Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:
Hvort er réttara að tala um puru eða pöru, sérstaklega í samhenginu purusteik eða pörusteik?

Nafnorðið para hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘flus, hýði, ysta laga á kjöti eða fiski’ og fleira. Það þekkist í málinu allt frá 17. öld. Aukaföllin eru pöru (u-hljóðvarp). Pura hins vegar er í staðbundnu máli notað um ham á fugli. Í Íslenskri orðsifjabók er það talið sama orð og para, u-myndirnar komnar frá aukaföllunum pöru sem í staðbundnum framburði hljómar puru (1989:730).

Pörusteik er samkvæmt uppruna orðsins para réttara en báðar myndirnar hafa unnið sér hefð og því unnt að mæla með báðum.

Orðið pörusteik virðist ekki mjög gamalt í málinu. Elsta dæmi á timarit.is er úr Alþýðublaðinu frá 1996 en eftir 2000 fer auglýsingum fjölgandi. Álíka gamalt er orðið purusteik og kemur það heldur oftar fyrir í matarauglýsingum. Pörusteik er samkvæmt uppruna orðsins para réttara en báðar myndirnar hafa unnið sér hefð og því unnt að mæla með báðum.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Timarit.is. (Skoðað 12.06.2017).

Mynd:

Útgáfudagur

27.6.2017

Spyrjandi

Guðný Ragnhildur Davíðsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2017. Sótt 19. júlí 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=74085.

Guðrún Kvaran. (2017, 27. júní). Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74085

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að segja purusteik eða pörusteik?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2017. Vefsíða. 19. júl. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74085>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hundaæði

Hundaæði er heilabólga sem orsakast af veiru sem smitast með dýrabiti, oftast biti hunds eða leðurblöku. Einkenni eru rugl, æsingur eða æðisköst, ofskynjanir, krampar, slef, skert meðvitund, lömun og erfiðleikar við að kyngja. Komi einkenni frá taugakerfi fram er sjúkdómurinn oftast banvænn. Franski efna- og örverufræðingurinn Louis Pasteur varð fyrstur til að þróa bóluefni gegn hundaæði.