Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru kúlulán?

Kúlulán (e. bullet loan eða balloon loan) eru ein tegund lána. Þau hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans. Stundum eru vextir greiddir reglulega á lánstímanum en einnig þekkjast kúlulán þar sem vöxtunum er bætt við höfuðstólinn og allt greitt í einu í lok lánstímans. Hugtakið er almennt notað um lán sem eru til nokkuð langs tíma, til dæmis nokkurra ára, en mörg styttri lán eru í raun kúlulán, þótt heitið sé yfirleitt ekki notað um þau. Þannig eru lán sem tekin eru með útgáfu víxils kúlulán í eðli sínu.

Kúlulán (e. bullet loan eða balloon loan) eru ein tegund lána. Þau hafa þá sérstöðu að ekki eru greiddar afborganir af láninu fyrr en í lok lánstímans.

Þess má geta að reynslan sýnir að kúlulán geta verið nokkuð hættuleg tegund lánveitinga vegna þess að ekki reynir á getu lántakans til að greiða af láninu fyrr en undir lok lánstímans. Það getur ýtt undir vanskil og gert þau alvarlegri.

Í aðdraganda hruns fjármálakerfisins íslenska árið 2008 var nokkuð um að kúlulán væru veitt til ýmissa áhættusamra fjárfestinga, til dæmis kaupa á hlutafé. Þá treystu bæði lánveitandi og lántaki því í raun að eignin sem keypt var myndi hækka í verði á lánstímanum þannig að í lok hans stæði verð hennar undir bæði höfuðstól lánsins og vöxtum. Það reyndist í mörgum tilfellum rangt og því tapaðist mikið af því fé sem hafði verið lánað með þessum hætti. Þetta á þó ekki við um öll kúlulán og í sumum tilfellum geta þau verið algjörlega eðlileg tegund lána.

Mynd:

Útgáfudagur

7.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru kúlulán?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2018. Sótt 20. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=75389.

Gylfi Magnússon. (2018, 7. mars). Hvað eru kúlulán? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75389

Gylfi Magnússon. „Hvað eru kúlulán?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2018. Vefsíða. 20. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75389>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðný Guðbjörnsdóttir

1949

Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi.