Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve algengt er að ó-i sé skeytt framan við orð til að gæða þau andstæðri merkingu, samanber merkilegt og ómerkilegt, kurteis og ókurteis, sáttur og ósáttur og svo framvegis.

Orðið óskundi þekkist að minnsta kosti frá fyrri hluta 17. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Merkingin er ‘skaði, óleikur, skemmd’ en eiginleg merking er ‘töf’. Þá merkingu má sjá í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórsson sem samin var á síðari hluta 18. aldar en prentuð 1814. Skýring þar við flettuna óskundi er ‘Ophold, Hindring’, það er töf, hindrun, og notkunardæmið ,,Hann gerði mér óskunda“ er þýtt ‘han opholdt mig’, það er ‘hann tafði mig’ (1814 II: 149). Orðið skundi er skýrt ‘Hast, Skynding’, það er flýtir (1814 II:285).

Óskundi merkir ‘skaði, óleikur, skemmd’ en eiginleg merking er ‘töf’.

Í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals er óskundi þýtt með ‘Overlast, Fortræd’, það er skaði, óleikur, en framan við orðið skundi er kross sem merkir að orðið sé úrelt. Merkingin er sögð ‘flýtir, hraði’. Ásgeir Blöndal Magnússon tengir orðið óskundi við nafnorðið skundi ‘hraði, flýtir’ og sögnina að skunda ‘hraða ferð sinni, flýta sér’ í Íslenskri orðsifjabók (1989:874). Í færeysku er einnig til orðið skundur ‘flýtir’.

Forskeytið ó- getur breytt merkingu orða úr jákvæðri í neikvæða, til dæmis gagn–ógagn, ráð–óráð. Stundum fær orð viðbótarmerkingu eins og gleði–ógleði (depurð og velgja) og stundum vísar orð með forskeytinu ó- til einhvers sem enn hefur ekki gerst, borinn–óborinn, fæddur–ófæddur (Guðrún Kvaran 2005:127). Ef upphafleg merking orðsins skundi er ‘hraði, flýtir’ kemur neikvæða merkingin ‘töf’ fram í óskundi.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon islandico-latino danicum. I–II. Havniæ.
  • Guðrún Kvaran. 2005. Íslensk tunga. II. bindi. Orð. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.4.2017

Spyrjandi

Sigurður E. Levy

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2017. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73356.

Guðrún Kvaran. (2017, 5. apríl). Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73356

Guðrún Kvaran. „Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2017. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73356>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða kemur orðið óskundi inn í málið og er þá orðið skundi til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Óskundi er sérkennilegt en áhugavert orð og kann að hafa fleiri merkingar en grikkur og skaði. Gaman væri að vita hvaðan orðið kemur inn í málið og hvaða fleiri merkingar það getur haft. Eins væri skemmtilegt að fá upplýsingar um hvort til sé orðið skundi, í ljósi þess hve algengt er að ó-i sé skeytt framan við orð til að gæða þau andstæðri merkingu, samanber merkilegt og ómerkilegt, kurteis og ókurteis, sáttur og ósáttur og svo framvegis.

Orðið óskundi þekkist að minnsta kosti frá fyrri hluta 17. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Merkingin er ‘skaði, óleikur, skemmd’ en eiginleg merking er ‘töf’. Þá merkingu má sjá í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórsson sem samin var á síðari hluta 18. aldar en prentuð 1814. Skýring þar við flettuna óskundi er ‘Ophold, Hindring’, það er töf, hindrun, og notkunardæmið ,,Hann gerði mér óskunda“ er þýtt ‘han opholdt mig’, það er ‘hann tafði mig’ (1814 II: 149). Orðið skundi er skýrt ‘Hast, Skynding’, það er flýtir (1814 II:285).

Óskundi merkir ‘skaði, óleikur, skemmd’ en eiginleg merking er ‘töf’.

Í íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals er óskundi þýtt með ‘Overlast, Fortræd’, það er skaði, óleikur, en framan við orðið skundi er kross sem merkir að orðið sé úrelt. Merkingin er sögð ‘flýtir, hraði’. Ásgeir Blöndal Magnússon tengir orðið óskundi við nafnorðið skundi ‘hraði, flýtir’ og sögnina að skunda ‘hraða ferð sinni, flýta sér’ í Íslenskri orðsifjabók (1989:874). Í færeysku er einnig til orðið skundur ‘flýtir’.

Forskeytið ó- getur breytt merkingu orða úr jákvæðri í neikvæða, til dæmis gagn–ógagn, ráð–óráð. Stundum fær orð viðbótarmerkingu eins og gleði–ógleði (depurð og velgja) og stundum vísar orð með forskeytinu ó- til einhvers sem enn hefur ekki gerst, borinn–óborinn, fæddur–ófæddur (Guðrún Kvaran 2005:127). Ef upphafleg merking orðsins skundi er ‘hraði, flýtir’ kemur neikvæða merkingin ‘töf’ fram í óskundi.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Björn Halldórsson. 1814. Lexicon islandico-latino danicum. I–II. Havniæ.
  • Guðrún Kvaran. 2005. Íslensk tunga. II. bindi. Orð. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.

Mynd:...