Sólin Sólin Rís 04:35 • sest 22:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:00 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:11 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:35 • sest 22:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:00 • Sest 04:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:11 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er borgaraleg ríkisstjórn?

Stefanía Óskarsdóttir

Einnig var spurt:

Hvað eru borgaraleg gildi?

Hugtakið borgaraleg ríkisstjórn (d. borgerlig regering) er mest notað á Norðurlöndum, einkum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Í þessum löndum er það aðallega notað til aðgreiningar frá vinstristjórnum, sérstaklega þeim sem leiddar eru af jafnaðarmönnum (sósíaldemókrötum). Í Danmörku og Svíþjóð er hugtakið borgaraleg stjórn notað um ríkisstjórnir sem skipaðar eru mið- og hægriflokkum, svo sem íhaldsflokkum, frjálslyndum flokkum og kristilegum demókrötum. Í Noregi er talað um borgaralega stjórn með svipuðum hætti. Þessar ríkisstjórnir eru almennt taldar standa fyrir stefnu sem leggur áherslu á frjálsan markað, einstaklingsábyrgð og takmörkuð ríkisafskipti.

Á Íslandi hefur hugtakið ekki verið jafn áberandi í daglegri pólitískri umræðu, en það hefur verið notað í fræðilegum greiningum og að einhverju leyti í fjölmiðlum, einkum í sögulegu samhengi. Dæmi um slíkar ríkisstjórnir eru stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, sem og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á tíunda áratugnum. Þessar stjórnir lögðu meðal annars áherslu á markaðslausnir, einkarekstur og aðhald í ríkisfjármálum.

Í Svíþjóð er ríkisstjórn Fredrik Reinfeldt (2006–2014) ágætt dæmi um borgaralega stjórn. Hún var skipuð fjórum mið- og hægriflokkum í kosningabandalagi sem nefnt var Alliansen.

Í Svíþjóð er ríkisstjórn Fredrik Reinfeldt (2006–2014) ágætt dæmi um borgaralega stjórn. Hún var skipuð fjórum mið- og hægriflokkum í kosningabandalagi sem nefnt var Alliansen. Sú stjórn lagði áherslu á skattalækkanir, minni ríkisumsvif og aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði, í andstöðu við ríkjandi stefnu sósíaldemókrata á þeim tíma um víðtækt velferðarkerfi og ríkisafskipti.

Borgaraleg ríkisstjórn er þannig ekki lýsing á stjórnarformi heldur samheiti yfir pólitíska samsetningu ríkisstjórnar sem leggur áherslu á einkaframtak og takmarkað ríkisvald. Hún er gjarnan tengd við svokölluð borgaraleg gildi, sem vísa til viðhorfa og hugsjóna sem eiga rætur að rekja til frjálslyndrar borgarastéttar. Þessi gildi fela meðal annars í sér áherslu á eignarrétt, einstaklingsfrelsi, ábyrgð einstaklingsins, réttarríki, frjálsa samkeppni og aðhald í opinberum afskiptum. Þau eru iðulega sett fram sem andstæða við sameignarstefnu, félagslegan jöfnuð og víðtæk ríkisafskipti sem jafnaðarmenn hafa jafnan lagt áherslu á.

Þó ber að hafa í huga að þessi aðgreining hefur orðið óljósari á síðari árum, þar sem pólitískar málamiðlanir og uppbrot hefðbundinna flokkakerfa hafa orðið til þess að mörg borgaraleg stjórnmálaöfl hafa tekið upp áherslu á velferð og samfélagslega ábyrgð sem áður voru helst tengd vinstri stefnu. Á sama tíma hafa jafnaðarmannaflokkar í auknum mæli tekið upp frjálslyndar efnahagslegar áherslur og stuðning við markaðslausnir.

Myndir:

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

6.5.2025

Spyrjandi

Bergur Einar Dagbjartsson, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Pétur Einarsson

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvað er borgaraleg ríkisstjórn?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2025, sótt 8. maí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87795.

Stefanía Óskarsdóttir. (2025, 6. maí). Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87795

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvað er borgaraleg ríkisstjórn?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2025. Vefsíða. 8. maí. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87795>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er borgaraleg ríkisstjórn?
Einnig var spurt:

Hvað eru borgaraleg gildi?

Hugtakið borgaraleg ríkisstjórn (d. borgerlig regering) er mest notað á Norðurlöndum, einkum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Í þessum löndum er það aðallega notað til aðgreiningar frá vinstristjórnum, sérstaklega þeim sem leiddar eru af jafnaðarmönnum (sósíaldemókrötum). Í Danmörku og Svíþjóð er hugtakið borgaraleg stjórn notað um ríkisstjórnir sem skipaðar eru mið- og hægriflokkum, svo sem íhaldsflokkum, frjálslyndum flokkum og kristilegum demókrötum. Í Noregi er talað um borgaralega stjórn með svipuðum hætti. Þessar ríkisstjórnir eru almennt taldar standa fyrir stefnu sem leggur áherslu á frjálsan markað, einstaklingsábyrgð og takmörkuð ríkisafskipti.

Á Íslandi hefur hugtakið ekki verið jafn áberandi í daglegri pólitískri umræðu, en það hefur verið notað í fræðilegum greiningum og að einhverju leyti í fjölmiðlum, einkum í sögulegu samhengi. Dæmi um slíkar ríkisstjórnir eru stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, sem og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á tíunda áratugnum. Þessar stjórnir lögðu meðal annars áherslu á markaðslausnir, einkarekstur og aðhald í ríkisfjármálum.

Í Svíþjóð er ríkisstjórn Fredrik Reinfeldt (2006–2014) ágætt dæmi um borgaralega stjórn. Hún var skipuð fjórum mið- og hægriflokkum í kosningabandalagi sem nefnt var Alliansen.

Í Svíþjóð er ríkisstjórn Fredrik Reinfeldt (2006–2014) ágætt dæmi um borgaralega stjórn. Hún var skipuð fjórum mið- og hægriflokkum í kosningabandalagi sem nefnt var Alliansen. Sú stjórn lagði áherslu á skattalækkanir, minni ríkisumsvif og aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði, í andstöðu við ríkjandi stefnu sósíaldemókrata á þeim tíma um víðtækt velferðarkerfi og ríkisafskipti.

Borgaraleg ríkisstjórn er þannig ekki lýsing á stjórnarformi heldur samheiti yfir pólitíska samsetningu ríkisstjórnar sem leggur áherslu á einkaframtak og takmarkað ríkisvald. Hún er gjarnan tengd við svokölluð borgaraleg gildi, sem vísa til viðhorfa og hugsjóna sem eiga rætur að rekja til frjálslyndrar borgarastéttar. Þessi gildi fela meðal annars í sér áherslu á eignarrétt, einstaklingsfrelsi, ábyrgð einstaklingsins, réttarríki, frjálsa samkeppni og aðhald í opinberum afskiptum. Þau eru iðulega sett fram sem andstæða við sameignarstefnu, félagslegan jöfnuð og víðtæk ríkisafskipti sem jafnaðarmenn hafa jafnan lagt áherslu á.

Þó ber að hafa í huga að þessi aðgreining hefur orðið óljósari á síðari árum, þar sem pólitískar málamiðlanir og uppbrot hefðbundinna flokkakerfa hafa orðið til þess að mörg borgaraleg stjórnmálaöfl hafa tekið upp áherslu á velferð og samfélagslega ábyrgð sem áður voru helst tengd vinstri stefnu. Á sama tíma hafa jafnaðarmannaflokkar í auknum mæli tekið upp frjálslyndar efnahagslegar áherslur og stuðning við markaðslausnir.

Myndir:...