Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég sá tvo stara fara á hreiðurstæðið sitt í nóvember, hvaða erindi eiga þeir þangað á þeim árstíma?

JMH

Starinn (Sturnus vulgaris) helgar sér óðal og verpir þar á hverju ári. Í byggð eru óðulin hans í húsum en upprunalega er starinn klettafugl. Hann hefur þó aðlagast furðuvel nánu sambýli við manninn. Nokkur varpsvæði starans í klettum hér á landi eru þekkt, eitt slíkt varp er í Reykjadal við Hveragerði. Langflest starahjón velja sér þó mannvirki til varps.

Stari (Þessi stari var myndaður á Englandi.).

Utan varptíma halda starar stundum til á óðali sínu hluta úr degi. Starahjónin sem spyrjandi sá hafa verið í þess háttar heimsókn. Þegar degi tekur að halla fljúga stararnir á náttstað sinn. Nokkrir slíkir náttstaðir eru á Suðvesturlandi. Sá náttstaður sem telur flesta stara er í skógræktarlundunum í Fossvogsdal. Þar hleypur fjöldinn sjálfsagt á fáeinum þúsundum fugla.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Í vor fylgdist ég með tveimur störum sem áttu hreiður undir húsþaki í grennd við mig. Í nóvember sá ég svo tvo stara fljúga undir þessa sömu þakbrún og hafast þar við í nokkurn tíma. Á vorin eru þeir væntanlega með hreiðurstæði á þessum stað en hvað erindi geta þeir átt á þennan sama stað í nóvember?

Höfundur

Útgáfudagur

9.2.2011

Síðast uppfært

17.5.2023

Spyrjandi

Sigurður Einarsson

Tilvísun

JMH. „Ég sá tvo stara fara á hreiðurstæðið sitt í nóvember, hvaða erindi eiga þeir þangað á þeim árstíma?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2011, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57932.

JMH. (2011, 9. febrúar). Ég sá tvo stara fara á hreiðurstæðið sitt í nóvember, hvaða erindi eiga þeir þangað á þeim árstíma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57932

JMH. „Ég sá tvo stara fara á hreiðurstæðið sitt í nóvember, hvaða erindi eiga þeir þangað á þeim árstíma?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2011. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57932>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég sá tvo stara fara á hreiðurstæðið sitt í nóvember, hvaða erindi eiga þeir þangað á þeim árstíma?
Starinn (Sturnus vulgaris) helgar sér óðal og verpir þar á hverju ári. Í byggð eru óðulin hans í húsum en upprunalega er starinn klettafugl. Hann hefur þó aðlagast furðuvel nánu sambýli við manninn. Nokkur varpsvæði starans í klettum hér á landi eru þekkt, eitt slíkt varp er í Reykjadal við Hveragerði. Langflest starahjón velja sér þó mannvirki til varps.

Stari (Þessi stari var myndaður á Englandi.).

Utan varptíma halda starar stundum til á óðali sínu hluta úr degi. Starahjónin sem spyrjandi sá hafa verið í þess háttar heimsókn. Þegar degi tekur að halla fljúga stararnir á náttstað sinn. Nokkrir slíkir náttstaðir eru á Suðvesturlandi. Sá náttstaður sem telur flesta stara er í skógræktarlundunum í Fossvogsdal. Þar hleypur fjöldinn sjálfsagt á fáeinum þúsundum fugla.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Í vor fylgdist ég með tveimur störum sem áttu hreiður undir húsþaki í grennd við mig. Í nóvember sá ég svo tvo stara fljúga undir þessa sömu þakbrún og hafast þar við í nokkurn tíma. Á vorin eru þeir væntanlega með hreiðurstæði á þessum stað en hvað erindi geta þeir átt á þennan sama stað í nóvember?
...