Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?

Hulda Þórisdóttir

Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um notkun hugtakanna vinstri og hægri í umræðu um stjórnmál:
  • Hver er ástæða þess að stjórnmálastefnur er titlaðar til hægri eða vinstri?
  • Þegar það er talað um vinstri og hægri í pólitík, hvað er þá átt við?
  • Hver er munurinn á hægrisinnuðum manni eða vinstrisinnuðum?
  • Hvað er það að vera vinstrisinnaður eða hægrisinnaður?
  • Hver er skýringin á nafngiftinni vinstrisinnaður/hægrisinnaður?

Saga og tilurð vinstri-hægri hugtaksins

Rekja má skiptingu í stjórnmálum í hægri og vinstri til sætaskipanar í franska þinginu í kjölfar byltingarinnar árið 1789. Þeir sem voru hollir konungi og talsmenn hægfara samfélagsbreytinga röðuðu sér smám saman hægra megin en ákafari stuðningsmenn frelsis og jafnréttis þjöppuðu sér til vinstri (Noël & Thérien, 2008). Í upphafi 20. aldar hófu önnur Evrópulönd að nota þessi hugtök og fór þá vinstri að standa fyrir róttækar lýðræðisumbætur og síðar sósíalisma með róttækum hugmyndum um jöfnuð. Hægri var hins vegar notað yfir þá sem voru andsnúnir slíkum hugmyndum (Adams, 2001). Fram til ársins 1970 var vinstri-hægri aðgreiningin fyrst og fremst notuð yfir stéttabaráttu og kröfu verkafólks um betri kjör. Það breyttist þegar ungt og menntað fólk fór einnig að taka undir kröfuna um aukinn félagslegan og efnahagslegan jöfnuð (Noël & Thérien, 2008). Vegna þessarar sögu er stundum talað um frjálslyndi (e. liberalism) og íhaldssemi (e. conservatism) í stað vinstri og hægri. Þannig er það til að mynda í Bandaríkjunum.

Rekja má skiptingu í stjórnmálum í hægri og vinstri til sætaskipanar í franska þinginu í kjölfar byltingarinnar árið 1789.

Íhaldssemi stendur fyrir þá skoðun að góðar og gildar ástæður séu fyrir því hvers vegna samfélagið hefur þróast með þeim hætti sem raun ber vitni og því beri að fara mjög hægt í samfélagsbreytingar. Íhaldssemi er einnig mun frekar en frjálslyndi tengd trú á yfirvöldum og mikilvægi þess að fylgja reglum (sjá til dæmis Burke, 1790/1999). Þegar kapítalismi með sínum óhjákvæmilega efnahagslega ójöfnuði varð að ríkjandi hugmyndafræði Vesturlanda upp úr iðnbyltingunni kom upp ágreiningur innan raða íhaldsmanna á milli þeirra sem studdu kapítalisma sem ríkjandi samfélagsskipan og þeirra sem töldu hann standa fyrir of róttækum breytingum á samfélagsgerðinni. Þessi ágreiningur endurspeglast enn í dag í bandarískum stjórnmálum í efnahagslegri og samfélagslegri íhaldssemi. Efnahagsleg íhaldssemi endurspeglar þá stuðning við kapítalíska hugmyndafræði en samfélagsleg íhaldssemi felst í varðstöðu um hefðbundin gildi og andúð á breytingum í frjálslyndisátt, svo sem í kynferðis- og jafnréttismálum. Báðar tegundir íhaldssemi hafa fundið sér stað innan Repúblikanaflokksins þar sem sambúðin getur stundum verið stirð.

Í ljósi þessarar sögu er vinstri-hægri víddin gjarnan skilgreind á þann hátt að hún endurspegli andstæð viðhorf til samfélagsbreytinga annars vegar og til jöfnuðar hins vegar (Bobbio, 1996; Huntington, 1957; Kerlinger, 1984; Jost, Glaser, Kruglanski & Sulloway, 2003a; Muller, 2001). Tregða í garð samfélagsbreytinga og umburðarlyndi fyrir ójöfnuði einkenna þá skoðanir til hægri en skoðanir til vinstri einkennast á hinn bóginn af vilja til samfélagsbreytinga og óþoli fyrir ójöfnuði. Það hefur verið gagnrýnt að tregða í garð samfélagsbreytinga sé hluti af vinstri-hægri skilgreiningunni þar sem frjálshyggja sé dæmi um hægrisinnaða hugmyndafræði sem leggur áherslu á róttækar samfélagsbreytingar. Slíkri gagnrýni hefur þá verið svarað á þá leið að frjálshyggja sé gott dæmi um að þó mögulegt sé að aðhyllast efnahagslega íhaldssemi án þess að styðja samfélagslega íhaldssemi og öfugt, sýni bæði sagan og rannsóknir í samtímanum að iðulega sé sterkt samband þar á milli.

Hægrisinnaður einstaklingur er líklegur til að telja að efnahagslegur og félagslegur ójöfnuður milli fólks sé óhjákvæmilegur og í raun æskilegur. Franskt málmþrykk frá 1840.

Hin meginuppistaðan í vinstri-hægri víddinni er viðhorf til jöfnuðar. Hægrisinnaður einstaklingur er líklegur til að telja að efnahagslegur og félagslegur ójöfnuður milli fólks sé óhjákvæmilegur og í raun æskilegur. Óhjákvæmilegur, því það verður alltaf munur á getu og aðstæðum fólks sem ríkisvaldið mun aldrei geta jafnað að fullu auk þess sem tilraunir til þess geti leitt af sér óréttlátt kerfi. Æskilegur, því ójöfnuður virkar hvetjandi á fólk til að gera betur.

Sálfræði vinstri-hægri

Margar rannsóknir hafa fengist við að bera saman viðhorf, markmið, gildismat, áhugahvöt og allskyns einstaklingsmun svo sem persónuleika þeirra sem hallast til vinstri og hægri. Í áhrifamikilli safngreiningu frá árinu 2003 þar sem lagðar voru til grundvallar 88 rannsóknir frá undangengnum 50 árum drógu rannsakendur þá ályktun að bæði aðstæður og einstaklingsmunur sem tengjast þörf til þess að hafa stjórn á ótta og óvissu væru tengdar vinstri-hægri víddinni sterkum böndum (Jost, Glasker, Kruglanski og Sulloway, 2003). Nánar tiltekið þá komust þeir að því að óþol fyrir tvíræðni, þörfin fyrir skipulag og öryggi, jafnvel óttinn við dauðann tengdist hægri en löngun til að upplifa eitthvað nýtt, þol fyrir óvissu og jafnvel ákvörðunarfælni tengdist frekar vinstri.

Vinstri-hægri á Íslandi

Á Íslandi er alkunna að talað sé um hægri og vinstri í samhengi við stjórnmál. Rannsóknir hafa sýnt að almenningur á auðvelt með að staðsetja bæði sjálfan sig og stjórnmálaflokkana á ásnum. Áður en rót komst á íslenska flokkalandslagið eftir efnahagshrunið 2008 þá var það svo að Sjálfstæðisflokkurinn var tvímælalaust álitinn lengst til hægri allra flokka, Framsókn nærri miðju, Samfylking til vinstri en þó ekki eins langt og Vinstri-græn sem voru álitin vera langt til vinstri. Samkvæmt niðurstöðu Íslensku kosningarannsóknarinnar sem gerð var í kjölfar alþingiskosninganna 2016 álitu þátttakendur að flokkarnir sem náðu manni inn á þing röðuðust svona frá vinstri til hægri: Vinstri-græn, Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur.

Greiningar á Íslensku kosningarannsókninni sem stjórnmálafræðingar innan Háskóla Íslands hafa framkvæmt eftir hverjar alþingiskosningar frá árinu 1983, hafa sýnt að í kringum 80-90% fólks er tilbúið til að staðsetja eigin stjórnmálaafstöðu á vinsti-hægri ásnum. Þegar fólk er beðið um að staðsetja sig á kvarðanum 0 til 10 þar sem 0 er vinstri og 10 er hægri, eru það yfirleitt á bilinu 22%-26% sem velja miðjugildið (5) en dreifing er þó talsverð og meðaltals-staðsetning hefur iðulega verið rétt hægra meginn við miðju, eða á bilinu 5,15 til 5,56 á kvarðanum.

Niðurstöður Íslensku kosningarannsóknarinnar hafa enn fremur sýnt að það sem fyrst og fremst hefur aðgreint vinstri og hægri á Íslandi undanfarin ár er afstaðan til efnahagslegs ójöfnuðar og hversu langt ríkið á að ganga til að draga úr honum. Þetta endurspeglast meðal annars í skoðun fólks á einkarekstri í heilbrigðis- og menntamálum. Afstaðan til jöfnuðar hefur þó sögulega ekki alltaf verið það sem greinilegast skilur á milli vinstri og hægri hér á landi. Fram til ársins 2006, þegar bandaríski herinn hætti að halda úti herstöð í Keflavík, sýndu niðurstöður rannsókna ávallt að afstaðan til veru hersins hafði sterkasta samband allra pólitískra viðhorfa við vinstri-hægri víddina. Vinstrisinnaðir höfðu í senn sterk neikvæð viðhorf til herstöðvarinnar og til veru Íslands í NATÓ.

Andstaða við samfélagslegar breytingar í frjálsræðisátt (svo sem réttindabarátta samkynhneigðra) hefur á hinn bóginn ekki haft veruleg tengsl við vinstri-hægri hér á landi. Þessar niðurstöður hafa meðal annars verið endurteknar í all umfangsmikilli BA-ritgerð frá árinu 2012 (Viktor Orri Valgarðsson, 2012).

Gagnrýni á vinstri-hægri ásinn

Þrátt fyrir að ekki sé hægt að afneita mikilvægi vinstri-hægri ássins í vestrænum stjórnmálum, hefur notkun hans einnig verið talsvert gagnrýnd. Algengasta gagnrýnin felst líklega í því að ein vinstri-hægri vídd sé svo mikil einföldun á stjórnmálaskoðunum fólks að hún verði hálfgerð merkingarleysa. Í þessu felst að undir merkimiðana hægri og vinstri falli skoðanir sem hafi enga röklega tengingu sín á milli, svo sem skoðanir á sköttum og trúmálum. Af þessu leiði að við gefum öðrum mikilvægum skoðanamun í pólitík ekki nægan gaum (Conover og Feldman, 1981; Kerlinger, 1984) og lítum fram hjá skoðunum sem fólk getur sameinast um (Brittan, 2012).

Rannsóknir hafa sýnt að vinstri-hægri ásinn hefur merkingu í hugum fólks í vestrænum samfélögum og að yfirgnæfandi meirihluti almennings treystir sér til þess að staðsetja eigin skoðanir á ásnum.

Önnur gagnrýni er sú að á tímum hugmyndaöfganna sem einkenndu síðari heimstyrjöldina og kalda stríðið hafi vinstri-hægri ásinn haft merkingu en hann hafi nú gengið sér til húðar. Í dag hafi náðst nokkurs konar jafnvægi á milli hægri og vinstri, þar sem í vestri hefur skapast sátt um kapítalisma með öflugu félagslegu stuðningskerfi (Bell, 1960; Giddens, 1994; Lipset, 1960). Þessari gagnrýni skýtur alltaf upp reglulega en hún náði líklega hámarki á sjöunda áratugnum með því sem hefur verið kallað rökræðurnar um „endalok hugmyndafræði“. Þá færði stjórnmálafræðingurinn Phil Converse (1964) rök fyrir því að almenningur gerði sér litla grein fyrir röklegu samhengi hægri og vinstri og byggði stjórnmálaskoðanir sínar fyrst og fremst á því að meðtaka „hugmyndafræðilega pakka“ sem stjórnmálaelítan færði þeim. Gagnrýni á vinstri-hægri ásinn hefur verið svarað með þeim hætti að þótt ásinn sé sannarlega einföldun, þá sé hann einstaklega skilvirk og öflug mæling á flóknum veruleika. Rannsóknir hafi auk þess sýnt að hann hefur merkingu í hugum fólks í vestrænum samfélögum og að yfirgnæfandi meirihluti almennings treystir sér til þess að staðsetja eigin skoðanir á ásnum.

Í lokin er rétt að taka fram að hægt er að fjalla um hugmyndafræði út frá mörgum sjónarhornum, til dæmis heimspekilegu, stjórnmálafræðilegu, sálfræðilegu og hagfræðilegu. Þetta svar er skrifað af stjórnmálasálfræðingi og draga skilgreinar og áherslur óhjákvæmilega dám af því. Svarið er að miklu leyti byggt á grein sem höfundur svarsins birti árið 2012: The left-right dimensions in the minds of Icelandic voters 1987-2009. Stjórnmál og stjórnsýsla, 2(8), 199-220.

Heimildir:

  • Adams, I. (2001). Political Ideology Today Manchester, UK: Manchester University Press.
  • Bell, D. (1960). The End of Ideology. Glencoe, IL: Free Press.
  • Bobbio, N. (1996). Left and right. Cambridge, UK: Polity Press.
  • Brittan, S. (2012, April 12). The bogus distinction between left and right. The Financial Times. Sótt 20. nóvember 2012 á http://on.ft.com/HEWwek.
  • Burke E. 1790/1987. Reflections on the Revolution in France, and on the Proceedings in Certain Societies in London Relative to that Event, ritstj. JGA Pocock. Indianapolis, IN: Hackett Publishing Company.
  • Conover, P.J. & Feldman, S. (1981). The origin and meaning of liberal/conservative self identification. American Journal of Political Science, 25, 617-645.
  • Converse P.E. (1964). The nature of belief systems in mass publics. Í D. E. Apter (ritstj.), Ideology and discontent (bls. 206-261). New York: Free Press.
  • Giddens, A. (1994). Beyond Left and Right: The Future of Radical Politics, Cambridge, UK: Polity Press.
  • Huntington, S. P. (1957). Conservatism as an Ideology. The American political science review, 51(2), 454-473.
  • Jost, J.T., Glaser, J., Kruglanski, A.W., & Sulloway, F. (2003). Political conservatism as motivated social cognition. Psychological Bulletin, 129, 339-375.
  • Kerlinger, F. N. (1984). Liberalism and conservatism: The nature and structure of social attitudes. Hillsdale, NJ: Erlbaum.
  • Lipset, S. (1960). Political man. Garden City, NY: Doubleday.
  • Muller, J. Z. (2001). Conservatism: Historical aspects. Í N. J. Smelser & P. B. Baltes (ritstj.), International encyclopedia of the social and behavioral sciences (bls. 2624–2628). Amsterdam: Elsevier.
  • Noël, A., & Thérien, J. P. (2008). Left and right in global politics. Cambridge: Cambridge University Press.
  • Viktor Orri Valgarðsson, (2012). Íslenskir áttavitar, þýðing hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum. BA ritgerð, Háskóli Íslands.

Myndir:

Höfundur

Hulda Þórisdóttir

prófessor í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

26.10.2017

Spyrjandi

Gylfi Þór Sigurðsson, Birgir Ágústsson, Sigurður Halldórsson, Þórarinn Guðnason, Friðrik Georg, Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Hulda Þórisdóttir. „Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?“ Vísindavefurinn, 26. október 2017, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48611.

Hulda Þórisdóttir. (2017, 26. október). Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48611

Hulda Þórisdóttir. „Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2017. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48611>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkja hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um notkun hugtakanna vinstri og hægri í umræðu um stjórnmál:

  • Hver er ástæða þess að stjórnmálastefnur er titlaðar til hægri eða vinstri?
  • Þegar það er talað um vinstri og hægri í pólitík, hvað er þá átt við?
  • Hver er munurinn á hægrisinnuðum manni eða vinstrisinnuðum?
  • Hvað er það að vera vinstrisinnaður eða hægrisinnaður?
  • Hver er skýringin á nafngiftinni vinstrisinnaður/hægrisinnaður?

Saga og tilurð vinstri-hægri hugtaksins

Rekja má skiptingu í stjórnmálum í hægri og vinstri til sætaskipanar í franska þinginu í kjölfar byltingarinnar árið 1789. Þeir sem voru hollir konungi og talsmenn hægfara samfélagsbreytinga röðuðu sér smám saman hægra megin en ákafari stuðningsmenn frelsis og jafnréttis þjöppuðu sér til vinstri (Noël & Thérien, 2008). Í upphafi 20. aldar hófu önnur Evrópulönd að nota þessi hugtök og fór þá vinstri að standa fyrir róttækar lýðræðisumbætur og síðar sósíalisma með róttækum hugmyndum um jöfnuð. Hægri var hins vegar notað yfir þá sem voru andsnúnir slíkum hugmyndum (Adams, 2001). Fram til ársins 1970 var vinstri-hægri aðgreiningin fyrst og fremst notuð yfir stéttabaráttu og kröfu verkafólks um betri kjör. Það breyttist þegar ungt og menntað fólk fór einnig að taka undir kröfuna um aukinn félagslegan og efnahagslegan jöfnuð (Noël & Thérien, 2008). Vegna þessarar sögu er stundum talað um frjálslyndi (e. liberalism) og íhaldssemi (e. conservatism) í stað vinstri og hægri. Þannig er það til að mynda í Bandaríkjunum.

Rekja má skiptingu í stjórnmálum í hægri og vinstri til sætaskipanar í franska þinginu í kjölfar byltingarinnar árið 1789.

Íhaldssemi stendur fyrir þá skoðun að góðar og gildar ástæður séu fyrir því hvers vegna samfélagið hefur þróast með þeim hætti sem raun ber vitni og því beri að fara mjög hægt í samfélagsbreytingar. Íhaldssemi er einnig mun frekar en frjálslyndi tengd trú á yfirvöldum og mikilvægi þess að fylgja reglum (sjá til dæmis Burke, 1790/1999). Þegar kapítalismi með sínum óhjákvæmilega efnahagslega ójöfnuði varð að ríkjandi hugmyndafræði Vesturlanda upp úr iðnbyltingunni kom upp ágreiningur innan raða íhaldsmanna á milli þeirra sem studdu kapítalisma sem ríkjandi samfélagsskipan og þeirra sem töldu hann standa fyrir of róttækum breytingum á samfélagsgerðinni. Þessi ágreiningur endurspeglast enn í dag í bandarískum stjórnmálum í efnahagslegri og samfélagslegri íhaldssemi. Efnahagsleg íhaldssemi endurspeglar þá stuðning við kapítalíska hugmyndafræði en samfélagsleg íhaldssemi felst í varðstöðu um hefðbundin gildi og andúð á breytingum í frjálslyndisátt, svo sem í kynferðis- og jafnréttismálum. Báðar tegundir íhaldssemi hafa fundið sér stað innan Repúblikanaflokksins þar sem sambúðin getur stundum verið stirð.

Í ljósi þessarar sögu er vinstri-hægri víddin gjarnan skilgreind á þann hátt að hún endurspegli andstæð viðhorf til samfélagsbreytinga annars vegar og til jöfnuðar hins vegar (Bobbio, 1996; Huntington, 1957; Kerlinger, 1984; Jost, Glaser, Kruglanski & Sulloway, 2003a; Muller, 2001). Tregða í garð samfélagsbreytinga og umburðarlyndi fyrir ójöfnuði einkenna þá skoðanir til hægri en skoðanir til vinstri einkennast á hinn bóginn af vilja til samfélagsbreytinga og óþoli fyrir ójöfnuði. Það hefur verið gagnrýnt að tregða í garð samfélagsbreytinga sé hluti af vinstri-hægri skilgreiningunni þar sem frjálshyggja sé dæmi um hægrisinnaða hugmyndafræði sem leggur áherslu á róttækar samfélagsbreytingar. Slíkri gagnrýni hefur þá verið svarað á þá leið að frjálshyggja sé gott dæmi um að þó mögulegt sé að aðhyllast efnahagslega íhaldssemi án þess að styðja samfélagslega íhaldssemi og öfugt, sýni bæði sagan og rannsóknir í samtímanum að iðulega sé sterkt samband þar á milli.

Hægrisinnaður einstaklingur er líklegur til að telja að efnahagslegur og félagslegur ójöfnuður milli fólks sé óhjákvæmilegur og í raun æskilegur. Franskt málmþrykk frá 1840.

Hin meginuppistaðan í vinstri-hægri víddinni er viðhorf til jöfnuðar. Hægrisinnaður einstaklingur er líklegur til að telja að efnahagslegur og félagslegur ójöfnuður milli fólks sé óhjákvæmilegur og í raun æskilegur. Óhjákvæmilegur, því það verður alltaf munur á getu og aðstæðum fólks sem ríkisvaldið mun aldrei geta jafnað að fullu auk þess sem tilraunir til þess geti leitt af sér óréttlátt kerfi. Æskilegur, því ójöfnuður virkar hvetjandi á fólk til að gera betur.

Sálfræði vinstri-hægri

Margar rannsóknir hafa fengist við að bera saman viðhorf, markmið, gildismat, áhugahvöt og allskyns einstaklingsmun svo sem persónuleika þeirra sem hallast til vinstri og hægri. Í áhrifamikilli safngreiningu frá árinu 2003 þar sem lagðar voru til grundvallar 88 rannsóknir frá undangengnum 50 árum drógu rannsakendur þá ályktun að bæði aðstæður og einstaklingsmunur sem tengjast þörf til þess að hafa stjórn á ótta og óvissu væru tengdar vinstri-hægri víddinni sterkum böndum (Jost, Glasker, Kruglanski og Sulloway, 2003). Nánar tiltekið þá komust þeir að því að óþol fyrir tvíræðni, þörfin fyrir skipulag og öryggi, jafnvel óttinn við dauðann tengdist hægri en löngun til að upplifa eitthvað nýtt, þol fyrir óvissu og jafnvel ákvörðunarfælni tengdist frekar vinstri.

Vinstri-hægri á Íslandi

Á Íslandi er alkunna að talað sé um hægri og vinstri í samhengi við stjórnmál. Rannsóknir hafa sýnt að almenningur á auðvelt með að staðsetja bæði sjálfan sig og stjórnmálaflokkana á ásnum. Áður en rót komst á íslenska flokkalandslagið eftir efnahagshrunið 2008 þá var það svo að Sjálfstæðisflokkurinn var tvímælalaust álitinn lengst til hægri allra flokka, Framsókn nærri miðju, Samfylking til vinstri en þó ekki eins langt og Vinstri-græn sem voru álitin vera langt til vinstri. Samkvæmt niðurstöðu Íslensku kosningarannsóknarinnar sem gerð var í kjölfar alþingiskosninganna 2016 álitu þátttakendur að flokkarnir sem náðu manni inn á þing röðuðust svona frá vinstri til hægri: Vinstri-græn, Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur.

Greiningar á Íslensku kosningarannsókninni sem stjórnmálafræðingar innan Háskóla Íslands hafa framkvæmt eftir hverjar alþingiskosningar frá árinu 1983, hafa sýnt að í kringum 80-90% fólks er tilbúið til að staðsetja eigin stjórnmálaafstöðu á vinsti-hægri ásnum. Þegar fólk er beðið um að staðsetja sig á kvarðanum 0 til 10 þar sem 0 er vinstri og 10 er hægri, eru það yfirleitt á bilinu 22%-26% sem velja miðjugildið (5) en dreifing er þó talsverð og meðaltals-staðsetning hefur iðulega verið rétt hægra meginn við miðju, eða á bilinu 5,15 til 5,56 á kvarðanum.

Niðurstöður Íslensku kosningarannsóknarinnar hafa enn fremur sýnt að það sem fyrst og fremst hefur aðgreint vinstri og hægri á Íslandi undanfarin ár er afstaðan til efnahagslegs ójöfnuðar og hversu langt ríkið á að ganga til að draga úr honum. Þetta endurspeglast meðal annars í skoðun fólks á einkarekstri í heilbrigðis- og menntamálum. Afstaðan til jöfnuðar hefur þó sögulega ekki alltaf verið það sem greinilegast skilur á milli vinstri og hægri hér á landi. Fram til ársins 2006, þegar bandaríski herinn hætti að halda úti herstöð í Keflavík, sýndu niðurstöður rannsókna ávallt að afstaðan til veru hersins hafði sterkasta samband allra pólitískra viðhorfa við vinstri-hægri víddina. Vinstrisinnaðir höfðu í senn sterk neikvæð viðhorf til herstöðvarinnar og til veru Íslands í NATÓ.

Andstaða við samfélagslegar breytingar í frjálsræðisátt (svo sem réttindabarátta samkynhneigðra) hefur á hinn bóginn ekki haft veruleg tengsl við vinstri-hægri hér á landi. Þessar niðurstöður hafa meðal annars verið endurteknar í all umfangsmikilli BA-ritgerð frá árinu 2012 (Viktor Orri Valgarðsson, 2012).

Gagnrýni á vinstri-hægri ásinn

Þrátt fyrir að ekki sé hægt að afneita mikilvægi vinstri-hægri ássins í vestrænum stjórnmálum, hefur notkun hans einnig verið talsvert gagnrýnd. Algengasta gagnrýnin felst líklega í því að ein vinstri-hægri vídd sé svo mikil einföldun á stjórnmálaskoðunum fólks að hún verði hálfgerð merkingarleysa. Í þessu felst að undir merkimiðana hægri og vinstri falli skoðanir sem hafi enga röklega tengingu sín á milli, svo sem skoðanir á sköttum og trúmálum. Af þessu leiði að við gefum öðrum mikilvægum skoðanamun í pólitík ekki nægan gaum (Conover og Feldman, 1981; Kerlinger, 1984) og lítum fram hjá skoðunum sem fólk getur sameinast um (Brittan, 2012).

Rannsóknir hafa sýnt að vinstri-hægri ásinn hefur merkingu í hugum fólks í vestrænum samfélögum og að yfirgnæfandi meirihluti almennings treystir sér til þess að staðsetja eigin skoðanir á ásnum.

Önnur gagnrýni er sú að á tímum hugmyndaöfganna sem einkenndu síðari heimstyrjöldina og kalda stríðið hafi vinstri-hægri ásinn haft merkingu en hann hafi nú gengið sér til húðar. Í dag hafi náðst nokkurs konar jafnvægi á milli hægri og vinstri, þar sem í vestri hefur skapast sátt um kapítalisma með öflugu félagslegu stuðningskerfi (Bell, 1960; Giddens, 1994; Lipset, 1960). Þessari gagnrýni skýtur alltaf upp reglulega en hún náði líklega hámarki á sjöunda áratugnum með því sem hefur verið kallað rökræðurnar um „endalok hugmyndafræði“. Þá færði stjórnmálafræðingurinn Phil Converse (1964) rök fyrir því að almenningur gerði sér litla grein fyrir röklegu samhengi hægri og vinstri og byggði stjórnmálaskoðanir sínar fyrst og fremst á því að meðtaka „hugmyndafræðilega pakka“ sem stjórnmálaelítan færði þeim. Gagnrýni á vinstri-hægri ásinn hefur verið svarað með þeim hætti að þótt ásinn sé sannarlega einföldun, þá sé hann einstaklega skilvirk og öflug mæling á flóknum veruleika. Rannsóknir hafi auk þess sýnt að hann hefur merkingu í hugum fólks í vestrænum samfélögum og að yfirgnæfandi meirihluti almennings treystir sér til þess að staðsetja eigin skoðanir á ásnum.

Í lokin er rétt að taka fram að hægt er að fjalla um hugmyndafræði út frá mörgum sjónarhornum, til dæmis heimspekilegu, stjórnmálafræðilegu, sálfræðilegu og hagfræðilegu. Þetta svar er skrifað af stjórnmálasálfræðingi og draga skilgreinar og áherslur óhjákvæmilega dám af því. Svarið er að miklu leyti byggt á grein sem höfundur svarsins birti árið 2012: The left-right dimensions in the minds of Icelandic voters 1987-2009. Stjórnmál og stjórnsýsla, 2(8), 199-220.

Heimildir:

  • Adams, I. (2001). Political Ideology Today Manchester, UK: Manchester University Press.
  • Bell, D. (1960). The End of Ideology. Glencoe, IL: Free Press.
  • Bobbio, N. (1996). Left and right. Cambridge, UK: Polity Press.
  • Brittan, S. (2012, April 12). The bogus distinction between left and right. The Financial Times. Sótt 20. nóvember 2012 á http://on.ft.com/HEWwek.
  • Burke E. 1790/1987. Reflections on the Revolution in France, and on the Proceedings in Certain Societies in London Relative to that Event, ritstj. JGA Pocock. Indianapolis, IN: Hackett Publishing Company.
  • Conover, P.J. & Feldman, S. (1981). The origin and meaning of liberal/conservative self identification. American Journal of Political Science, 25, 617-645.
  • Converse P.E. (1964). The nature of belief systems in mass publics. Í D. E. Apter (ritstj.), Ideology and discontent (bls. 206-261). New York: Free Press.
  • Giddens, A. (1994). Beyond Left and Right: The Future of Radical Politics, Cambridge, UK: Polity Press.
  • Huntington, S. P. (1957). Conservatism as an Ideology. The American political science review, 51(2), 454-473.
  • Jost, J.T., Glaser, J., Kruglanski, A.W., & Sulloway, F. (2003). Political conservatism as motivated social cognition. Psychological Bulletin, 129, 339-375.
  • Kerlinger, F. N. (1984). Liberalism and conservatism: The nature and structure of social attitudes. Hillsdale, NJ: Erlbaum.
  • Lipset, S. (1960). Political man. Garden City, NY: Doubleday.
  • Muller, J. Z. (2001). Conservatism: Historical aspects. Í N. J. Smelser & P. B. Baltes (ritstj.), International encyclopedia of the social and behavioral sciences (bls. 2624–2628). Amsterdam: Elsevier.
  • Noël, A., & Thérien, J. P. (2008). Left and right in global politics. Cambridge: Cambridge University Press.
  • Viktor Orri Valgarðsson, (2012). Íslenskir áttavitar, þýðing hægri og vinstri í íslenskum stjórnmálum. BA ritgerð, Háskóli Íslands.

Myndir:

...