Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvernig þau taka breytingum með þróun samfélags og menningar. Flestar hafa rannsóknirnar tengst Íslandi, en einnig hefur hann unnið ýmis verkefni annars staðar í heiminum, svo sem á Nýja-Sjálandi, Papúa Nýju-Gíneu, í Malaví og Gana.

Rannsóknir Karls hafa meðal annars beinst að hugmyndum fólks um náttúruna og hvernig þær speglast í meðferð samfélagsins á landslagi og lífverum.

Í upphafi tengdust rannsóknir Karls einkum þróun svæða og byggða, gjarnan með áherslu á dreifbýli. Hann tók meðal annars þátt í rannsóknarhópi landfræðinga á Nýja-Sjálandi um þróun sauðfjárræktarhéraða þar í landi. Síðar rannsakaði hann samfélagsþróun í fjallahéruðum Papúa Nýju-Gíneu. Á Íslandi hefur hann ásamt samstarfsfólki skoðað breytingar í landbúnaði og sjávarútvegi og áhrif þeirra á byggð í landinu. En borgin og þróun hennar hefur líka verið viðfangsefni Karls. Hann hefur meðal annars skoðað samgöngur í Reykjavík, sér í lagi hvernig hjólreiðafólk í borginni upplifir aðstæður sínar og hvaða hugmyndir það hefur um gott umhverfi til hjólreiða.

Seinni tíma rannsóknir Karls hafa í meira mæli beinst að hugmyndum fólks um náttúruna og hvernig þær speglast í meðferð samfélagsins á landslagi og lífverum. Hann hefur rýnt í þau hugtök og sjónarmið sem eru gjarnan undirstaða náttúruverndar. Þar má nefna stofnun og stjórnun þjóðgarða og annarra náttúruverndarsvæða, meðal annars hið tvíbenta samband ferðamennsku og verndarsvæða. Einnig hefur hann skoðað viðhorf Íslendinga til plantna og dýra af ýmsu tagi. Þetta eru allt rannsóknarefni þar sem landfræðingar hafa lagt mikið til málanna á alþjóðlegum vettvangi.

Upp á síðkastið hefur Karl ekki síst beint sjónum að orkumálum, nánar tiltekið að áhrifum orkumannvirkja á landslag. Hann hefur tekið virkan þátt í evrópsku samstarfi um þessi efni, sem eru mjög á dagskrá vegna viðleitni ríkja í Evrópu og víðar til að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis og virkja endurnýjanlega orkugjafa í þess stað. Slíkt hefur óhjákvæmilega miklar landslagsbreytingar í för með sér, sem samfélagið á hverjum stað höndlar með ólíkum hætti. Oft verður mikill ágreiningur um ný orkumannvirki. Á Íslandi er endurnýjanleg orka mun stærri hluti af orkubúskap í heild en víðast annars staðar, en það þýðir síður en svo að öll ágreiningsefni séu úr sögunni; öðru nær. Staðsetning nýrra vatns- og jarðvarmaorkuvera veldur gjarnan deilum í íslensku samfélagi. Nýting vindorku er á byrjunarstigi, en mun án efa hafa í för með sér ný álitamál. Greining á slíkum álitamálum með hjálp hugtaka og kenninga landfræðinnar er forsenda fyrir markvissri stefnumótun og skipulagi á þessu sviði.

Á Nesjavöllum er 120 MW jarðvarmavirkjun í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.

Niðurstöður rannsókna sinna hefur Karl fyrst og fremst birt í ritrýndum greinum í alþjóðlegum tímaritum á sviði landfræði og skyldra fræðigreina, en einnig í bókarköflum og skýrslum af öðru tagi. Hann er enn fremur höfundur bókarinnar Harvesting Development (2002, NIAS/University of Michigan Press) og ritstýrði ásamt Katrínu Önnu Lund bókinni Conversations with Landscape (2010, Ashgate). Hann situr í ritnefndum alþjóðlegu fræðitímaritanna Polar Geography, Fennia og Environment, Space, Place.

Karl er fæddur á Mýrum í Hornafirði 1961. Hann lauk BS-prófi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 1987. Meistaranám stundaði hann við landfræðideild háskólans í Auckland á Nýja-Sjálandi og lauk því árið 1989. Árin 1993–1997 var hann við nám við Þjóðarháskóla Ástralíu, þar sem hann lauk doktorsprófi í mannvistarlandfræði. Doktorsritgerð Karls fjallaði um tengingu sjálfsþurftarbænda á Papúa Nýju-Gíneu við markaðshagkerfi og áhrif þessa á samfélag og umhverfi.

Myndir:
  • Mynd af KB: © Kristinn Ingvarsson
  • Nesjavellir: Úr safni KB

Útgáfudagur

3.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2018, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75762.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75762

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2018. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75762>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?
Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvernig þau taka breytingum með þróun samfélags og menningar. Flestar hafa rannsóknirnar tengst Íslandi, en einnig hefur hann unnið ýmis verkefni annars staðar í heiminum, svo sem á Nýja-Sjálandi, Papúa Nýju-Gíneu, í Malaví og Gana.

Rannsóknir Karls hafa meðal annars beinst að hugmyndum fólks um náttúruna og hvernig þær speglast í meðferð samfélagsins á landslagi og lífverum.

Í upphafi tengdust rannsóknir Karls einkum þróun svæða og byggða, gjarnan með áherslu á dreifbýli. Hann tók meðal annars þátt í rannsóknarhópi landfræðinga á Nýja-Sjálandi um þróun sauðfjárræktarhéraða þar í landi. Síðar rannsakaði hann samfélagsþróun í fjallahéruðum Papúa Nýju-Gíneu. Á Íslandi hefur hann ásamt samstarfsfólki skoðað breytingar í landbúnaði og sjávarútvegi og áhrif þeirra á byggð í landinu. En borgin og þróun hennar hefur líka verið viðfangsefni Karls. Hann hefur meðal annars skoðað samgöngur í Reykjavík, sér í lagi hvernig hjólreiðafólk í borginni upplifir aðstæður sínar og hvaða hugmyndir það hefur um gott umhverfi til hjólreiða.

Seinni tíma rannsóknir Karls hafa í meira mæli beinst að hugmyndum fólks um náttúruna og hvernig þær speglast í meðferð samfélagsins á landslagi og lífverum. Hann hefur rýnt í þau hugtök og sjónarmið sem eru gjarnan undirstaða náttúruverndar. Þar má nefna stofnun og stjórnun þjóðgarða og annarra náttúruverndarsvæða, meðal annars hið tvíbenta samband ferðamennsku og verndarsvæða. Einnig hefur hann skoðað viðhorf Íslendinga til plantna og dýra af ýmsu tagi. Þetta eru allt rannsóknarefni þar sem landfræðingar hafa lagt mikið til málanna á alþjóðlegum vettvangi.

Upp á síðkastið hefur Karl ekki síst beint sjónum að orkumálum, nánar tiltekið að áhrifum orkumannvirkja á landslag. Hann hefur tekið virkan þátt í evrópsku samstarfi um þessi efni, sem eru mjög á dagskrá vegna viðleitni ríkja í Evrópu og víðar til að hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis og virkja endurnýjanlega orkugjafa í þess stað. Slíkt hefur óhjákvæmilega miklar landslagsbreytingar í för með sér, sem samfélagið á hverjum stað höndlar með ólíkum hætti. Oft verður mikill ágreiningur um ný orkumannvirki. Á Íslandi er endurnýjanleg orka mun stærri hluti af orkubúskap í heild en víðast annars staðar, en það þýðir síður en svo að öll ágreiningsefni séu úr sögunni; öðru nær. Staðsetning nýrra vatns- og jarðvarmaorkuvera veldur gjarnan deilum í íslensku samfélagi. Nýting vindorku er á byrjunarstigi, en mun án efa hafa í för með sér ný álitamál. Greining á slíkum álitamálum með hjálp hugtaka og kenninga landfræðinnar er forsenda fyrir markvissri stefnumótun og skipulagi á þessu sviði.

Á Nesjavöllum er 120 MW jarðvarmavirkjun í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.

Niðurstöður rannsókna sinna hefur Karl fyrst og fremst birt í ritrýndum greinum í alþjóðlegum tímaritum á sviði landfræði og skyldra fræðigreina, en einnig í bókarköflum og skýrslum af öðru tagi. Hann er enn fremur höfundur bókarinnar Harvesting Development (2002, NIAS/University of Michigan Press) og ritstýrði ásamt Katrínu Önnu Lund bókinni Conversations with Landscape (2010, Ashgate). Hann situr í ritnefndum alþjóðlegu fræðitímaritanna Polar Geography, Fennia og Environment, Space, Place.

Karl er fæddur á Mýrum í Hornafirði 1961. Hann lauk BS-prófi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 1987. Meistaranám stundaði hann við landfræðideild háskólans í Auckland á Nýja-Sjálandi og lauk því árið 1989. Árin 1993–1997 var hann við nám við Þjóðarháskóla Ástralíu, þar sem hann lauk doktorsprófi í mannvistarlandfræði. Doktorsritgerð Karls fjallaði um tengingu sjálfsþurftarbænda á Papúa Nýju-Gíneu við markaðshagkerfi og áhrif þessa á samfélag og umhverfi.

Myndir:
  • Mynd af KB: © Kristinn Ingvarsson
  • Nesjavellir: Úr safni KB

...