiðinni verið breytilegt á milli svæða.

Fyrir árið 1990 var kvótinn ekki kynskiptur. Veiðimenn sóttust eftir hornprúðum fullorðnum törfum sem voru að lágmarki helmingi þyngri en kýrnar. Það leiddi til þess að þeim fækkaði mjög. Með tilkomu Umhverfisráðuneytisins sem fól Veiðistjóraembættinu vöktun og rannsóknir á hreindýrastofninum var eitt fyrsta verkefnið að gefa út kynjaskiptan kvóta og hann notaður til að leiðrétta kynjahallann. Kynjaskiptingu stofnsins á mismunandi tímabilum má sjá á 2. mynd.

2. mynd. Hlutfallsleg skipting aldurs- og kynjahópa í íslenska hreindýrastofninum á þremur tímabilum.

Náttúrustofa Austurlands vaktar hreindýrastofninn og kannar kynjasamsetningu mismunandi hjarða á fengitíma. Niðurstöður birtir hún árlega í skýrslu og skýrsluna fyrir 2016 má finna á vef stofnunarinnar.

Myndir:
  • Skarphéðinn G. Þórisson.
...