Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum og hver er saga þeirra? (Fann allt um 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 kr. seðlana).

Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út. Þetta voru 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar. Af þeim er nú aðeins 500 krónu seðillinn enn í gildi en seinna bættust við 1000, 2000, 5000 og 10000 króna seðlar. Þótt útgáfu 10, 50 og 100 krónu seðla hafi verið hætt á 9. og 10. áratug síðustu aldar þá voru þeir enn í umferð lengi á eftir. Í nóvember 2005 var sett reglugerð um innköllun þessara seðla (nr. 1125/2005) og var frestur til að skila þeim inn til 1. júní 2007. Eftir það var ekki hægt að nota seðlana.

Tíu krónu seðillinn var blár á litinn. Á framhlið hans var Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648) en á bakhliðinni var mynd eftir Auguste Mayers (1805-1890) af baðstofulífi en einnig myndir af blöndukönnu, trafakefli, lár og aski gerðar eftir eftir munum á Þjóðminjasafninu. Árið 1984 var gefin út 10 krónu mynt sem kom í stað seðilsins.

Hæg er að lesa um Arngrím Jónsson í svari eftir Gottskálk Jensson við spurningunni Hver var Arngrímur Jónsson lærði? Þar kemur meðal annars þetta fram:

Arngrímur Jónsson „lærði“ fæddist 1568 að Auðunarstöðum í Víðidal. Frá átta ára aldri ólst hann upp á Hólum hjá Guðbrandi Þorlákssyni biskupi sem var náfrændi hans. Eftir útskrift úr Hólaskóla 1585 sigldi hann sautján ára til frekara náms í Kaupmannahöfn þar sem hann las guðfræði, fornmál og önnur vísindi í fjögur ár með námsstyrk frá Danakonungi ...

Heimkominn varð hann skólameistari á Hólum 21 árs og vígðist til prests árið eftir, varð fljótlega einnig prófastur. Í fjóra áratugi var Arngrímur hægri hönd hins atorkumikla frænda síns og gegndi á þeim tíma flestum embættum á biskupsstólnum, var skólameistari, dómkirkjuprestur, aðstoðarbiskup og biskup í afleysingum. Hann samdi einnig skólabækur, þýddi trúarrit og var á kafi í útgáfustarfi við Hólaprentsmiðju sem þá var sú eina á Íslandi. Arngrímur er sagður hafa búið til prentunar hið fræga miðaldakvæði „Lilju“ í Vísnabók Guðbrands (Hólar 1612) og telst það fyrsta útgáfa á íslensku miðaldariti ...

Fjöldi Íslendinga á ættir að rekja til Arngríms. Hann lést 1648 þá áttræður að aldri.

Fimmtíu króna seðillinn var brúnn á litinn. Á framhlið hans var áðurnefndur frændi Arngríms, Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup (1541/42–1627) en á bakhliðinni mátti sjá menn að vinnu við prentþröng frá 16. öld með sátur úr eftirmála Guðbrandsbiblíu í bakgrunni. Hætt var að setja þennan seðil í umferð árið 1987 þegar gefin var út 50 króna mynt.

Ekki hefur verið fjallað um Guðbrand á Vísindavefnum en um hann má til dæmis lesa á vef Háskólans á Hólum. Þar segir meðal annars:

Guðbrandur fæddist 1541 eða 1542 á Staðarbakka í Miðfirði ... Guðbrandur fór ungur til náms í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1559 en nam í Hafnarháskóla næstu ár. Hann varð síðan skólameistari í Skálholti frá 1564-1567, vígðist þá prestur að Breiðabólstað í Vesturhópi en varð árið eftir skólameistari á Hólum. Eftir lát Ólafs biskups Hjaltasonar var Guðbrandur skipaður biskup á Hólum, vígður 8. apríl 1571. Gegndi hann því embætti til dauðadags, 20. júlí 1627 eða í 56 ár, lengst allra manna á Íslandi ...

Guðbrandur Þorláksson var fjölgáfaður og mikill lærdómsmaður ... Guðbrandur var vel að sér í náttúruvísindum, stærð- og stjörnufræði, mældi t.d. hnattstöðu Íslands fyrstur manna og gerði kort af landinu. Þá var hann einkar listfengur í höndum á skurð og smíðar og hefur verið talið að í Þjóðminjasafni sé kistill og ef til vill fleiri gripir með útskurði hans ...

Eitt af fyrstu verkum Guðbrands var að efla prentsmiðjuna sem var á vegum biskupsstólsins. Eftir nokkra byrjunarörðugleika kom út fyrsta bókin í biskupstíð Guðbrands, Lífsins vegur... Alls eru varðveittar 79 bækur, flestar fremur litlar, sem prentaðar voru á Hólum og Núpufelli í tíð Guðbrands en heimildir eru til um 100 bækur frá hans skeiði. Hann er sjálfur talinn höfundur ellefu bóka og þýddi ríflega 30.

Hundrað krónu seðillinn sem gefinn var út í ársbyrjun 1981 var grænn á lit. Á framhlið hans var Árni Magnússon prófessor (1663-1730) en á bakhliðinni er munkur við skriftir og texti úr Stjórnarhandriti frá 14. öld í bakgrunni. 100 krónu mynt var gefin út 1995 og kom í stað þessa seðils.

Hægt er að lesa um Árna Magnússon á Vísindavefnum, til dæmis í svari eftir Má Jónsson við spurningunni Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur? Þar segir meðal annars:
Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á Norðurlöndum til forna.

Árni féll fyrir fornum fræðum og hóf að safna handritum, með megináherslu á íslensk handrit frá miðöldum. Hann lauk guðfræðinámi vorið 1685 og ákvað að vera áfram í Kaupmannahöfn fremur en að gerast sýslumaður eða prestur á Íslandi. Honum tókst næstu árin að sjá sér farborða við fræðistörf, nokkuð sem ekki var auðvelt á þeim árum. Hann var við nám og rannsóknir í Þýskalandi árin 1694-1696 en fékk að því loknu starf við skjalasafn Danakonungs og varð skömmu síðar prófessor við Hafnarháskóla. Um aldamótin 1700 var hann því orðinn háttsettur maður í Danaveldi og hafði jafnframt komið sér upp mesta safni íslenskra og norskra handrita frá miðöldum sem um gat ...

Þekktastur er Árni fyrir handritasafn sitt og ljóst að með aðgerðum sínum bjargaði hann ómetanlegum verðmætum frá glötun. Hann bæði safnaði handritum og fékk þau lánuð í því skyni að láta gera vönduð afrit. Skjölum safnaði hann líka eða lét gera afrit, svo þúsundum skipti ...

Minnstu munaði að safn Árna brynni til kaldra kola haustið 1728 en mest af því bjargaðist, en bruninn bugaði Árna sem lést í ársbyrjun 1730, 66 ára að aldri.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

1.8.2018

Spyrjandi

Magnús Kristján Guðjónsson

Tilvísun

EDS. „Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2018, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75580.

EDS. (2018, 1. ágúst). Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75580

EDS. „Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2018. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75580>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaða fólk er á 10, 50 og 100 kr. seðlunum og hver er saga þeirra? (Fann allt um 500, 1000, 2000, 5000 og 10000 kr. seðlana).

Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út. Þetta voru 10, 50, 100 og 500 krónu seðlar. Af þeim er nú aðeins 500 krónu seðillinn enn í gildi en seinna bættust við 1000, 2000, 5000 og 10000 króna seðlar. Þótt útgáfu 10, 50 og 100 krónu seðla hafi verið hætt á 9. og 10. áratug síðustu aldar þá voru þeir enn í umferð lengi á eftir. Í nóvember 2005 var sett reglugerð um innköllun þessara seðla (nr. 1125/2005) og var frestur til að skila þeim inn til 1. júní 2007. Eftir það var ekki hægt að nota seðlana.

Tíu krónu seðillinn var blár á litinn. Á framhlið hans var Arngrímur Jónsson lærði (1568-1648) en á bakhliðinni var mynd eftir Auguste Mayers (1805-1890) af baðstofulífi en einnig myndir af blöndukönnu, trafakefli, lár og aski gerðar eftir eftir munum á Þjóðminjasafninu. Árið 1984 var gefin út 10 krónu mynt sem kom í stað seðilsins.

Hæg er að lesa um Arngrím Jónsson í svari eftir Gottskálk Jensson við spurningunni Hver var Arngrímur Jónsson lærði? Þar kemur meðal annars þetta fram:

Arngrímur Jónsson „lærði“ fæddist 1568 að Auðunarstöðum í Víðidal. Frá átta ára aldri ólst hann upp á Hólum hjá Guðbrandi Þorlákssyni biskupi sem var náfrændi hans. Eftir útskrift úr Hólaskóla 1585 sigldi hann sautján ára til frekara náms í Kaupmannahöfn þar sem hann las guðfræði, fornmál og önnur vísindi í fjögur ár með námsstyrk frá Danakonungi ...

Heimkominn varð hann skólameistari á Hólum 21 árs og vígðist til prests árið eftir, varð fljótlega einnig prófastur. Í fjóra áratugi var Arngrímur hægri hönd hins atorkumikla frænda síns og gegndi á þeim tíma flestum embættum á biskupsstólnum, var skólameistari, dómkirkjuprestur, aðstoðarbiskup og biskup í afleysingum. Hann samdi einnig skólabækur, þýddi trúarrit og var á kafi í útgáfustarfi við Hólaprentsmiðju sem þá var sú eina á Íslandi. Arngrímur er sagður hafa búið til prentunar hið fræga miðaldakvæði „Lilju“ í Vísnabók Guðbrands (Hólar 1612) og telst það fyrsta útgáfa á íslensku miðaldariti ...

Fjöldi Íslendinga á ættir að rekja til Arngríms. Hann lést 1648 þá áttræður að aldri.

Fimmtíu króna seðillinn var brúnn á litinn. Á framhlið hans var áðurnefndur frændi Arngríms, Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup (1541/42–1627) en á bakhliðinni mátti sjá menn að vinnu við prentþröng frá 16. öld með sátur úr eftirmála Guðbrandsbiblíu í bakgrunni. Hætt var að setja þennan seðil í umferð árið 1987 þegar gefin var út 50 króna mynt.

Ekki hefur verið fjallað um Guðbrand á Vísindavefnum en um hann má til dæmis lesa á vef Háskólans á Hólum. Þar segir meðal annars:

Guðbrandur fæddist 1541 eða 1542 á Staðarbakka í Miðfirði ... Guðbrandur fór ungur til náms í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1559 en nam í Hafnarháskóla næstu ár. Hann varð síðan skólameistari í Skálholti frá 1564-1567, vígðist þá prestur að Breiðabólstað í Vesturhópi en varð árið eftir skólameistari á Hólum. Eftir lát Ólafs biskups Hjaltasonar var Guðbrandur skipaður biskup á Hólum, vígður 8. apríl 1571. Gegndi hann því embætti til dauðadags, 20. júlí 1627 eða í 56 ár, lengst allra manna á Íslandi ...

Guðbrandur Þorláksson var fjölgáfaður og mikill lærdómsmaður ... Guðbrandur var vel að sér í náttúruvísindum, stærð- og stjörnufræði, mældi t.d. hnattstöðu Íslands fyrstur manna og gerði kort af landinu. Þá var hann einkar listfengur í höndum á skurð og smíðar og hefur verið talið að í Þjóðminjasafni sé kistill og ef til vill fleiri gripir með útskurði hans ...

Eitt af fyrstu verkum Guðbrands var að efla prentsmiðjuna sem var á vegum biskupsstólsins. Eftir nokkra byrjunarörðugleika kom út fyrsta bókin í biskupstíð Guðbrands, Lífsins vegur... Alls eru varðveittar 79 bækur, flestar fremur litlar, sem prentaðar voru á Hólum og Núpufelli í tíð Guðbrands en heimildir eru til um 100 bækur frá hans skeiði. Hann er sjálfur talinn höfundur ellefu bóka og þýddi ríflega 30.

Hundrað krónu seðillinn sem gefinn var út í ársbyrjun 1981 var grænn á lit. Á framhlið hans var Árni Magnússon prófessor (1663-1730) en á bakhliðinni er munkur við skriftir og texti úr Stjórnarhandriti frá 14. öld í bakgrunni. 100 krónu mynt var gefin út 1995 og kom í stað þessa seðils.

Hægt er að lesa um Árna Magnússon á Vísindavefnum, til dæmis í svari eftir Má Jónsson við spurningunni Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur? Þar segir meðal annars:
Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á Norðurlöndum til forna.

Árni féll fyrir fornum fræðum og hóf að safna handritum, með megináherslu á íslensk handrit frá miðöldum. Hann lauk guðfræðinámi vorið 1685 og ákvað að vera áfram í Kaupmannahöfn fremur en að gerast sýslumaður eða prestur á Íslandi. Honum tókst næstu árin að sjá sér farborða við fræðistörf, nokkuð sem ekki var auðvelt á þeim árum. Hann var við nám og rannsóknir í Þýskalandi árin 1694-1696 en fékk að því loknu starf við skjalasafn Danakonungs og varð skömmu síðar prófessor við Hafnarháskóla. Um aldamótin 1700 var hann því orðinn háttsettur maður í Danaveldi og hafði jafnframt komið sér upp mesta safni íslenskra og norskra handrita frá miðöldum sem um gat ...

Þekktastur er Árni fyrir handritasafn sitt og ljóst að með aðgerðum sínum bjargaði hann ómetanlegum verðmætum frá glötun. Hann bæði safnaði handritum og fékk þau lánuð í því skyni að láta gera vönduð afrit. Skjölum safnaði hann líka eða lét gera afrit, svo þúsundum skipti ...

Minnstu munaði að safn Árna brynni til kaldra kola haustið 1728 en mest af því bjargaðist, en bruninn bugaði Árna sem lést í ársbyrjun 1730, 66 ára að aldri.

Heimildir og myndir:

...