Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Allt er alþjóðlegt. Ein fyrsta reglan sem við lærum er í umferðarskólanum, þar sem okkur er kennt að líta fyrst til vinstri, svo hægri og loks aftur til vinstri. Hið alþjóðlega snertir allt okkar líf, bæði hversdagslega og sérstaka þætti þess. Ósjálfráð hugrenningatengsl okkar um alþjóðamál eru kannski að þau séu á milli ríkja og alþjóðastofnana sem ekki snerta okkar hversdagslega líf en það er fjarri lagi. Athafnir og reglur ríkja og alþjóðastofnana hafa áhrif á almenning og almenningur tekur líka þátt í alþjóðamálum í gegnum til dæmis ferðalög og frjáls félagasamtök. Þetta er meðal þess sem Silja Bára Ómarsdóttir rannsakar, samspil hversdagsleikans og hins alþjóðlega. Hvernig mótast skilningur Íslendinga á öryggi af stöðu ríkisins á alþjóðavettvangi? Hvaða áhrif hefur íslenskur femínismi og slagkraftur hans innanlands á utanríkisstefnu Íslands?

Silja Bára Ómarsdóttir rannsakar samspil hversdagsleikans og hins alþjóðlega.

Fyrir utan að stunda rannsóknir á utanríkis- og öryggismálum Íslands tekur Silja Bára þátt í alþjóðlegum netverkum á sviði femínískra friðar- og öryggisrannsókna og vinnur að rannsóknum á kyn- og frjósemisréttindum. Bókin Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum (2015), sem hún skrifaði með Steinunni Rögnvaldsdóttur, tengist því áhugasviði. Silja Bára hefur einnig skrifað bókarkafla og greinar um vinstriflokka á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og tekið þátt í innlendum rannsóknarverkefnum tengdum kosningarétti kvenna og fullveldi Íslands. Útvarpsþættir hennar um alþjóðamál, Gárur sem voru á Rás 1 2007-2008, voru tilnefndir vísindamiðlunarverðlauna og hún er reglulegur viðmælandi fjölmiðla, sérstaklega um bandarísk stjórnmál.

Silja Bára Ómarsdóttir er fædd 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990, BA-prófi frá Lewis & Clark College í Oregon 1995, MA-prófi frá University of Southern California 1998 og doktorsprófi frá University College Cork á Írlandi 2018. Einnig hefur hún lokið diplómum á framhaldsstigi í kennslufræði háskólastigsins og aðferðafræði félagsvísinda frá Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar ber heitið „The Security Imaginaries of an Unarmed People: Popular and Elite Security Discourses in Iceland” og byggir á skjalarannsóknum og rýnihópaviðtölum á Íslandi.

Mynd:
  • Úr safni SBÓ.

Útgáfudagur

17.3.2018

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75487.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 17. mars). Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75487

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75487>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Silja Bára Ómarsdóttir stundað?
Allt er alþjóðlegt. Ein fyrsta reglan sem við lærum er í umferðarskólanum, þar sem okkur er kennt að líta fyrst til vinstri, svo hægri og loks aftur til vinstri. Hið alþjóðlega snertir allt okkar líf, bæði hversdagslega og sérstaka þætti þess. Ósjálfráð hugrenningatengsl okkar um alþjóðamál eru kannski að þau séu á milli ríkja og alþjóðastofnana sem ekki snerta okkar hversdagslega líf en það er fjarri lagi. Athafnir og reglur ríkja og alþjóðastofnana hafa áhrif á almenning og almenningur tekur líka þátt í alþjóðamálum í gegnum til dæmis ferðalög og frjáls félagasamtök. Þetta er meðal þess sem Silja Bára Ómarsdóttir rannsakar, samspil hversdagsleikans og hins alþjóðlega. Hvernig mótast skilningur Íslendinga á öryggi af stöðu ríkisins á alþjóðavettvangi? Hvaða áhrif hefur íslenskur femínismi og slagkraftur hans innanlands á utanríkisstefnu Íslands?

Silja Bára Ómarsdóttir rannsakar samspil hversdagsleikans og hins alþjóðlega.

Fyrir utan að stunda rannsóknir á utanríkis- og öryggismálum Íslands tekur Silja Bára þátt í alþjóðlegum netverkum á sviði femínískra friðar- og öryggisrannsókna og vinnur að rannsóknum á kyn- og frjósemisréttindum. Bókin Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum (2015), sem hún skrifaði með Steinunni Rögnvaldsdóttur, tengist því áhugasviði. Silja Bára hefur einnig skrifað bókarkafla og greinar um vinstriflokka á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og tekið þátt í innlendum rannsóknarverkefnum tengdum kosningarétti kvenna og fullveldi Íslands. Útvarpsþættir hennar um alþjóðamál, Gárur sem voru á Rás 1 2007-2008, voru tilnefndir vísindamiðlunarverðlauna og hún er reglulegur viðmælandi fjölmiðla, sérstaklega um bandarísk stjórnmál.

Silja Bára Ómarsdóttir er fædd 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990, BA-prófi frá Lewis & Clark College í Oregon 1995, MA-prófi frá University of Southern California 1998 og doktorsprófi frá University College Cork á Írlandi 2018. Einnig hefur hún lokið diplómum á framhaldsstigi í kennslufræði háskólastigsins og aðferðafræði félagsvísinda frá Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar ber heitið „The Security Imaginaries of an Unarmed People: Popular and Elite Security Discourses in Iceland” og byggir á skjalarannsóknum og rýnihópaviðtölum á Íslandi.

Mynd:
  • Úr safni SBÓ.

...