Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er algengasti fæðingarmánuður Íslendinga?

Upphaflega hljómaði spurningin svona:

Hver er vinsælasti mánuðurinn til að fæðast í?

Upphaflegu spurninguna er hægt að túlka á tvo vegu; annars vegar í hvaða mánuði sé eftirsóttast að fæðast og hins vegar í hvaða mánuði sé algengast að fæðast. Ekki verður lagt mat á fyrri túlkunina hér en síðari túlkuninni verða gerð nokkur skil.

Ágúst er algengasti fæðingarmánuður Íslendinga.

Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands sem ná aftur til ársins 1853 hafa flestar fæðingar á Íslandi átt sér stað í ágústmánuði, 50.062 talsins. Næstu mánuðir í röðinni eru júlí með 49.459 fæðingar og september með 49.303 fæðingar. Fæstar fæðingar hafa átt sér stað í febrúar, 38.296, enda eru færri dagar í þeim mánuði en öðrum. Með því að smella hér má finna, neðst í flettimyndinni hægra megin, fjölda fæðinga í hverjum einasta mánuði frá árinu 1853. Frjóasti staki mánuður þessa tímabils er ágúst árið 2009 en þá litu 479 nýburar dagsins ljós.

Heimild:

Mynd:

Útgáfudagur

23.7.2018

Spyrjandi

Árni Árnason

Höfundur

Tilvísun

FGJ. „Hver er algengasti fæðingarmánuður Íslendinga?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2018. Sótt 17. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=75060.

FGJ. (2018, 23. júlí). Hver er algengasti fæðingarmánuður Íslendinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75060

FGJ. „Hver er algengasti fæðingarmánuður Íslendinga?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2018. Vefsíða. 17. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75060>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ása L. Aradóttir

1959

Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi.