Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er flekkað mannorð?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

"Flekkað mannorð". Uppruni orðsins "flekkað". Þýðir þetta að búið sé að leggja fláka yfir mannorð einhvers? Er það svo slæmt? Í skógrækt eru stundaðar ýmiskonar jarðvinnsluaðferðir við undirbúning lands til gróðursetningar, ein þeirra er "flekkjun/flekkun", amk. í daglegu tali. Þá er móanum flett (eins og blaðsíðu í bók) og landið rofið svo útkoman er flekkur (hola) í landinu með gróðurhulu á hvolfi til hliðar. Spurningin er því tvíþætt. 1) Er sama meining með þessum "flekkuðu" orðum, þ.e. hugtakið og jarðvinnslan? 2) Hvort er réttara að tala um jarðvinnsluaðferðina "flekkun" eða "flekkjun", með J eða án J.

Sögnin að flekka merkir ‘bletta, saurga’ og af henni eru nafnorðið flekkur ‘blettur, litar- eða óhreinindarák, óhreinindi’ og lýsingarorðið flekkaður ‘blettóttur, saurugur’ dregin. Flekkað mannorð er þá mannorð sem blettur hefur fallið á, það er ekki lengur hreint. Einnig er talað um flekkun á mannorði. Dæmi má sjá í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og á Timarit.is. Í nágrannamálum er í færeysku til flekkur ‘blettur’, nýnorsku flekk og dönsku flæk í sömu merkingu.

Flekkað mannorð er mannorð sem blettur hefur fallið á, það er ekki lengur hreint. Einnig er talað um flekkun á mannorði.

Nafnorðið flekkur í merkingunni ‘(misstór) heybreiða (rifjuð eða órifjuð) á sér annan uppruna en fyrrnefndi flekkurinn. Hann er af sama uppruna, þótt óljós sé, og nýnorska flekk og hjaltlenska flekk ‘(lítið), jafnlent svæði (sjá Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:189). Tengt þessum flekk er sögnin að flekkja ‘setja, breiða hey í flekki’. Ásgeir tengir flekk í síðari merkingunni orðunum flak, fláki og fleki.

Flekkur í merkingunni ‘(misstór) heybreiða (rifjuð eða órifjuð) á sér annan uppruna en sögnin að flekka.

Dæmi úr skógrækt má benda á í Bændablaðinu, 9. tbl. 2013 sem birt er á Timarit.is:

tryggja lifun og vöxt ungskóga sem best er mælt með hefðbundinni jarðvinnslu, s.s. gisinni flekkjun, tts herfingu eða tímabundinni graseyðingu.

Þarna er flekkjun skrifuð með -j- og er það eðlilegt miðað við að nafnorðið er dregið af sögninni flekkja.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.4.2018

Spyrjandi

Hlynur Gauti Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er flekkað mannorð? “ Vísindavefurinn, 27. apríl 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74457.

Guðrún Kvaran. (2018, 27. apríl). Hvað er flekkað mannorð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74457

Guðrún Kvaran. „Hvað er flekkað mannorð? “ Vísindavefurinn. 27. apr. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74457>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er flekkað mannorð?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

"Flekkað mannorð". Uppruni orðsins "flekkað". Þýðir þetta að búið sé að leggja fláka yfir mannorð einhvers? Er það svo slæmt? Í skógrækt eru stundaðar ýmiskonar jarðvinnsluaðferðir við undirbúning lands til gróðursetningar, ein þeirra er "flekkjun/flekkun", amk. í daglegu tali. Þá er móanum flett (eins og blaðsíðu í bók) og landið rofið svo útkoman er flekkur (hola) í landinu með gróðurhulu á hvolfi til hliðar. Spurningin er því tvíþætt. 1) Er sama meining með þessum "flekkuðu" orðum, þ.e. hugtakið og jarðvinnslan? 2) Hvort er réttara að tala um jarðvinnsluaðferðina "flekkun" eða "flekkjun", með J eða án J.

Sögnin að flekka merkir ‘bletta, saurga’ og af henni eru nafnorðið flekkur ‘blettur, litar- eða óhreinindarák, óhreinindi’ og lýsingarorðið flekkaður ‘blettóttur, saurugur’ dregin. Flekkað mannorð er þá mannorð sem blettur hefur fallið á, það er ekki lengur hreint. Einnig er talað um flekkun á mannorði. Dæmi má sjá í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og á Timarit.is. Í nágrannamálum er í færeysku til flekkur ‘blettur’, nýnorsku flekk og dönsku flæk í sömu merkingu.

Flekkað mannorð er mannorð sem blettur hefur fallið á, það er ekki lengur hreint. Einnig er talað um flekkun á mannorði.

Nafnorðið flekkur í merkingunni ‘(misstór) heybreiða (rifjuð eða órifjuð) á sér annan uppruna en fyrrnefndi flekkurinn. Hann er af sama uppruna, þótt óljós sé, og nýnorska flekk og hjaltlenska flekk ‘(lítið), jafnlent svæði (sjá Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:189). Tengt þessum flekk er sögnin að flekkja ‘setja, breiða hey í flekki’. Ásgeir tengir flekk í síðari merkingunni orðunum flak, fláki og fleki.

Flekkur í merkingunni ‘(misstór) heybreiða (rifjuð eða órifjuð) á sér annan uppruna en sögnin að flekka.

Dæmi úr skógrækt má benda á í Bændablaðinu, 9. tbl. 2013 sem birt er á Timarit.is:

tryggja lifun og vöxt ungskóga sem best er mælt með hefðbundinni jarðvinnslu, s.s. gisinni flekkjun, tts herfingu eða tímabundinni graseyðingu.

Þarna er flekkjun skrifuð með -j- og er það eðlilegt miðað við að nafnorðið er dregið af sögninni flekkja.

Heimildir:

Myndir:

...