Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu heimkynni skriðdýra?

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar fjallað er um fjölda skriðdýrategunda í heiminum er gjarnan vísað í upplýsingar úr skriðdýragagnagrunninum The Reptile Database sem starfræktur hefur verið í mörg ár. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á þeim vef voru þekktar skriðdýrategundir í ágúst 2016 alls 10.450. Á hverju ári er nýjum tegundum lýst þannig að listinn heldur áfram að lengjast.

Á vefsíðunni er einnig að finna kort yfir fjölda skriðdýrategunda á skilgreindum svæðum. Kortið miðast við þekktar tegundir í ágúst 2015. Samkvæmt því finnast flestar skriðdýrategundirnar í Asíu eða rúmlega 2800. Rétt er að taka fram að þarna eru Austurlönd nær flokkuð sem sérsvæði en vissulega eru þau lönd líka í Asíu.

Fjöldi þekktra skriðdýrategunda eftir heimsálfum og svæðum. Sumar tegundir finnast á fleiri en einu svæði og eru því taldar oftar en einu sinni.

Næstflestar skriðdýrategundir finnast í Suður-Ameríku, tæplega 2.100. Þar skiptir miklu hið mjög svo fjölskrúðuga dýralíf Amasonsvæðisins. Þar á eftir kemur Afríka með rúmlega 1650 tegundir, Mið-Ameríka með um 1300 tegundir og Ástralía með rúmlega 1000 tegundir.

Þetta endurspeglar þá staðreynd að hitabeltis- og regnskógasvæði eru þau svæði jarðar þar sem flestar skriðdýrategundir er að finna en tegundunum fækkar eftir því sem fjær dregur miðbaug. Á vefsíðunni Mongbay.com er að finna lista yfir þau lönd þar sem flestar skriðdýrategundir lifa og eru upplýsingarnar fengnar úr áðurnefndum gagnagrunni. Samkvæmt þeim lista eru þau lönd sem eru ríkust af skriðdýrategundum eftirfarandi:

Land Skiðdýrategundir
Ástralía
1038
Mexíkó
916
Brasilía
807
Indónesía
728
Indland
689
Kólumbía
601
Gínea
595
Bandaríkin
530
Malasía
484
Perú
480
Kína
478
Víetnam
463
Suður-Afríka
447
Ekvador
444
Argentína
437
Taíland
434
Madagaskar
414
Venesúela
405
Tansanía
359
Malí
356

Heimildir og kort:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.7.2017

Spyrjandi

Jón Arnór Styrmisson, f. 2003

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver eru helstu heimkynni skriðdýra?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2017, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74061.

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2017, 17. júlí). Hver eru helstu heimkynni skriðdýra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74061

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hver eru helstu heimkynni skriðdýra?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2017. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74061>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu heimkynni skriðdýra?
Þegar fjallað er um fjölda skriðdýrategunda í heiminum er gjarnan vísað í upplýsingar úr skriðdýragagnagrunninum The Reptile Database sem starfræktur hefur verið í mörg ár. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á þeim vef voru þekktar skriðdýrategundir í ágúst 2016 alls 10.450. Á hverju ári er nýjum tegundum lýst þannig að listinn heldur áfram að lengjast.

Á vefsíðunni er einnig að finna kort yfir fjölda skriðdýrategunda á skilgreindum svæðum. Kortið miðast við þekktar tegundir í ágúst 2015. Samkvæmt því finnast flestar skriðdýrategundirnar í Asíu eða rúmlega 2800. Rétt er að taka fram að þarna eru Austurlönd nær flokkuð sem sérsvæði en vissulega eru þau lönd líka í Asíu.

Fjöldi þekktra skriðdýrategunda eftir heimsálfum og svæðum. Sumar tegundir finnast á fleiri en einu svæði og eru því taldar oftar en einu sinni.

Næstflestar skriðdýrategundir finnast í Suður-Ameríku, tæplega 2.100. Þar skiptir miklu hið mjög svo fjölskrúðuga dýralíf Amasonsvæðisins. Þar á eftir kemur Afríka með rúmlega 1650 tegundir, Mið-Ameríka með um 1300 tegundir og Ástralía með rúmlega 1000 tegundir.

Þetta endurspeglar þá staðreynd að hitabeltis- og regnskógasvæði eru þau svæði jarðar þar sem flestar skriðdýrategundir er að finna en tegundunum fækkar eftir því sem fjær dregur miðbaug. Á vefsíðunni Mongbay.com er að finna lista yfir þau lönd þar sem flestar skriðdýrategundir lifa og eru upplýsingarnar fengnar úr áðurnefndum gagnagrunni. Samkvæmt þeim lista eru þau lönd sem eru ríkust af skriðdýrategundum eftirfarandi:

Land Skiðdýrategundir
Ástralía
1038
Mexíkó
916
Brasilía
807
Indónesía
728
Indland
689
Kólumbía
601
Gínea
595
Bandaríkin
530
Malasía
484
Perú
480
Kína
478
Víetnam
463
Suður-Afríka
447
Ekvador
444
Argentína
437
Taíland
434
Madagaskar
414
Venesúela
405
Tansanía
359
Malí
356

Heimildir og kort: