Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fáum við starabit?

Jón Már Halldórsson

Í daglegu tali er stundum talað um starabit. Hér er þó ekki um bit frá staranum (Sturnus vulgaris) sjálfum að ræða heldur flóm sem fylgja honum. Íslendingar hafa iðulega kallað þessa fló starafló en réttast er að kalla hana hænsnafló, samanber latneska heiti hennar Ceratophyllus gallinae enda er fræðiheitið kennt við hænsn (Gallus). Fló þessi hefur einnig dálæti á öðrum hópum fugla svo sem dúfum (Columbidae) og spörfuglum (Passeriformes) en stari telst til spörfugla.

Eins og flestir vita sækir starinn í að verpa í híbýlum hér á landi, þó eitthvað beri á að hann verpi í klettum líkt og hann gerði upphaflega.

Í þessu hreiðri sem gert var á útigrilli má eflaust finna einhverjar flær. Réttast væri að kalla starafló hænsnafló á íslensku, enda er latneska heiti hennar kennt við hænsn.

Venjulega er fyrsta árið sem starinn gerir sér hreiður í híbýlum nokkuð friðvænlegt. Flóin fylgir með og þar leggur hún grunn að næstu kynslóð flóa. Vorið eftir vitjar starinn óðalsins og leggur grunn að varpi. Snyrtir og snurfusar hreiðrið og flærnar skríða úr púpunum og bíða eftir blóðskammtinum. Ef starinn vitjar að einhverjum sökum ekki hreiðursins eða lokað hefur verið fyrir hreiðurholuna getur skapast ónæði. Hungurvofan bankar á dyr hjá flónum og þær leggja á flakk enda er ekki von á neinum matarskammti í hreiðrið. Sumar berast inn á heimili en aðrar leita út úr holunni og halda til í garðinum eða í næsta nágrenni. Þar stökkva þær á allt sem leið á fram hjá, bæði menn og skepnur og taka sér far með viðkomandi. Þannig berast þær einnig inn í hús.

Gæludýr, svo sem hundar og kettir, eiga það til að bera flær inn á heimili. Þar leggjast flærnar á heimilisfólk, bíta það og sjúga úr því blóð. Þessu geta fylgt mikil óþægindi

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.8.2011

Spyrjandi

Grunnskólinn í Sandgerði

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju fáum við starabit?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2011, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60160.

Jón Már Halldórsson. (2011, 19. ágúst). Af hverju fáum við starabit? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60160

Jón Már Halldórsson. „Af hverju fáum við starabit?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2011. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60160>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fáum við starabit?
Í daglegu tali er stundum talað um starabit. Hér er þó ekki um bit frá staranum (Sturnus vulgaris) sjálfum að ræða heldur flóm sem fylgja honum. Íslendingar hafa iðulega kallað þessa fló starafló en réttast er að kalla hana hænsnafló, samanber latneska heiti hennar Ceratophyllus gallinae enda er fræðiheitið kennt við hænsn (Gallus). Fló þessi hefur einnig dálæti á öðrum hópum fugla svo sem dúfum (Columbidae) og spörfuglum (Passeriformes) en stari telst til spörfugla.

Eins og flestir vita sækir starinn í að verpa í híbýlum hér á landi, þó eitthvað beri á að hann verpi í klettum líkt og hann gerði upphaflega.

Í þessu hreiðri sem gert var á útigrilli má eflaust finna einhverjar flær. Réttast væri að kalla starafló hænsnafló á íslensku, enda er latneska heiti hennar kennt við hænsn.

Venjulega er fyrsta árið sem starinn gerir sér hreiður í híbýlum nokkuð friðvænlegt. Flóin fylgir með og þar leggur hún grunn að næstu kynslóð flóa. Vorið eftir vitjar starinn óðalsins og leggur grunn að varpi. Snyrtir og snurfusar hreiðrið og flærnar skríða úr púpunum og bíða eftir blóðskammtinum. Ef starinn vitjar að einhverjum sökum ekki hreiðursins eða lokað hefur verið fyrir hreiðurholuna getur skapast ónæði. Hungurvofan bankar á dyr hjá flónum og þær leggja á flakk enda er ekki von á neinum matarskammti í hreiðrið. Sumar berast inn á heimili en aðrar leita út úr holunni og halda til í garðinum eða í næsta nágrenni. Þar stökkva þær á allt sem leið á fram hjá, bæði menn og skepnur og taka sér far með viðkomandi. Þannig berast þær einnig inn í hús.

Gæludýr, svo sem hundar og kettir, eiga það til að bera flær inn á heimili. Þar leggjast flærnar á heimilisfólk, bíta það og sjúga úr því blóð. Þessu geta fylgt mikil óþægindi

Mynd:...