Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina hana. Á síðari árum hafa birtingarmyndir ofbeldis verið henni hugleiknar og hvernig hægt er að draga úr ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess. Þá hefur hún talsvert stundað kenningarsmíði.

Sigríður hefur mikið fengist við aðferðafræðilegar pælingar og hefur viljað stuðla að samræmdri hugtakanotkun í aðferðafræði rannsókna á Íslandi. Í fyrstu var áhersla hennar á aðferðafræði rannsókna í heilbrigðisvísindum og var hún ritstjóri Aðferðafræði rannsókna í heilbrigðisvísindum (2001) þar sem 15 höfundar skrifuðu jafnmarga kafla og ritstjóri Handbókar í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (2003), ásamt prófessor Kristjáni Kristjánssyni, þar sem 26 höfundar skrifuðu 24 kafla. Í ljós kom að mikil þörf var fyrir slíka bók og var farið að nota handbókina á ýmsum fræðasviðum. Því varð til Handbók í aðferðafræði rannsókna (2013) þar sem 34 höfundar skrifuðu 35 kafla.

Sigríður Halldórsdóttir í faðmi fjölskyldunnar við Hólavatn í Eyjafirði árið 2017.

Sigríður fæddist í Reykjavík 1954 og lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands 1972 og stúdentsprófi frá fornmáladeild MH 1974. Hún lauk B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild HÍ 1978 og uppeldis- og kennslufræði við Félagsvísindasvið HÍ 1979. Hún lauk meistaraprófi í hjúkrunarfræði (Master of Science in Nursing) við University of British Columbia (UBC) í Vancouver, Kanada 1988 og doktorsprófi í heilbrigðisvísindum (Medicine Doctricem) við Linköpingháskóla (Med. Dr.-gráðu) 1996.

Sigríður hefur meðal annars starfað við Landspítalann, sem námsstjóri við Nýja hjúkrunarskólann, lektor við Háskóla Íslands og sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs HA. Hún varð fyrsti prófessor í hjúkrunarfræði á Íslandi árið 1996. Hún hefur gegnt ótal trúnaðarstörfum innan og utan háskóla og var einn af stofnendum Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við HA árið 2011.

Sigríður hefur birt um 100 vísindagreinar í innlendum og erlendum vísindaritum, verið aðalfyrirlesari á ráðstefnum í hjúkrunarfræði víða um heim, og er ritrýnir og í ritstjórn margra vísindatímarita. Doktorsritgerð Sigríðar ber yfirskriftina Caring and Uncaring Encounters in Nursing and Health Care – Developing a Theory (Linköping University Medical Dissertations No. 493).

Mynd:
  • Úr safni SH.

Útgáfudagur

30.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2018, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75171.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 30. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75171

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2018. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75171>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Halldórsdóttir rannsakað?
Sigríður Halldórsdóttir er prófessor í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA). Rannsóknir Sigríðar hafa meðal annars snúið að grundvallaratriðum góðrar hjúkrunar, umhyggju og umhyggjuleysi í heilbrigðisþjónustunni, þjáningu skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar og leiðum til að lina hana. Á síðari árum hafa birtingarmyndir ofbeldis verið henni hugleiknar og hvernig hægt er að draga úr ofbeldi og niðurbrjótandi áhrifum þess. Þá hefur hún talsvert stundað kenningarsmíði.

Sigríður hefur mikið fengist við aðferðafræðilegar pælingar og hefur viljað stuðla að samræmdri hugtakanotkun í aðferðafræði rannsókna á Íslandi. Í fyrstu var áhersla hennar á aðferðafræði rannsókna í heilbrigðisvísindum og var hún ritstjóri Aðferðafræði rannsókna í heilbrigðisvísindum (2001) þar sem 15 höfundar skrifuðu jafnmarga kafla og ritstjóri Handbókar í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (2003), ásamt prófessor Kristjáni Kristjánssyni, þar sem 26 höfundar skrifuðu 24 kafla. Í ljós kom að mikil þörf var fyrir slíka bók og var farið að nota handbókina á ýmsum fræðasviðum. Því varð til Handbók í aðferðafræði rannsókna (2013) þar sem 34 höfundar skrifuðu 35 kafla.

Sigríður Halldórsdóttir í faðmi fjölskyldunnar við Hólavatn í Eyjafirði árið 2017.

Sigríður fæddist í Reykjavík 1954 og lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands 1972 og stúdentsprófi frá fornmáladeild MH 1974. Hún lauk B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild HÍ 1978 og uppeldis- og kennslufræði við Félagsvísindasvið HÍ 1979. Hún lauk meistaraprófi í hjúkrunarfræði (Master of Science in Nursing) við University of British Columbia (UBC) í Vancouver, Kanada 1988 og doktorsprófi í heilbrigðisvísindum (Medicine Doctricem) við Linköpingháskóla (Med. Dr.-gráðu) 1996.

Sigríður hefur meðal annars starfað við Landspítalann, sem námsstjóri við Nýja hjúkrunarskólann, lektor við Háskóla Íslands og sviðsforseti Heilbrigðisvísindasviðs HA. Hún varð fyrsti prófessor í hjúkrunarfræði á Íslandi árið 1996. Hún hefur gegnt ótal trúnaðarstörfum innan og utan háskóla og var einn af stofnendum Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við HA árið 2011.

Sigríður hefur birt um 100 vísindagreinar í innlendum og erlendum vísindaritum, verið aðalfyrirlesari á ráðstefnum í hjúkrunarfræði víða um heim, og er ritrýnir og í ritstjórn margra vísindatímarita. Doktorsritgerð Sigríðar ber yfirskriftina Caring and Uncaring Encounters in Nursing and Health Care – Developing a Theory (Linköping University Medical Dissertations No. 493).

Mynd:
  • Úr safni SH.

...