Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Eysteinn Sigurjónsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er prófessor í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Rannsóknir Ólafs eru meðal annars á sviði svokallaðrar endurmyndunar-læknisfræði (e. regenerative medicine). Þær fela í sér að þróa aðferðir til ræktunar stofnfruma utan líkamans til klínískrar notkunar og leitast við að svara því hvernig beita megi vefjaverkfræði og lífstoðefnum til beinmyndunar með stofnfrumum. Ólafur hefur einnig stundað rannsóknir á sviði blóðbankafræða með áherslu á að skilja skemmdir sem verða í rauðkornum og blóðflögum við geymslu þeirra og hver áhrif smithreinsunar eru á slíkar skemmdir.

Rannsóknir Ólafs Eysteins eru meðal annars á sviði svokallaðrar endurmyndunar-læknisfræði. Hann hefur einnig stundað rannsóknir á sviði blóðbankafræða.

Ólafur hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbankans frá árinu 2006. Hann er einnig stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir þar stöðu rannsóknarstjóra. Platome þróar svonefndar ætislausnir fyrir frumuræktun með því að nota blóðflögur sem hafa verið geymdar of lengi til að nýtast til blóðgjafar og yrði því annars fargað.

Ólafur er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Osló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Osló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs. Ólafur hefur verið forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2016.

Mynd:
  • © Stefán Helgi Valsson.

Útgáfudagur

11.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Eysteinn Sigurjónsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 11. janúar 2018, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74967.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Eysteinn Sigurjónsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74967

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Eysteinn Sigurjónsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 11. jan. 2018. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74967>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur Eysteinn Sigurjónsson rannsakað?
Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er prófessor í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Rannsóknir Ólafs eru meðal annars á sviði svokallaðrar endurmyndunar-læknisfræði (e. regenerative medicine). Þær fela í sér að þróa aðferðir til ræktunar stofnfruma utan líkamans til klínískrar notkunar og leitast við að svara því hvernig beita megi vefjaverkfræði og lífstoðefnum til beinmyndunar með stofnfrumum. Ólafur hefur einnig stundað rannsóknir á sviði blóðbankafræða með áherslu á að skilja skemmdir sem verða í rauðkornum og blóðflögum við geymslu þeirra og hver áhrif smithreinsunar eru á slíkar skemmdir.

Rannsóknir Ólafs Eysteins eru meðal annars á sviði svokallaðrar endurmyndunar-læknisfræði. Hann hefur einnig stundað rannsóknir á sviði blóðbankafræða.

Ólafur hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbankans frá árinu 2006. Hann er einnig stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir þar stöðu rannsóknarstjóra. Platome þróar svonefndar ætislausnir fyrir frumuræktun með því að nota blóðflögur sem hafa verið geymdar of lengi til að nýtast til blóðgjafar og yrði því annars fargað.

Ólafur er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Osló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Osló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs. Ólafur hefur verið forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2016.

Mynd:
  • © Stefán Helgi Valsson.

...