Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?

María Hjörvar, Helena Hjörvar og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Einnig hefur verið spurt:
  • Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð?
  • Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð.

Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir voru svonefndar blóðtökur álitnar gagnlegar. Aftöppun blóðs úr æð var til dæmis algeng lækningaaðferð á Íslandi alveg fram til 1870.

Á 17. öld reyndu menn blóðgjafir á milli dýra og einnig voru gerðar tilraunir þar sem mönnum var gefið dýrablóð. Skilningur á þessum fræðum var í fyrstu mjög takmarkaður og árangurinn eftir því.

Enski fæðingarlæknirinn James Blundell (1791-1878) var líklega fyrstur til þess að framkvæma árangursríka blóðgjöf á milli tveggja einstaklinga snemma á 19. öld.

Almennt er talið að enski fæðingarlæknirinn James Blundell (1791-1878) hafi fyrstur manna framkvæmt blóðgjöf á milli tveggja einstaklinga. Blóðgjöfin fór líklega fram í desember 1818. Þróun blóðgjafar hélt áfram á 19. öld en það var einkum þrennt sem flækti málin og gerði blóðgjafir að hættuspili. Í fyrsta lagi þekktu menn ekki ABO-blóðflokkakerfið fyrr en í byrjun 20. aldar, í öðru lagi var sýkingarhætta mikil við blóðgjafir og í þriðja lagi fannst ekki góð lausn á kekkjun blóðs fyrr en komið var fram á 20. öldina.

Til að byrja með fóru blóðgjafir fram beint á milli blóðgjafa og blóðþega því ekki var hægt að geyma blóð án þess að það færi í kekki. Þegar menn uppgötvuðu að mögulegt var að geyma blóð í nokkra daga með því að kæla það og nota storkuvara, var fyrsta skrefið í átt að blóðbanka stigið.

Þróun í blóðgjöf tók stór skref fram á við í fyrri heimsstyrjöldinni og fyrsta blóðgjafaþjónustan var opnuð í London 1921. Þar gátu sjálfboðaliðar skráð sig á blóðgjafalista og blóð þeirra var skoðað með tilliti til sjúkdóma og greint í blóðflokka. Fyrsti blóðbankinn þar sem blóði var markvisst safnað og geymt til notkunar vegna blóðgjafa á sjúkrahúsum var í Sovétríkjunum árið 1930.

Á Íslandi var fyrstu skipulögðu blóðgjafasveitinni komið á fót árið 1935 en Blóðbankinn tók formlega til starfa hinn 14. nóvember 1953.

Til að mæta þörfum fyrir blóð á Íslandi þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 á dag.

Fyrst þegar blóðgjafir hófust var blóðið ekki unnið heldur gefið eins og það kom fyrir frá gjafanum. Í dag er allt blóð unnið og úr því eru búnir til svonefndir blóðhlutar; rauðkornaþykkni, blóðvökvi og blóðflöguþykkni. Þannig er mögulegt að veita allt að þremur sjúklingum viðeigandi blóðhluta frá einum og sama blóðgjafanum.

Rauðkornaþykkni er notað við mikinn blóðmissi til dæmis á skurðstofum, slysamóttökum og lyflækningadeildum. Blóðvökvi er einkum notaður þegar bæta þarf tap á mikilvægum storkuþáttum í blóði til dæmis við flóknar skurðaðgerðir, alvarlegar sýkingar og slys. Blóðflöguþykkni eru meðal annars gefin fólki í krabbameinsmeðferð, en þau eru einnig notuð við miklar blæðingar við slys og í flóknum aðgerðum, svo sem hjartaaðgerðir.

Hver blóðhluti er geymdur við aðstæður sem tryggja að hann haldi eiginleikum sínum sem best. Rauðkornaþykkni geymist í 6 vikur frá tökudegi við 2-6°C í sérhæfðum blóðskápum. Blóðvökvi geymist í 2 ár við -30°C. Blóðflöguþykkni geymist í 7 sólahringa við 20-24°C á stöðugri hreyfingu í sérstökum blóðflöguskápum.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

11.7.2016

Spyrjandi

Ritstjórn, Kristján Bragason, Hreinn Sigurðsson

Tilvísun

María Hjörvar, Helena Hjörvar og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2016. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72414.

María Hjörvar, Helena Hjörvar og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2016, 11. júlí). Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72414

María Hjörvar, Helena Hjörvar og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2016. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72414>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?
Einnig hefur verið spurt:

  • Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð?
  • Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð.

Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir voru svonefndar blóðtökur álitnar gagnlegar. Aftöppun blóðs úr æð var til dæmis algeng lækningaaðferð á Íslandi alveg fram til 1870.

Á 17. öld reyndu menn blóðgjafir á milli dýra og einnig voru gerðar tilraunir þar sem mönnum var gefið dýrablóð. Skilningur á þessum fræðum var í fyrstu mjög takmarkaður og árangurinn eftir því.

Enski fæðingarlæknirinn James Blundell (1791-1878) var líklega fyrstur til þess að framkvæma árangursríka blóðgjöf á milli tveggja einstaklinga snemma á 19. öld.

Almennt er talið að enski fæðingarlæknirinn James Blundell (1791-1878) hafi fyrstur manna framkvæmt blóðgjöf á milli tveggja einstaklinga. Blóðgjöfin fór líklega fram í desember 1818. Þróun blóðgjafar hélt áfram á 19. öld en það var einkum þrennt sem flækti málin og gerði blóðgjafir að hættuspili. Í fyrsta lagi þekktu menn ekki ABO-blóðflokkakerfið fyrr en í byrjun 20. aldar, í öðru lagi var sýkingarhætta mikil við blóðgjafir og í þriðja lagi fannst ekki góð lausn á kekkjun blóðs fyrr en komið var fram á 20. öldina.

Til að byrja með fóru blóðgjafir fram beint á milli blóðgjafa og blóðþega því ekki var hægt að geyma blóð án þess að það færi í kekki. Þegar menn uppgötvuðu að mögulegt var að geyma blóð í nokkra daga með því að kæla það og nota storkuvara, var fyrsta skrefið í átt að blóðbanka stigið.

Þróun í blóðgjöf tók stór skref fram á við í fyrri heimsstyrjöldinni og fyrsta blóðgjafaþjónustan var opnuð í London 1921. Þar gátu sjálfboðaliðar skráð sig á blóðgjafalista og blóð þeirra var skoðað með tilliti til sjúkdóma og greint í blóðflokka. Fyrsti blóðbankinn þar sem blóði var markvisst safnað og geymt til notkunar vegna blóðgjafa á sjúkrahúsum var í Sovétríkjunum árið 1930.

Á Íslandi var fyrstu skipulögðu blóðgjafasveitinni komið á fót árið 1935 en Blóðbankinn tók formlega til starfa hinn 14. nóvember 1953.

Til að mæta þörfum fyrir blóð á Íslandi þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 á dag.

Fyrst þegar blóðgjafir hófust var blóðið ekki unnið heldur gefið eins og það kom fyrir frá gjafanum. Í dag er allt blóð unnið og úr því eru búnir til svonefndir blóðhlutar; rauðkornaþykkni, blóðvökvi og blóðflöguþykkni. Þannig er mögulegt að veita allt að þremur sjúklingum viðeigandi blóðhluta frá einum og sama blóðgjafanum.

Rauðkornaþykkni er notað við mikinn blóðmissi til dæmis á skurðstofum, slysamóttökum og lyflækningadeildum. Blóðvökvi er einkum notaður þegar bæta þarf tap á mikilvægum storkuþáttum í blóði til dæmis við flóknar skurðaðgerðir, alvarlegar sýkingar og slys. Blóðflöguþykkni eru meðal annars gefin fólki í krabbameinsmeðferð, en þau eru einnig notuð við miklar blæðingar við slys og í flóknum aðgerðum, svo sem hjartaaðgerðir.

Hver blóðhluti er geymdur við aðstæður sem tryggja að hann haldi eiginleikum sínum sem best. Rauðkornaþykkni geymist í 6 vikur frá tökudegi við 2-6°C í sérhæfðum blóðskápum. Blóðvökvi geymist í 2 ár við -30°C. Blóðflöguþykkni geymist í 7 sólahringa við 20-24°C á stöðugri hreyfingu í sérstökum blóðflöguskápum.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...