Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?

Jóhannes B. Sigtryggsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni var svohljóðandi:

Hvers vegna er notuð komma á Íslandi til að skipta á milli heiltöluhluta og aukastafa í stað punkts eins og tíðkast á flestum öðrum stöðum? Er þetta gert eingöngu til að valda vandræðum eða er einhver vitleg ástæða á bak við þetta?

Mismunandi hefðir eru í heiminum um táknun tugabrota eða hvernig á að greina á milli heiltölu og aukastafa. Algengast er að nota annaðhvort til þess punkt (0.25) eða kommu (0,25) í tungumálum og er síðarnefnda aðferðin algengari, meðal annars í mörgum evrópskum tungumálum, til dæmis íslensku, sænsku og þýsku. Víða annars staðar, til að mynda víða þar sem enska er notuð, er hins vegar notaður punktur og í vasareiknum og töflureiknum er enska hefðin oft sjálfgefin.

Algengast er að nota annaðhvort punkt (0.25) eða kommu (0,25) í tungumálum til þess að tákna tugabrot. Algengara er að komma sé notuð.

Það að nota kommur við ritun tugabrota styðst við alllanga hefð í íslensku og hefur líklega borist úr dönsku. Í elstu stærðfræðitextum frá síðari öldum virðist hún vera notuð, til dæmis í Stuttri undirvísun í reikningslistinni og algebru eftir Ólaf Stephensen frá 1785. Þar segir á blaðsíðu 105:

J þeßum brotum er nefnarinn ecki skrifadr, helldr einúngis teliarinn, sem adgreindr er frá heilu tølunni með litlu striki (,) [...].

Þessi táknun virðist ætíð hafa tíðkast hér á landi eftir það og er enn hin almenna hefð. Í Handbók um íslensku (2011:110) stendur meðal annars um slíka táknun: „Kommur eru notaðar við ritun tugabrota og til að aðgreina krónur og aura í fjárhæðum (eða misstórar einingar í annarri mynt).“

Ólíkar hefðir í heiminum um þessa táknun geta valdið ruglingi og þá sérstaklega þar sem þessu fylgir að þar sem kommur eru hafðar við ritun tugabrota er punktur notaður til að greina að þúsund í tölum, til dæmis 1.999.995,50, en komma hjá þeim sem nota punkt til að greina á milli heiltölu og tugabrots, til dæmis 1,999,995.50. Sums staðar hefur því verið gripið til þess ráðs í skýrleika skyni að greina að þúsund í tölum frekar með bili en greinarmerki, til dæmis 1 999 995,50. Ekki er enn mikil hefð fyrir því í íslensku.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jóhannes B. Sigtryggsson

rannsóknarlektor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

19.9.2018

Síðast uppfært

20.9.2018

Spyrjandi

Davíð Freyr Jónsson

Tilvísun

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. september 2018, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75151.

Jóhannes B. Sigtryggsson. (2018, 19. september). Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75151

Jóhannes B. Sigtryggsson. „Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2018. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75151>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er komma notuð í stað punkts til að tákna tugabrot á Íslandi?
Spurningin í heild sinni var svohljóðandi:

Hvers vegna er notuð komma á Íslandi til að skipta á milli heiltöluhluta og aukastafa í stað punkts eins og tíðkast á flestum öðrum stöðum? Er þetta gert eingöngu til að valda vandræðum eða er einhver vitleg ástæða á bak við þetta?

Mismunandi hefðir eru í heiminum um táknun tugabrota eða hvernig á að greina á milli heiltölu og aukastafa. Algengast er að nota annaðhvort til þess punkt (0.25) eða kommu (0,25) í tungumálum og er síðarnefnda aðferðin algengari, meðal annars í mörgum evrópskum tungumálum, til dæmis íslensku, sænsku og þýsku. Víða annars staðar, til að mynda víða þar sem enska er notuð, er hins vegar notaður punktur og í vasareiknum og töflureiknum er enska hefðin oft sjálfgefin.

Algengast er að nota annaðhvort punkt (0.25) eða kommu (0,25) í tungumálum til þess að tákna tugabrot. Algengara er að komma sé notuð.

Það að nota kommur við ritun tugabrota styðst við alllanga hefð í íslensku og hefur líklega borist úr dönsku. Í elstu stærðfræðitextum frá síðari öldum virðist hún vera notuð, til dæmis í Stuttri undirvísun í reikningslistinni og algebru eftir Ólaf Stephensen frá 1785. Þar segir á blaðsíðu 105:

J þeßum brotum er nefnarinn ecki skrifadr, helldr einúngis teliarinn, sem adgreindr er frá heilu tølunni með litlu striki (,) [...].

Þessi táknun virðist ætíð hafa tíðkast hér á landi eftir það og er enn hin almenna hefð. Í Handbók um íslensku (2011:110) stendur meðal annars um slíka táknun: „Kommur eru notaðar við ritun tugabrota og til að aðgreina krónur og aura í fjárhæðum (eða misstórar einingar í annarri mynt).“

Ólíkar hefðir í heiminum um þessa táknun geta valdið ruglingi og þá sérstaklega þar sem þessu fylgir að þar sem kommur eru hafðar við ritun tugabrota er punktur notaður til að greina að þúsund í tölum, til dæmis 1.999.995,50, en komma hjá þeim sem nota punkt til að greina á milli heiltölu og tugabrots, til dæmis 1,999,995.50. Sums staðar hefur því verið gripið til þess ráðs í skýrleika skyni að greina að þúsund í tölum frekar með bili en greinarmerki, til dæmis 1 999 995,50. Ekki er enn mikil hefð fyrir því í íslensku.

Heimildir:

Mynd:

...