Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?

Þórarinn Sveinsson

Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur haft áhrif á það hvað fólk svitnar mikið og sérstaklega hvað það upplifir mikinn svita. Hlutverk svita er að losa líkamann við varma sem losnar við aukna orkunotkun (brennslu) líkamans. Þessi varmi sem líkaminn þarf að losna við er alltaf ákveðið hlutfall af orkunotkuninni.

Fyrst þarf að gaumgæfa hvað átt er við með „sömu“ áreynslu. Hér er gert ráð fyrir því að sama áreynsla þýði sama orkunotkun (og þar með varmamyndun) og áður, til dæmis mælt í kkal/klst. Ef við tökum dæmi af hlaupara sem hleypur á hraðanum 3 m/s, þá notar hann jafnmikla orku við það hvort sem hann er í lélegu eða góðu formi, og þar af leiðandi þarf hann að svitna jafn mikið í báðum tilfellum. Undantekning getur þó verið á þessu ef hann er algerlega óvanur hlaupari í fyrstu og hann bæti hlaupatæknina á sama tíma og hann kemst í betra form. Þá mun hann þurfa örlítið minni orku við að hlaupa á þessum hraða og svitnar þar með örlítið minna þegar hann hefur náð góðum tökum á hlaupatækninni.

Það skiptir ekki máli hvort tiltekinn einstaklingur er í góðu eða slæmi formi, sama áreynsla við sömu aðstæður kallar á sömu orkunotkun og sömu svitamyndun. Hins vegar getur ákefðin aukist við betra form og þar með orkunotkunin og hversu mikið viðkomandi svitnar.

Hins vegar er það svo að fólk áttar sig oft ekki á því að það er að afkasta mun meira í áreynslu þegar það er komið í gott form og þar af leiðandi eyðir það mun meiri orku – og svitnar þá meira – við áreynslu sem það upplifir sem þá sömu og áður. Ef við tökum dæmi af ofangreindum hlaupara, þá upplifir hann kannski hraðann 3 m/s sem miðlungs ákefð þegar hann er í lélegu formi. Segjum að hjartsláttur hans á þeim hraða sé 150 slög/mín. Þegar hann er kominn í gott form þá þarf hann kannski að hlaupa á hraðanum 4 m/s til að upplifa miðlungs ákefð og hjartslátturinn væri þá líklega 150 slög/mín á þessum hraða núna. Hann mundi þá eyða meiri orku á hraðanum 4 m/s en hann gerir á hraðanum 3 m/s og þar af leiðandi þarf hann að svitna mun meira. Þetta er líklegasta ástæðan fyrir því að einstaklingar upplifa mun meiri svitamyndun þegar þeir komast í betra form.

Ef kyrrsetueinstaklingur, það er einstaklingur í mjög lélegu formi, sem lifir í frekar köldu umhverfi og er alls óvanur að svitna, fer að hreyfa sig í mjög heitu umhverfi, mun það taka nokkra daga eða vikur að aðlaga hitastjórnunarkerfið og svitamyndunina að aukinni varmalosun. Eftir því sem hann aðlagast betur, mun svitamyndun hefjast fyrr í áreynslunni og verða meiri. Þessi aðlögun mun að einhverju leyti líka koma fram við áreynslu í köldu umhverfi, þó í minna mæli. Þannig mun einstaklingur sem er í mjög lélegu formi fyrir, auka svitamyndun og upplifa meiri svitamyndun fyrstu dagana eða vikurnar eftir að hann byrjar að hreyfa sig, sérstaklega í heitu umhverfi. Þessi hitaaðlögun gerist hins vegar yfirleitt mun hraðar og fyrr en breytingar sem munu koma fram á almennu formi.

Við upplifum aðeins lítinn hluta af þeim svita sem myndast sem raunverulegan svita, það er aðeins þann sem verður að vatnsdropum á húðinni eða gerir klæðnað blautan

Margt fleira getur haft áhrif á það hvað fólk svitnar mikið við áreynslu og sérstaklega líka hvað það upplifir mikinn svita. Saltinnihald svita minnkar oft talsvert þegar fólk aðlagast aukinni svitamyndun og getur það þá valdið breytingu á því hvað fólk upplifir mikinn svita. Umhverfisaðstæður, eins og til dæmis hitastig, rakastig, klæðnaður og fleira hafa mikil áhrif svitamyndun og upplifun hennar. Einnig getur vatnsbúskapur líkamans og hormónastaða nokkurra hormóna haft áhrif á varmamyndun líkamans og þar með svitamyndun.

Við venjulegar aðstæður gufar megnið af þeim svita sem myndast á húðinni upp án þess að fólk verði vart við svitann. Það er því oft ekki nema lítill hluti af þeim svita sem myndast sem verður að vatnsdropum á húðinni, eða gerir klæðnað blautan. Aðeins þann hluta upplifum við sem svita. Þetta er hins vegar ekki alltaf góður mælikvarði á heildarmagn svita sem myndast á líkamanum. Sá sviti sem við upplifum á þennan hátt, það er gufar ekki upp, nýtist í raun mjög takmarkað til að losa okkur við hita. Það má líkja þessu við það að hella vatni í yfirfulla fötu og horfa bara á vatnið sem flæðir út fyrir. Það magn segir okkur ekkert um heildarmagn vatns í fötunni. Flest allir þættir sem fjallað er um hér að ofan geta haft áhrif á það hvað við „hellum miklum svita út fyrir“ og upplifum þannig sem svita.

Það er því mjög margt sem hefur áhrif á heildarútkomu svitamyndunar við áreynslu og það hvernig einstaklingar í mismunandi formi upplifa hana.

Myndir:


Aðrar spurningar um sama efni:
  • Svitnar maður meir ef maður er í góðu formi?
  • Svitna maður meira t.d. á æfingum þegar maður er í betra líkamlegu formi en þegar maður er í litlu formi? Og ef svo hvers vegna er það?
  • Af hverju er sagt að þeir sem svitna mikið séu í góðu formi?

Höfundur

Þórarinn Sveinsson

prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

28.11.2019

Spyrjandi

Arnór Orri Harðarson, Óskar Sölvason, Katrín Stefánsdóttir, Páll Gunnlaugsson

Tilvísun

Þórarinn Sveinsson. „Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2019, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73565.

Þórarinn Sveinsson. (2019, 28. nóvember). Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73565

Þórarinn Sveinsson. „Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2019. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73565>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að eftir því sem fólk er í betra formi þá svitnar það meira við sömu áreynslu?
Einfalda og stutta svarið við spurningunni er „nei“. Við sömu áreynslu svitnar fólk jafnmikið, hvort sem það er í verra eða betra formi, það er ef allar innri og ytri aðstæður eru þær sömu að öðru leyti. Hins vegar er raunveruleikinn oft flóknari en þetta og margar undantekningar geta verið frá þessu. Margt getur haft áhrif á það hvað fólk svitnar mikið og sérstaklega hvað það upplifir mikinn svita. Hlutverk svita er að losa líkamann við varma sem losnar við aukna orkunotkun (brennslu) líkamans. Þessi varmi sem líkaminn þarf að losna við er alltaf ákveðið hlutfall af orkunotkuninni.

Fyrst þarf að gaumgæfa hvað átt er við með „sömu“ áreynslu. Hér er gert ráð fyrir því að sama áreynsla þýði sama orkunotkun (og þar með varmamyndun) og áður, til dæmis mælt í kkal/klst. Ef við tökum dæmi af hlaupara sem hleypur á hraðanum 3 m/s, þá notar hann jafnmikla orku við það hvort sem hann er í lélegu eða góðu formi, og þar af leiðandi þarf hann að svitna jafn mikið í báðum tilfellum. Undantekning getur þó verið á þessu ef hann er algerlega óvanur hlaupari í fyrstu og hann bæti hlaupatæknina á sama tíma og hann kemst í betra form. Þá mun hann þurfa örlítið minni orku við að hlaupa á þessum hraða og svitnar þar með örlítið minna þegar hann hefur náð góðum tökum á hlaupatækninni.

Það skiptir ekki máli hvort tiltekinn einstaklingur er í góðu eða slæmi formi, sama áreynsla við sömu aðstæður kallar á sömu orkunotkun og sömu svitamyndun. Hins vegar getur ákefðin aukist við betra form og þar með orkunotkunin og hversu mikið viðkomandi svitnar.

Hins vegar er það svo að fólk áttar sig oft ekki á því að það er að afkasta mun meira í áreynslu þegar það er komið í gott form og þar af leiðandi eyðir það mun meiri orku – og svitnar þá meira – við áreynslu sem það upplifir sem þá sömu og áður. Ef við tökum dæmi af ofangreindum hlaupara, þá upplifir hann kannski hraðann 3 m/s sem miðlungs ákefð þegar hann er í lélegu formi. Segjum að hjartsláttur hans á þeim hraða sé 150 slög/mín. Þegar hann er kominn í gott form þá þarf hann kannski að hlaupa á hraðanum 4 m/s til að upplifa miðlungs ákefð og hjartslátturinn væri þá líklega 150 slög/mín á þessum hraða núna. Hann mundi þá eyða meiri orku á hraðanum 4 m/s en hann gerir á hraðanum 3 m/s og þar af leiðandi þarf hann að svitna mun meira. Þetta er líklegasta ástæðan fyrir því að einstaklingar upplifa mun meiri svitamyndun þegar þeir komast í betra form.

Ef kyrrsetueinstaklingur, það er einstaklingur í mjög lélegu formi, sem lifir í frekar köldu umhverfi og er alls óvanur að svitna, fer að hreyfa sig í mjög heitu umhverfi, mun það taka nokkra daga eða vikur að aðlaga hitastjórnunarkerfið og svitamyndunina að aukinni varmalosun. Eftir því sem hann aðlagast betur, mun svitamyndun hefjast fyrr í áreynslunni og verða meiri. Þessi aðlögun mun að einhverju leyti líka koma fram við áreynslu í köldu umhverfi, þó í minna mæli. Þannig mun einstaklingur sem er í mjög lélegu formi fyrir, auka svitamyndun og upplifa meiri svitamyndun fyrstu dagana eða vikurnar eftir að hann byrjar að hreyfa sig, sérstaklega í heitu umhverfi. Þessi hitaaðlögun gerist hins vegar yfirleitt mun hraðar og fyrr en breytingar sem munu koma fram á almennu formi.

Við upplifum aðeins lítinn hluta af þeim svita sem myndast sem raunverulegan svita, það er aðeins þann sem verður að vatnsdropum á húðinni eða gerir klæðnað blautan

Margt fleira getur haft áhrif á það hvað fólk svitnar mikið við áreynslu og sérstaklega líka hvað það upplifir mikinn svita. Saltinnihald svita minnkar oft talsvert þegar fólk aðlagast aukinni svitamyndun og getur það þá valdið breytingu á því hvað fólk upplifir mikinn svita. Umhverfisaðstæður, eins og til dæmis hitastig, rakastig, klæðnaður og fleira hafa mikil áhrif svitamyndun og upplifun hennar. Einnig getur vatnsbúskapur líkamans og hormónastaða nokkurra hormóna haft áhrif á varmamyndun líkamans og þar með svitamyndun.

Við venjulegar aðstæður gufar megnið af þeim svita sem myndast á húðinni upp án þess að fólk verði vart við svitann. Það er því oft ekki nema lítill hluti af þeim svita sem myndast sem verður að vatnsdropum á húðinni, eða gerir klæðnað blautan. Aðeins þann hluta upplifum við sem svita. Þetta er hins vegar ekki alltaf góður mælikvarði á heildarmagn svita sem myndast á líkamanum. Sá sviti sem við upplifum á þennan hátt, það er gufar ekki upp, nýtist í raun mjög takmarkað til að losa okkur við hita. Það má líkja þessu við það að hella vatni í yfirfulla fötu og horfa bara á vatnið sem flæðir út fyrir. Það magn segir okkur ekkert um heildarmagn vatns í fötunni. Flest allir þættir sem fjallað er um hér að ofan geta haft áhrif á það hvað við „hellum miklum svita út fyrir“ og upplifum þannig sem svita.

Það er því mjög margt sem hefur áhrif á heildarútkomu svitamyndunar við áreynslu og það hvernig einstaklingar í mismunandi formi upplifa hana.

Myndir:


Aðrar spurningar um sama efni:
  • Svitnar maður meir ef maður er í góðu formi?
  • Svitna maður meira t.d. á æfingum þegar maður er í betra líkamlegu formi en þegar maður er í litlu formi? Og ef svo hvers vegna er það?
  • Af hverju er sagt að þeir sem svitna mikið séu í góðu formi?
...