Sólin Sólin Rís 07:12 • sest 19:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:21 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ásdís Egilsdóttir er prófessor emerita við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ásdís hefur lagt áherslu á ýmis minna þekkt svið íslenskra miðaldabókmennta, svo sem heilagra manna sögur, helgikvæði, fornaldar- og riddarasögur.

Meðal mikilvægustu rita Ásdísar má telja útgáfu hennar á biskupasögunum Hungurvöku, Páls sögu og Þorláks sögu ásamt jarteinabókum fyrir Íslenzk fornrit. (Biskupa sögur II, Íslenzk fornrit 16, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2002). Einnig ritaði hún bókmenntasögulegan inngang um biskupasögur fyrir sömu ritröð. (Biskupa sögur I, Íslenzk fornrit 15, Reykjavik: Hið íslenzka fornritafélag, 2003). Í rannsóknum sínum á biskupasögum hefur Ásdís leitast við að sýna fram á tengsl við evrópska lærdómshefð. Ritröðin Íslenzk fornrit er ætluð bæði fræðimönnum og almenningi.

Hér er Ásdís á milli bókhlöðunnar og kirkjunnar í Flatey, bygginga sem endurspegla viðfangsefni hennar.

Í tilefni af sjötugsafmæli Ásdísar í október 2016 tóku nokkrir starfsfélagar hennar saman greinasafnið Fræðinæmi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2016). Bókin skiptist í þrjá hluta, I Helgisögur, II Karlmennska og kynferði, III Ritun og þýðingar og endurspegla þessir þrír hlutar rannsóknasvið Ásdísar. Með greinum sínum um helgisögur sýnir Ásdís fram á mikilvægi trúarlegra miðaldabókmennta fyrir íslenzka bókmenntasögu. Þar fjallar hún jöfnum höndum um íslenska og innflutta dýrlinga, en einnig dýrlingsefni. Þar bendir hún á að einsetumanninum Ásólfi alskik í Landnámabók, höfðingjanum Hrafni Sveinbjarnarsyni og einsetukonunni Hildi á Hólum sé lýst sem dýrlingsefnum, þó ekkert hafi orðið úr vegsömun þeirra.

Ásdís var brautryðjandi í rannsóknum á karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Þar hefur hún meðal annars kannað sögur um svokallaða kolbíta, en það eru drengir sem ekki vilja leika sér í hefðbundnum drengjaleikum sem eiga að búa þá undir hlutverk hins fullorðna karlmanns. Í greinum sínum um ritun og þýðingar hefur Ásdís kannað samspil minnis og ritunar og bent á myndmál tengt hugmyndum lærðra manna á miðöldum um minnistækni.

Ásdís var um árabil ritstjóri ritraðarinnar Studia Islandica/Íslensk fræði. Hún hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu og norrænu rannsóknasamstarfi.

Ásdís er fædd árið 1946 og lauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1966. Hún lauk BA-prófi í íslensku, bókasafnsfræði og frönsku 1970 og var ráðin strax að loknu námi til starfa við bókasafn Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Ásamt störfum við bókasafnið og barnauppeldi hóf hún nám að nýju og lauk kandídatsprófi í íslenskum bókmenntum 1982. Sama ár varð hún stundakennari við Háskóla Íslands. Hún var ráðin lektor 1991 og lauk störfum sem prófessor í októberlok 2016.

Mynd:
  • © Erlendur Sveinsson.

Útgáfudagur

10.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2018. Sótt 23. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=75645.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 10. apríl). Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75645

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2018. Vefsíða. 23. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75645>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?

Ásdís Egilsdóttir er prófessor emerita við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ásdís hefur lagt áherslu á ýmis minna þekkt svið íslenskra miðaldabókmennta, svo sem heilagra manna sögur, helgikvæði, fornaldar- og riddarasögur.

Meðal mikilvægustu rita Ásdísar má telja útgáfu hennar á biskupasögunum Hungurvöku, Páls sögu og Þorláks sögu ásamt jarteinabókum fyrir Íslenzk fornrit. (Biskupa sögur II, Íslenzk fornrit 16, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2002). Einnig ritaði hún bókmenntasögulegan inngang um biskupasögur fyrir sömu ritröð. (Biskupa sögur I, Íslenzk fornrit 15, Reykjavik: Hið íslenzka fornritafélag, 2003). Í rannsóknum sínum á biskupasögum hefur Ásdís leitast við að sýna fram á tengsl við evrópska lærdómshefð. Ritröðin Íslenzk fornrit er ætluð bæði fræðimönnum og almenningi.

Hér er Ásdís á milli bókhlöðunnar og kirkjunnar í Flatey, bygginga sem endurspegla viðfangsefni hennar.

Í tilefni af sjötugsafmæli Ásdísar í október 2016 tóku nokkrir starfsfélagar hennar saman greinasafnið Fræðinæmi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2016). Bókin skiptist í þrjá hluta, I Helgisögur, II Karlmennska og kynferði, III Ritun og þýðingar og endurspegla þessir þrír hlutar rannsóknasvið Ásdísar. Með greinum sínum um helgisögur sýnir Ásdís fram á mikilvægi trúarlegra miðaldabókmennta fyrir íslenzka bókmenntasögu. Þar fjallar hún jöfnum höndum um íslenska og innflutta dýrlinga, en einnig dýrlingsefni. Þar bendir hún á að einsetumanninum Ásólfi alskik í Landnámabók, höfðingjanum Hrafni Sveinbjarnarsyni og einsetukonunni Hildi á Hólum sé lýst sem dýrlingsefnum, þó ekkert hafi orðið úr vegsömun þeirra.

Ásdís var brautryðjandi í rannsóknum á karlmennsku í íslenskum miðaldabókmenntum. Þar hefur hún meðal annars kannað sögur um svokallaða kolbíta, en það eru drengir sem ekki vilja leika sér í hefðbundnum drengjaleikum sem eiga að búa þá undir hlutverk hins fullorðna karlmanns. Í greinum sínum um ritun og þýðingar hefur Ásdís kannað samspil minnis og ritunar og bent á myndmál tengt hugmyndum lærðra manna á miðöldum um minnistækni.

Ásdís var um árabil ritstjóri ritraðarinnar Studia Islandica/Íslensk fræði. Hún hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu og norrænu rannsóknasamstarfi.

Ásdís er fædd árið 1946 og lauk stúdentsprófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1966. Hún lauk BA-prófi í íslensku, bókasafnsfræði og frönsku 1970 og var ráðin strax að loknu námi til starfa við bókasafn Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Ásamt störfum við bókasafnið og barnauppeldi hóf hún nám að nýju og lauk kandídatsprófi í íslenskum bókmenntum 1982. Sama ár varð hún stundakennari við Háskóla Íslands. Hún var ráðin lektor 1991 og lauk störfum sem prófessor í októberlok 2016.

Mynd:
  • © Erlendur Sveinsson.

...