Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið flóamarkaður er myndað af orðunum fló ‘sníkjudýr’ og markaður. Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Á ensku heitir svona markaður flea market, á þýsku Flohmarkt, á dönsku loppemarked þar sem fyrri hlutinn í öllum þremur orðunum er hinn sami merkingarlega og í íslensku fló.

Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Myndin er af flóamarkaði í Barcelona.

Á prenti finnst orðið flóamarkaður fyrst í Fálkanum frá 1949 ef leitað er á vefnum Timarit.is - Leita. Þar er verið að lýsa ýmsum mörkuðum í London. Elsta orðabókin sem hefur orðið sem flettu er Íslensk orðabók Eddu frá 1983.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.6.2018

Spyrjandi

Sæmundur Elías Þorsteinsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2018, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75379.

Guðrún Kvaran. (2018, 4. júní). Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75379

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2018. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75379>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?
Orðið flóamarkaður er myndað af orðunum fló ‘sníkjudýr’ og markaður. Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Á ensku heitir svona markaður flea market, á þýsku Flohmarkt, á dönsku loppemarked þar sem fyrri hlutinn í öllum þremur orðunum er hinn sami merkingarlega og í íslensku fló.

Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Myndin er af flóamarkaði í Barcelona.

Á prenti finnst orðið flóamarkaður fyrst í Fálkanum frá 1949 ef leitað er á vefnum Timarit.is - Leita. Þar er verið að lýsa ýmsum mörkuðum í London. Elsta orðabókin sem hefur orðið sem flettu er Íslensk orðabók Eddu frá 1983.

Mynd:

...