Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Valdimar Sigurðsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu, en Valdimar hefur birt yfir 50 ritrýndar greinar og bókakafla í atferlisgreiningu á neytendahegðun, neytendasálfræði, smásölu, stafrænni markaðssetningu og markaðssetningu og þjónustu í ferðaþjónustu.

Valdimar hefur lagt áherslu á prófanir á kenningarkerfum, aðferðafræði og nýrri tækni í eins raunverulegu umhverfi neytenda og mögulegt er. Hann hefur til dæmis beitt ýmsum grunnlögmálum og aðferðum sem atferlisfræðingar eru vanir að nota í tilraunastofum, í raunverulegum verslunum. Þar hefur hann meðal annars notað myndavélatækni með atferlisgreiningu. Í stafrænni markaðssetningu hafa rannsóknirnar meðal annars gengið út á að fylgjast með áhorfi, vali og virkni neytenda í vefsölu eða á samfélagsmiðlum líkt og Facebook og Airbnb með notkun augnskanna, heilarita og tölfræðigreiningu kannana.

Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.

Valdimar situr í ritstjórn vísindaritsins The Psychological Record, hefur ritrýnt fyrir mörg erlend vísindarit og fengið fjölda rannsóknarstyrkja frá samkeppnissjóðum og fyrirtækjum, ásamt því að vinna að markaðsrannsóknum með fjölda fyrirtækja og stofnana hérlendis og erlendis.

Valdimar er fæddur árið 1978. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1998, BA-prófi í sálfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og MS-prófi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólanum í Árósum árið 2005. Hann lauk doktorsprófi í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá Cardiff-háskóla í Bretlandi árið 2008. Valdimar hefur kennt og stundað rannsóknir við viðskiptadeild HR frá árinu 2007. Hann hefur verið gestaprófessor við viðskiptadeildirnar í Cardiff og Tromsø og er meðlimur í atferlistilraunastofunni við Westerdals í Osló.

Mynd:
  • Úr safni VS.

Útgáfudagur

23.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Valdimar Sigurðsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75050.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Valdimar Sigurðsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75050

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Valdimar Sigurðsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75050>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Valdimar Sigurðsson rannsakað?
Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu, en Valdimar hefur birt yfir 50 ritrýndar greinar og bókakafla í atferlisgreiningu á neytendahegðun, neytendasálfræði, smásölu, stafrænni markaðssetningu og markaðssetningu og þjónustu í ferðaþjónustu.

Valdimar hefur lagt áherslu á prófanir á kenningarkerfum, aðferðafræði og nýrri tækni í eins raunverulegu umhverfi neytenda og mögulegt er. Hann hefur til dæmis beitt ýmsum grunnlögmálum og aðferðum sem atferlisfræðingar eru vanir að nota í tilraunastofum, í raunverulegum verslunum. Þar hefur hann meðal annars notað myndavélatækni með atferlisgreiningu. Í stafrænni markaðssetningu hafa rannsóknirnar meðal annars gengið út á að fylgjast með áhorfi, vali og virkni neytenda í vefsölu eða á samfélagsmiðlum líkt og Facebook og Airbnb með notkun augnskanna, heilarita og tölfræðigreiningu kannana.

Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.

Valdimar situr í ritstjórn vísindaritsins The Psychological Record, hefur ritrýnt fyrir mörg erlend vísindarit og fengið fjölda rannsóknarstyrkja frá samkeppnissjóðum og fyrirtækjum, ásamt því að vinna að markaðsrannsóknum með fjölda fyrirtækja og stofnana hérlendis og erlendis.

Valdimar er fæddur árið 1978. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1998, BA-prófi í sálfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og MS-prófi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólanum í Árósum árið 2005. Hann lauk doktorsprófi í markaðsfræði með áherslu á neytendasálfræði frá Cardiff-háskóla í Bretlandi árið 2008. Valdimar hefur kennt og stundað rannsóknir við viðskiptadeild HR frá árinu 2007. Hann hefur verið gestaprófessor við viðskiptadeildirnar í Cardiff og Tromsø og er meðlimur í atferlistilraunastofunni við Westerdals í Osló.

Mynd:
  • Úr safni VS.

...