Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú?

Geir Sigurðsson

Þótt finna megi frásagnir af uppruna manns og heims í kínverskri menningu léku þær í raun algert jaðarhlutverk í kínverskri trú til forna, hvort sem um er að ræða alþýðutrú, daoisma eða konfúsisma. Þessi litla áhersla á uppruna er einmitt eitt þeirra einkenna sem einkum greina kínversk og raunar austur-asísk trúarbrögð frá hinni gyðinglegu-kristnu hefð en í henni skiptir guðlegur uppruni manns og heims algerum sköpum.

Meðal Kínverja virðist almennt hafa verið gengið út frá því að heimurinn hafi ávallt verið og muni ávallt vera til. Áhersla var lögð á að finna leiðir til að gera manneskjunni kleift að haga lífi sínu sem allra best á líðandi stundu fremur en að skýra hvaðan hún kemur. Hins vegar voru settar fram fjölmargar hugmyndir um uppruna siðmenningarinnar, það er ritmáls, tónlistar, landbúnaðar, matargerðar, laga, læknavísinda og fleiri, sem hvert fyrir sig er rakið til tiltekinna vitringa eða „uppfinningamanna“.

Gyðjan Nüwa var með mannshöfuð en snáksbúk. Samkvæmt einni goðsögu bjó hún til menn úr gulri mold.

Á tíma Han-keisaraveldisins (206 f.Kr.-220 e.Kr.) urðu síðan til ýmsar goðsagnir, sumar hugsanlega undir búddískum áhrifum, sem fela í sér upprunaskýringar. Margar þessara flétta saman útskýringar á tilurð jafnt heims sem manns og gera þannig ráð fyrir því að heimurinn og manneskjan hafi orðið til samtímis. Þótt þessar goðsagnir hafi ekki haft nein veruleg áhrif á kínversk trúarbrögð eru margar þeirra útbreiddar og vel þekktar meðal Kínverja sem skemmtilegar frásagnir.

Tvær af þessum sögum eru einna þekktastar. Sú fyrri greinir frá gyðjunni Nüwa 女媧 sem mun hafa verið með mannshöfuð en snáksbúk. Í ýmsum sögum er hún sögð systir og eiginkona Fu Xi 伏羲 sem mun hafa verið konungur Kínverja á 29. öld f.Kr. og uppfinningamaður ritmálsins, fiskiveiða og dýragildra. Fu Xi var líka með snáksbúk og til eru forn málverk af þeim tveimur þar sem búkar þeirra fléttast saman. Nüwa bjó til svarthærða fólkið í heiminum (Kínverja) úr gulri mold. Í fyrstu vandaði hún sig við verkið en þegar hún tók að þreytast dýfði hún einfaldlega reipi ofan í brúnleitari leðju og gerði manneskjur úr drullukökunni sem lak af því. Sagt er að manneskjurnar sem hún nostraði við hafi verið aðalsfólkið og að hinar, þar sem hún kastaði til hendinni, hafi verið alþýðan.

Samkvæmt einni kínverskri goðsögn er mannkynið ekkert annað en flær úr risanum Pangu.

Hin sagan, sem er líklega öllu þekktari og útbreiddari, greinir frá hinum loðna og hyrnda risa Pangu 盤古 en sagan er líklega frá 3. öld e.Kr. Fyrir tilvist heimsins eins og við þekkjum hann var einungis til egg nokkuð með Pangu innanborðs. Eftir 18 þúsund ár hafði Pangu vaxið svo mikið að eggið brast, Pangu stóð upp og efri hluti eggsins varð að himni og sá neðri að jörð. Hvern dag hélt Pangu áfram að vaxa á sama hraða og himinn og jörð, þrjá metra uppávið og þrjá metra útávið, þar til hann var orðinn risavaxinn. Hann mun hafa lifað í 18 þúsund ár, líklega vegna stærðar sinnar, en þegar hann dó loksins sundraðist hann í ótal mola. Höfuð hans varð að fjöllum og ójöfnum, augu hans að sól og tungli, blóðið að ám, vötnum og hafi, rödd hans að þrumum og andardráttur hans að vindi. Á endanum urðu manneskjur til fyrir hans tilstilli en ekki úr eiginlegum líkamshlutum Pangu heldur úr flónum sem lifðu í feldi hans.

Þetta eru skemmtilegar sögur. En það gerir þær ekki síður áhugaverðar hversu lítið þær gera úr merkingu mannlegrar tilvistar. Annars vegar eru manneskjurnar skapaðar úr drullumalli í einhvers konar sandkassaleik sem Nüwa virðist ástunda í því skyni einu að drepa tímann. Þegar henni tekur að leiðast dregur hún úr vandvirkninni. Hins vegar eiga manneskjurnar uppruna sinn í leiðigjörnum sníkjudýrum á feldi risa. Sú mynd sem hér er dregin af stöðu mannsins í stigveldi heimsins er talsvert frábrugðin þeirri sem við finnum í kristni og öðrum trúarbrögðum gyðing-kristinnar hefðar. En hver veit, kannski er hún raunsærri.

Heimildir og frekara lesefni:
 • Ching, Julia. Chinese Religions. Palgrave Macmillan: Houndmills & London, 1993.
 • Clart, Philip.Die Religionen Chinas. Vandenhoek & Ruprecht: Göttingen, 2009.
 • Geir Sigurðsson. „Á meðal hinna tíu þúsund hluta. Tang Junyi og sérkenni kínverskrar heimsfræði.“ Hugur. Tímarit um heimspeki 15 (2003), s. 52-65.
 • Granet, Marcel. La religion des Chinois. Paris: Presses Universitaires de France, 1922.
 • Thompson, Laurence G. Chinese Religion. An Introduction. Wadsworth: Belmont o.fl., 1996.
 • Wang, Robin R. Yinyang. The Way of Heaven and Earth in Chinese Thought and Culture. Cambridge o.fl.: Cambridge University Press, 2012.

Myndir

Höfundur

Geir Sigurðsson

heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum

Útgáfudagur

8.9.2014

Spyrjandi

Harpa, f. 1987

Tilvísun

Geir Sigurðsson. „Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú? “ Vísindavefurinn, 8. september 2014. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7392.

Geir Sigurðsson. (2014, 8. september). Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7392

Geir Sigurðsson. „Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú? “ Vísindavefurinn. 8. sep. 2014. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7392>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð maðurinn til í kínverskri trú?
Þótt finna megi frásagnir af uppruna manns og heims í kínverskri menningu léku þær í raun algert jaðarhlutverk í kínverskri trú til forna, hvort sem um er að ræða alþýðutrú, daoisma eða konfúsisma. Þessi litla áhersla á uppruna er einmitt eitt þeirra einkenna sem einkum greina kínversk og raunar austur-asísk trúarbrögð frá hinni gyðinglegu-kristnu hefð en í henni skiptir guðlegur uppruni manns og heims algerum sköpum.

Meðal Kínverja virðist almennt hafa verið gengið út frá því að heimurinn hafi ávallt verið og muni ávallt vera til. Áhersla var lögð á að finna leiðir til að gera manneskjunni kleift að haga lífi sínu sem allra best á líðandi stundu fremur en að skýra hvaðan hún kemur. Hins vegar voru settar fram fjölmargar hugmyndir um uppruna siðmenningarinnar, það er ritmáls, tónlistar, landbúnaðar, matargerðar, laga, læknavísinda og fleiri, sem hvert fyrir sig er rakið til tiltekinna vitringa eða „uppfinningamanna“.

Gyðjan Nüwa var með mannshöfuð en snáksbúk. Samkvæmt einni goðsögu bjó hún til menn úr gulri mold.

Á tíma Han-keisaraveldisins (206 f.Kr.-220 e.Kr.) urðu síðan til ýmsar goðsagnir, sumar hugsanlega undir búddískum áhrifum, sem fela í sér upprunaskýringar. Margar þessara flétta saman útskýringar á tilurð jafnt heims sem manns og gera þannig ráð fyrir því að heimurinn og manneskjan hafi orðið til samtímis. Þótt þessar goðsagnir hafi ekki haft nein veruleg áhrif á kínversk trúarbrögð eru margar þeirra útbreiddar og vel þekktar meðal Kínverja sem skemmtilegar frásagnir.

Tvær af þessum sögum eru einna þekktastar. Sú fyrri greinir frá gyðjunni Nüwa 女媧 sem mun hafa verið með mannshöfuð en snáksbúk. Í ýmsum sögum er hún sögð systir og eiginkona Fu Xi 伏羲 sem mun hafa verið konungur Kínverja á 29. öld f.Kr. og uppfinningamaður ritmálsins, fiskiveiða og dýragildra. Fu Xi var líka með snáksbúk og til eru forn málverk af þeim tveimur þar sem búkar þeirra fléttast saman. Nüwa bjó til svarthærða fólkið í heiminum (Kínverja) úr gulri mold. Í fyrstu vandaði hún sig við verkið en þegar hún tók að þreytast dýfði hún einfaldlega reipi ofan í brúnleitari leðju og gerði manneskjur úr drullukökunni sem lak af því. Sagt er að manneskjurnar sem hún nostraði við hafi verið aðalsfólkið og að hinar, þar sem hún kastaði til hendinni, hafi verið alþýðan.

Samkvæmt einni kínverskri goðsögn er mannkynið ekkert annað en flær úr risanum Pangu.

Hin sagan, sem er líklega öllu þekktari og útbreiddari, greinir frá hinum loðna og hyrnda risa Pangu 盤古 en sagan er líklega frá 3. öld e.Kr. Fyrir tilvist heimsins eins og við þekkjum hann var einungis til egg nokkuð með Pangu innanborðs. Eftir 18 þúsund ár hafði Pangu vaxið svo mikið að eggið brast, Pangu stóð upp og efri hluti eggsins varð að himni og sá neðri að jörð. Hvern dag hélt Pangu áfram að vaxa á sama hraða og himinn og jörð, þrjá metra uppávið og þrjá metra útávið, þar til hann var orðinn risavaxinn. Hann mun hafa lifað í 18 þúsund ár, líklega vegna stærðar sinnar, en þegar hann dó loksins sundraðist hann í ótal mola. Höfuð hans varð að fjöllum og ójöfnum, augu hans að sól og tungli, blóðið að ám, vötnum og hafi, rödd hans að þrumum og andardráttur hans að vindi. Á endanum urðu manneskjur til fyrir hans tilstilli en ekki úr eiginlegum líkamshlutum Pangu heldur úr flónum sem lifðu í feldi hans.

Þetta eru skemmtilegar sögur. En það gerir þær ekki síður áhugaverðar hversu lítið þær gera úr merkingu mannlegrar tilvistar. Annars vegar eru manneskjurnar skapaðar úr drullumalli í einhvers konar sandkassaleik sem Nüwa virðist ástunda í því skyni einu að drepa tímann. Þegar henni tekur að leiðast dregur hún úr vandvirkninni. Hins vegar eiga manneskjurnar uppruna sinn í leiðigjörnum sníkjudýrum á feldi risa. Sú mynd sem hér er dregin af stöðu mannsins í stigveldi heimsins er talsvert frábrugðin þeirri sem við finnum í kristni og öðrum trúarbrögðum gyðing-kristinnar hefðar. En hver veit, kannski er hún raunsærri.

Heimildir og frekara lesefni:
 • Ching, Julia. Chinese Religions. Palgrave Macmillan: Houndmills & London, 1993.
 • Clart, Philip.Die Religionen Chinas. Vandenhoek & Ruprecht: Göttingen, 2009.
 • Geir Sigurðsson. „Á meðal hinna tíu þúsund hluta. Tang Junyi og sérkenni kínverskrar heimsfræði.“ Hugur. Tímarit um heimspeki 15 (2003), s. 52-65.
 • Granet, Marcel. La religion des Chinois. Paris: Presses Universitaires de France, 1922.
 • Thompson, Laurence G. Chinese Religion. An Introduction. Wadsworth: Belmont o.fl., 1996.
 • Wang, Robin R. Yinyang. The Way of Heaven and Earth in Chinese Thought and Culture. Cambridge o.fl.: Cambridge University Press, 2012.

Myndir

...