Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Alda Björk Valdimarsdóttir stundað?

Alda Björk Valdimarsdóttir er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Meðal helstu rannsóknarverkefna hennar eru enskar 19. aldar bókmenntir með sérstakri áherslu á skáldverk Jane Austen, endurvinnslu menningararfsins í samtímanum, hliðarsögur, endurritanir og aðlaganir. Hún hefur jafnframt rannsakað íslenskar samtímabókmenntir. Væntanleg er bók á íslensku um Jane Austen-endurritanir með hliðsjón af kvennamenningu og er hún jafnframt að vinna að bók á ensku um Austen og sjálfshjálparmenningu.

Alda hefur skrifað nokkrar bækur, meðal annars Rithöfund Íslands. Skáldskaparfræði Hallgríms Helgasonar (2008) þar sem rýnt er í skáldverk Hallgríms og þau skoðuð í ljósi hugmynda um höfundarímyndir, bókmenntahefðina, póstmódernisma og karnival. Hún hefur einnig gefið út bókina Hef ég verið hér áður. Skáldskapur Steinunnar Sigurðardóttur (2011), ásamt Guðna Elíssyni, þar sem hún greinir nokkur skáldverk Steinunnar með hliðsjón af venslum ástar og dauða, hvernig mælskufræði ástarinnar mótar hegðun og hugmyndir harmrænna kvenhetja hennar sem eru gjarnan á valdi dauðahvatarinnar. Alda Björk gaf einnig út þýðingasafnið Kvikmyndastjörnur (2006) sem eru þýðingar á fræðilegum greinum um mótun og virkni stjörnukerfisins, hlutverk og merkingu stjarna í samfélaginu. Hún skrifaði einnig fræðilegan inngang að þýðingum sínum.

Meðal helstu rannsóknarverkefna Öldu Bjarkar eru enskar 19. aldar bókmenntir með sérstakri áherslu á skáldverk Jane Austen, endurvinnslu menningararfsins í samtímanum, hliðarsögur, endurritanir og aðlaganir.

Alda Björk hefur rannsakað póstfemínískar birtingarmyndir í samtímanum með sérstakri áherslu á skvísusögur, bæði í íslensku samhengi og erlendu í ljósi bókmenntahefðar, viðtökusögu sem lesin er með hliðsjón af bókmenntasögu kvenna. Hún hefur meðal annars skrifað um skvísubókarhöfundinn Tobbu Marinós. Þá hefur hún einnig skrifað fræðilegar greinar um ljóðlist ásamt því að hafa gefið út ljóðabók 2015 og birt ljóð í ýmsum tímaritum. Hún sat í stjórn Óðfræðifélagsins Boðnar 2015-2018.

Alda Björk lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði 1999, MA-gráðu 2004 og doktorsgráðu við Háskóla Íslands árið 2014. Hún hefur verið greinarformaður í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá 2014.

Mynd:
  • Úr safni ABV.

Útgáfudagur

18.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundar

Ritstjórn Vísindavefsins

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. „Hvaða rannsóknir hefur Alda Björk Valdimarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2018. Sótt 20. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=75800.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. (2018, 18. maí). Hvaða rannsóknir hefur Alda Björk Valdimarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75800

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslendinga. „Hvaða rannsóknir hefur Alda Björk Valdimarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2018. Vefsíða. 20. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75800>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Rut Franzdóttir

1976

Sigríður Rut Franzdóttir stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Rannsóknaverkefni hennar snúast m.a. um að skilgreina hlutverk ákveðinna gena í taugakerfi flugna og manna.