Hvað eru borgaraleg gildi?Hugtakið borgaraleg ríkisstjórn (d. borgerlig regering) er mest notað á Norðurlöndum, einkum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Í þessum löndum er það aðallega notað til aðgreiningar frá vinstristjórnum, sérstaklega þeim sem leiddar eru af jafnaðarmönnum (sósíaldemókrötum). Í Danmörku og Svíþjóð er hugtakið borgaraleg stjórn notað um ríkisstjórnir sem skipaðar eru mið- og hægriflokkum, svo sem íhaldsflokkum, frjálslyndum flokkum og kristilegum demókrötum. Í Noregi er talað um borgaralega stjórn með svipuðum hætti. Þessar ríkisstjórnir eru almennt taldar standa fyrir stefnu sem leggur áherslu á frjálsan markað, einstaklingsábyrgð og takmörkuð ríkisafskipti. Á Íslandi hefur hugtakið ekki verið jafn áberandi í daglegri pólitískri umræðu, en það hefur verið notað í fræðilegum greiningum og að einhverju leyti í fjölmiðlum, einkum í sögulegu samhengi. Dæmi um slíkar ríkisstjórnir eru stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, sem og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á tíunda áratugnum. Þessar stjórnir lögðu meðal annars áherslu á markaðslausnir, einkarekstur og aðhald í ríkisfjármálum.

Í Svíþjóð er ríkisstjórn Fredrik Reinfeldt (2006–2014) ágætt dæmi um borgaralega stjórn. Hún var skipuð fjórum mið- og hægriflokkum í kosningabandalagi sem nefnt var Alliansen.
- Frankie Fouganthin. (2010, 5. október). Regeringen Reinfeldt 2010.jpg. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY 3.0. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Regeringen_Reinfeldt_2010.jpg
- Høyre – Lex. (Sótt 29.04.2025).