Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig fara fuglar að því að drekka?

Upprunalega hljóðar spurningin svona:

Drekka fuglar á sundi eða fara þeir alltaf upp úr og beina goggnum niður af tjarnarbakkanum ef þá þyrstir?

Fuglar þurfa að drekka vatn eins og önnur dýr. Þeir hafa hvorki varir né kinnar eins og spendýr og þurfa því að drekka á nokkuð ólíkan hátt. Sennilega drekka flestar tegundir fugla með því að fylla gogginn af vatni, eða lepja það upp í gogginn með aðstoð tungunnar, reigja svo höfuðið aftur og nota þyngdaraflið til þess að láta vatnið renna niður í meltingarveginn. Slíkt atferli má sjá meðal annars hjá mörgum af algengustu fuglategundunum í okkar nánasta umhverfi.

Fuglar geta drukkið á sundi eins og sjá má þessa máva gera, þeir dýfa goggnum í vatnið og halla svo höfðinu aftur til að kyngja.

Margir litlir fuglar geta oft svalað vökvaþörfinni með því að ná upp í sig daggardropum af laufblöðum. Annars drekka fuglar það vatn sem þeir komast í. Sumar tegundir, til dæmis svölur, taka upp vatn þegar þær fljúga yfir tjarnir, vötn og ár, þær drekka því eiginlega á flugi. Dúfur eru um margt sérstakir fuglar. Það kemur meðal annars fram í vatnsdrykkju þeirra en þær eru meðal sárafárra hópa fugla sem geta sogið upp vatn og þurfa því ekki að halla höfðinu aftur til að það renni niður.

Dúfur eru sérstakar að því leyti að þær geta sogið upp í sig vatn.

Mynd:

Útgáfudagur

23.10.2017

Spyrjandi

Anton Helgi Jónsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fara fuglar að því að drekka?“ Vísindavefurinn, 23. október 2017. Sótt 24. apríl 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=74359.

Jón Már Halldórsson. (2017, 23. október). Hvernig fara fuglar að því að drekka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74359

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fara fuglar að því að drekka?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74359>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Rósa Jónsdóttir

1964

Rósa Jónsdóttir matvælafræðingur er faglegur leiðtogi á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Matís. Á undanförnum árum hefur Rósa einkum fengist við rannsóknir og nýtingu lífefna og lífvirkra efna úr stórþörungum með áherslu á einangrun og vinnslu flórótannína og fjölsykra.