Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?

Kristján Leósson

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur.


Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heila lífvera eins og kakkalakka og rottna til að stýra hreyfingum þeirra.

Þær aðferðir sem lífverur nota til að meðhöndla upplýsingar eru almennt mjög ólíkar þeim aðferðum sem tölva byggð á örrásum beitir. Tölvur með gervigreind eru þó í sumum tilfellum forritaðar til að líkja að einhverju leyti eftir lífverum (sjá til dæmis í svari við spurningunni Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?). Tæplega er þó hægt að tala um að slíkt geri tölvuna lífræna.

Líklegra er að spurningin eigi við manngerðan búnað, sem svipar að einhverju leyti til lífvera eða sé gerður úr lífrænum efnum, og sem hægt er að forrita og nota til úrvinnslu upplýsinga. Það er rétt að slíkar "tölvur" eru til en þær eru, enn sem komið er, mjög frumstæðar miðað við hefðbundnar tölvur. Sem dæmi má nefna "tölvur" gerðar úr erfðaefni (DNA-tölvur) en slík fyrirbæri hafa verið notuð til að framkvæma einfaldar aðgerðir. Um þær má lesa meira á ensku hjá Wikipedia.org.

Einnig má nefna að hefðbundnar tölvur hafa verið tengdar við skynfæri og heila lífvera eins og kakkalakka og rottna til að stýra hreyfingum þeirra. Slík lífræn "vélmenni" með örsmáa myndavél á bakinu mætti til dæmis nota til að leita að fólki sem grafist hefur í húsarústum. Hér geta þó augljóslega komið upp siðfræðileg álitamál sem vísindamenn þurfa að íhuga vandlega.

Mynd:

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Einhvers staðar heyrði ég um hlut sem kallaðist lífræn tölva. Er hún draumur eða raunveruleiki?

Höfundur

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

8.4.2008

Spyrjandi

Sæmundur Sveinsson

Tilvísun

Kristján Leósson. „Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7333.

Kristján Leósson. (2008, 8. apríl). Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7333

Kristján Leósson. „Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7333>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur.


Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heila lífvera eins og kakkalakka og rottna til að stýra hreyfingum þeirra.

Þær aðferðir sem lífverur nota til að meðhöndla upplýsingar eru almennt mjög ólíkar þeim aðferðum sem tölva byggð á örrásum beitir. Tölvur með gervigreind eru þó í sumum tilfellum forritaðar til að líkja að einhverju leyti eftir lífverum (sjá til dæmis í svari við spurningunni Til hvers eru gervitauganet notuð og hvernig eru þau ólík raunverulegum tauganetum?). Tæplega er þó hægt að tala um að slíkt geri tölvuna lífræna.

Líklegra er að spurningin eigi við manngerðan búnað, sem svipar að einhverju leyti til lífvera eða sé gerður úr lífrænum efnum, og sem hægt er að forrita og nota til úrvinnslu upplýsinga. Það er rétt að slíkar "tölvur" eru til en þær eru, enn sem komið er, mjög frumstæðar miðað við hefðbundnar tölvur. Sem dæmi má nefna "tölvur" gerðar úr erfðaefni (DNA-tölvur) en slík fyrirbæri hafa verið notuð til að framkvæma einfaldar aðgerðir. Um þær má lesa meira á ensku hjá Wikipedia.org.

Einnig má nefna að hefðbundnar tölvur hafa verið tengdar við skynfæri og heila lífvera eins og kakkalakka og rottna til að stýra hreyfingum þeirra. Slík lífræn "vélmenni" með örsmáa myndavél á bakinu mætti til dæmis nota til að leita að fólki sem grafist hefur í húsarústum. Hér geta þó augljóslega komið upp siðfræðileg álitamál sem vísindamenn þurfa að íhuga vandlega.

Mynd:

Spurningin hljóðaði upprunalega svona:
Einhvers staðar heyrði ég um hlut sem kallaðist lífræn tölva. Er hún draumur eða raunveruleiki?
...