Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Upprunalega spurningin var:
Hvers vegna erum við eina lífveran á jörðinni sem þarf að borga fyrir að búa/lifa hér?

Þessi spurning felur í raun í sér margar mikilvægar spurningar og vert er að huga að þeim nánar. Spurningin hvílir á ýmsum forsendum. Þarna er gengið út frá því að við manneskjurnar þurfum að borga fyrir að lifa á jörðinni og því að engar aðrar lífverur þurfi að gera það. Svo má velta fyrir sér hvað felist í borgun, það er að segja hvað það merki að þurfa að borga fyrir eitthvað. Og svo er það auðvitað spurningin um það hvers vegna einhverjar lífverur, til dæmis manneskjur, ættu að borga fyrir að lifa á jörðinni og hvers vegna sumar aðrar ættu ekki að gera það.

Oftast þegar við tölum um borgun er átt við greiðslu á formi peninga. Slík borgun er nokkuð sem einkennir líf okkar mannveranna, að minnsta kosti á síðari tímum. Við höfum komið okkur upp kerfi sem gengur út á að við vinnum okkur inn peninga sem við notum svo til að borga með fyrir mat, húsnæði og annað sem við þurfum til að lifa. Þetta kerfi er hluti af mannlegu samfélagi og smíðað af okkur. Með öðrum orðum eru peningar nokkuð sem við manneskjurnar höfum komið okkur upp og ekki er vitað til þess að aðrar lífverur séu með eitthvað sambærilegt. Þannig væri það ekki aðeins ósanngjarnt, heldur beinlínis stórfurðulegt, ef ætlast væri til aðrar lífverur færu að taka þátt í þessu kerfi. Einnig væri óljóst hverjum ætti þá að borga. Varla væri hægt að ætlast til að aðrar lífverur greiddu okkur manneskjunum fyrir afnot sín af gæðum jarðar. Þá mætti eins spyrja hvers vegna við greiðum ekki öðrum lífverum fyrir það sem við notum.

Peningar eru nokkuð sem við manneskjurnar höfum komið okkur upp og ekki er vitað til þess að aðrar lífverur hafi eitthvað sambærilegt. Þannig væri það ekki aðeins ósanngjarnt, heldur beinlínis stórfurðulegt, ef ætlast væri til aðrar lífverur færu að taka þátt í þessu kerfi.

Það eru ekki aðeins peningarnir sem eru hluti af manngerðu kerfi heldur allt það sem viðkemur eignarhaldi og eignarrétti. Við manneskjurnar eigum þannig í viðskiptum hver við aðra og bæði tökum við greiðslum og innum þær af hendi. Hins vegar virðist alveg mögulegt fyrir manneskjur að lifa án þess að nota peninga, til dæmis ef einhver lifir af landsins gæðum fjarri byggðu bóli.

Í raun má segja að fjöldinn allur af lífverum gjaldi okkur manneskjunum með lífi sínu fyrir það eitt að fá að lifa um stund. Þetta gildir um bæði plöntur og dýr sem við ræktum okkur til matar eða annarra nytja. Svo má benda á að margs konar dýr hafa verið notuð til vinnu, fá að sjálfsögðu ekki launagreiðslur fyrir nema á formi fóðurs, eru ekki spurð álits á stöðu sinni og njóta þannig ekki þess frelsis sem við sem manneskjur viljum hafa. Sú heimsmynd er velþekkt sem felur í sér að maðurinn skuli ríkja yfir jörðinni og þar með öllum öðrum lífverum sem á henni búa, til dæmis er hún sett fram í sköpunarsögu Biblíunnar. Margir hafa hins vegar orðið til að draga þessa heimsmynd í efa og halda því fram að manneskjan sé rétt eins og hver önnur lífvera og eigi þannig hvorki meira né minna tilkall til heimsyfirráða en aðrar lífverur.

Margs konar dýr hafa verið notuð til vinnu án þess að fá launagreiðslur fyrir nema á formi fóðurs.

Í stuttu máli má segja að meginástæða þess að aðrar lífverur en manneskjur nota ekki peninga sé að þar er um að ræða manngert kerfi sem við höfum búið til fyrir okkur sjálf. Hins vegar gjalda sumar lífverur fyrir tilvist sína með ýmsum öðrum hætti, meðal annars okkur manneskjunum. Svo er það siðferðileg spurning, fyrst og fremst ætluð manneskjum, hvort og með hvaða hætti við eigum að launa veru okkar á jörðinni, og þá hverjum við ættum að borga og með hvaða hætti.

Myndir:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

4.2.2021

Spyrjandi

Natalía Sif Stockton

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2021, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74485.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2021, 4. febrúar). Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74485

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2021. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74485>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru menn eina lífveran sem þarf að borga fyrir að lifa á jörðinni?
Upprunalega spurningin var:

Hvers vegna erum við eina lífveran á jörðinni sem þarf að borga fyrir að búa/lifa hér?

Þessi spurning felur í raun í sér margar mikilvægar spurningar og vert er að huga að þeim nánar. Spurningin hvílir á ýmsum forsendum. Þarna er gengið út frá því að við manneskjurnar þurfum að borga fyrir að lifa á jörðinni og því að engar aðrar lífverur þurfi að gera það. Svo má velta fyrir sér hvað felist í borgun, það er að segja hvað það merki að þurfa að borga fyrir eitthvað. Og svo er það auðvitað spurningin um það hvers vegna einhverjar lífverur, til dæmis manneskjur, ættu að borga fyrir að lifa á jörðinni og hvers vegna sumar aðrar ættu ekki að gera það.

Oftast þegar við tölum um borgun er átt við greiðslu á formi peninga. Slík borgun er nokkuð sem einkennir líf okkar mannveranna, að minnsta kosti á síðari tímum. Við höfum komið okkur upp kerfi sem gengur út á að við vinnum okkur inn peninga sem við notum svo til að borga með fyrir mat, húsnæði og annað sem við þurfum til að lifa. Þetta kerfi er hluti af mannlegu samfélagi og smíðað af okkur. Með öðrum orðum eru peningar nokkuð sem við manneskjurnar höfum komið okkur upp og ekki er vitað til þess að aðrar lífverur séu með eitthvað sambærilegt. Þannig væri það ekki aðeins ósanngjarnt, heldur beinlínis stórfurðulegt, ef ætlast væri til aðrar lífverur færu að taka þátt í þessu kerfi. Einnig væri óljóst hverjum ætti þá að borga. Varla væri hægt að ætlast til að aðrar lífverur greiddu okkur manneskjunum fyrir afnot sín af gæðum jarðar. Þá mætti eins spyrja hvers vegna við greiðum ekki öðrum lífverum fyrir það sem við notum.

Peningar eru nokkuð sem við manneskjurnar höfum komið okkur upp og ekki er vitað til þess að aðrar lífverur hafi eitthvað sambærilegt. Þannig væri það ekki aðeins ósanngjarnt, heldur beinlínis stórfurðulegt, ef ætlast væri til aðrar lífverur færu að taka þátt í þessu kerfi.

Það eru ekki aðeins peningarnir sem eru hluti af manngerðu kerfi heldur allt það sem viðkemur eignarhaldi og eignarrétti. Við manneskjurnar eigum þannig í viðskiptum hver við aðra og bæði tökum við greiðslum og innum þær af hendi. Hins vegar virðist alveg mögulegt fyrir manneskjur að lifa án þess að nota peninga, til dæmis ef einhver lifir af landsins gæðum fjarri byggðu bóli.

Í raun má segja að fjöldinn allur af lífverum gjaldi okkur manneskjunum með lífi sínu fyrir það eitt að fá að lifa um stund. Þetta gildir um bæði plöntur og dýr sem við ræktum okkur til matar eða annarra nytja. Svo má benda á að margs konar dýr hafa verið notuð til vinnu, fá að sjálfsögðu ekki launagreiðslur fyrir nema á formi fóðurs, eru ekki spurð álits á stöðu sinni og njóta þannig ekki þess frelsis sem við sem manneskjur viljum hafa. Sú heimsmynd er velþekkt sem felur í sér að maðurinn skuli ríkja yfir jörðinni og þar með öllum öðrum lífverum sem á henni búa, til dæmis er hún sett fram í sköpunarsögu Biblíunnar. Margir hafa hins vegar orðið til að draga þessa heimsmynd í efa og halda því fram að manneskjan sé rétt eins og hver önnur lífvera og eigi þannig hvorki meira né minna tilkall til heimsyfirráða en aðrar lífverur.

Margs konar dýr hafa verið notuð til vinnu án þess að fá launagreiðslur fyrir nema á formi fóðurs.

Í stuttu máli má segja að meginástæða þess að aðrar lífverur en manneskjur nota ekki peninga sé að þar er um að ræða manngert kerfi sem við höfum búið til fyrir okkur sjálf. Hins vegar gjalda sumar lífverur fyrir tilvist sína með ýmsum öðrum hætti, meðal annars okkur manneskjunum. Svo er það siðferðileg spurning, fyrst og fremst ætluð manneskjum, hvort og með hvaða hætti við eigum að launa veru okkar á jörðinni, og þá hverjum við ættum að borga og með hvaða hætti.

Myndir:...