Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Anton Karl Ingason rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Anton Karl Ingason hefur gegnt stöðu lektors í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands frá árinu 2017 og er hann jafnframt sá fyrsti sem gegnir slíkri stöðu við íslenskan háskóla. Rannsóknarsvið hans spannar yfir setningafræði, orðhlutafræði, félagsmálfræði og máltækni. Undanafarinn áratug hefur Anton unnið að því að sameina íslenska málfræði og forritun og skrifaði hann meðal annars greiningarhugbúnað og frumgerð að málfræðileiðréttingarforriti fyrir íslensku á meðan hann var enn í BA-námi. Síðar vann hann að gerð Sögulega íslenska trjábankans (e. IcePaHC) sem er setningafræðilega greint safn með einni milljón orða úr íslenskum textum frá 12. öld til 21. aldar.

Anton Karl Ingason hefur meðal annars unnið að því að sameina íslenska málfræði og forritun.

Þrátt fyrir að skammt sé síðan Anton lauk doktorsprófi er hann þegar orðinn alþjóðlega þekktur og virtur fræðimaður sem fetað hefur nýjar slóðir í rannsóknum. Hann hefur tekið þátt í stórum rannsóknaverkefnum, skrifað fjölda fræðigreina um málfræði og máltækni og flutt fjölmarga fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum. Fyrir tilstilli Antons var 48. ráðstefna North East Linguistics Society haldin á Íslandi á árinu 2017 og var það í fyrsta sinn sem sú ráðstefna var haldin utan Norður-Ameríku. Sama ár hlaut Anton Karl Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs.

Anton Karl Ingason er fæddur 1980. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2000 og vann í nokkur ár sem forritari og forritunarkennari, auk þess sem hann sótti námskeið í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Árið 2010 lauk hann námi í íslensku og almennum málvísindum við sama skóla. Árið 2011 hóf hann doktorsnám við málvísindadeild University of Pennsylvania, en hún er ein sú virtasta í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hann árið 2016 og starfaði sem nýdoktor við Háskóla Íslands, þar til hann tók við stöðu lektors við skólann.

Mynd:
  • Úr safni AKI.

Útgáfudagur

1.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Anton Karl Ingason rannsakað?“ Vísindavefurinn, 1. janúar 2018. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=74940.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 1. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Anton Karl Ingason rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74940

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Anton Karl Ingason rannsakað?“ Vísindavefurinn. 1. jan. 2018. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74940>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Anton Karl Ingason rannsakað?
Anton Karl Ingason hefur gegnt stöðu lektors í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands frá árinu 2017 og er hann jafnframt sá fyrsti sem gegnir slíkri stöðu við íslenskan háskóla. Rannsóknarsvið hans spannar yfir setningafræði, orðhlutafræði, félagsmálfræði og máltækni. Undanafarinn áratug hefur Anton unnið að því að sameina íslenska málfræði og forritun og skrifaði hann meðal annars greiningarhugbúnað og frumgerð að málfræðileiðréttingarforriti fyrir íslensku á meðan hann var enn í BA-námi. Síðar vann hann að gerð Sögulega íslenska trjábankans (e. IcePaHC) sem er setningafræðilega greint safn með einni milljón orða úr íslenskum textum frá 12. öld til 21. aldar.

Anton Karl Ingason hefur meðal annars unnið að því að sameina íslenska málfræði og forritun.

Þrátt fyrir að skammt sé síðan Anton lauk doktorsprófi er hann þegar orðinn alþjóðlega þekktur og virtur fræðimaður sem fetað hefur nýjar slóðir í rannsóknum. Hann hefur tekið þátt í stórum rannsóknaverkefnum, skrifað fjölda fræðigreina um málfræði og máltækni og flutt fjölmarga fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum. Fyrir tilstilli Antons var 48. ráðstefna North East Linguistics Society haldin á Íslandi á árinu 2017 og var það í fyrsta sinn sem sú ráðstefna var haldin utan Norður-Ameríku. Sama ár hlaut Anton Karl Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs.

Anton Karl Ingason er fæddur 1980. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2000 og vann í nokkur ár sem forritari og forritunarkennari, auk þess sem hann sótti námskeið í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Árið 2010 lauk hann námi í íslensku og almennum málvísindum við sama skóla. Árið 2011 hóf hann doktorsnám við málvísindadeild University of Pennsylvania, en hún er ein sú virtasta í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hann árið 2016 og starfaði sem nýdoktor við Háskóla Íslands, þar til hann tók við stöðu lektors við skólann.

Mynd:
  • Úr safni AKI.

...