Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi. Helstu áhugasvið hennar eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að menntun fyrir alla, virku námi og faglegu lærdómssamfélagi. Einnig er samstarf heimilis og skóla henni hugleikið sem og efling kennaramenntunar og starfstengd leiðsögn við nýliða í kennarastarfi.

Birna er aðili að rannsóknarverkefninu Öndvegissetur Nordic Centre of Excellence: Quality in Nordic Teaching (QUINT) sem er styrkt af Nordforsk og staðsett við Háskólann í Osló. Verkefnið er til fimm ára (2018–2013) og er samstarfsverkefni Noregs, Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Íslands. Því er ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvað einkennir framúrskarandi kennslu í norrænum kennslustofum á unglingastigi og fer gagnasöfnun að miklu leyti fram með myndbandsupptökum. Leitað verður svara við spurningum eins og:

  • Á hvaða hátt gerir kennsla gæfumuninn í námi og skuldbindingu nemenda; í einstökum námsgreinum og þvert á þær; með eða án stafræns stuðnings; í einsleitu eða fjölmenningarlegu umhverfi?
  • Geta myndbandsupptökur úr kennslustofum nýst í kennaramenntun?
  • Geta aðferðir myndbandstækninnar og önnur stafræn tækni skapað grundvöll fyrir nýjar leiðir í rannsóknasamstarfi milli rannsakenda og kennara á vettvangi?

Helstu áhugasvið Birnu eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að menntun fyrir alla, virku námi og faglegu lærdómssamfélagi.

Enn fremur vinnur Birna, ásamt fleirum, að rannsókn sem snýr að umgjörð og starfsháttum skólaþjónustu sveitarfélaga og hvernig staðið er að því að tryggja skólum þann aðgang að skólaþjónustu sem styður við starfsþróun kennara, eflingu faglegs lærdómssamfélags í skólum og framgang skólastefnu.

Birna fæddist 14. apríl 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1984, kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1988 og starfaði sem grunnskólakennari um árabil. Birna lauk meistaraprófi frá Háskólanum á Akureyri 2005 og starfaði sem sérfræðingur og síðar forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í nokkur ár. Hún lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2015.

Í doktorsrannsókn Birnu var varpað ljósi á þróun faglegs lærdómssamfélags, forystu og teymisvinnu í nýjum grunnskóla. Meginrannsóknarspurningarnar voru: a) Hvaða merkingu hefur forysta til náms í þróun starfshátta í nýjum skóla? og b) Hvað styður og hvetur til forystu til náms?

Helstu þemu rannsóknarinnar voru: Að draga fram og öðlast skilning á þeim viðfangsefnum sem taka þarf á í upphafi starfs í nýjum skóla, einstaklingsmiðað skólastarf sem markmið í lærdómssamfélagi, teymisvinna sem tæki til samstarfs og starfsþróunar og áhrif stuðnings skólastjórnenda til starfsfólks á nemendur, foreldra, stuðningsfulltrúa og skólaliða.

Rannsókninni var fylgt eftir í skólanum skólaárið 2017–2018.

Mynd:
  • Úr safni BMBS.

Útgáfudagur

26.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2018. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75868.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75868

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2018. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75868>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?
Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi. Helstu áhugasvið hennar eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að menntun fyrir alla, virku námi og faglegu lærdómssamfélagi. Einnig er samstarf heimilis og skóla henni hugleikið sem og efling kennaramenntunar og starfstengd leiðsögn við nýliða í kennarastarfi.

Birna er aðili að rannsóknarverkefninu Öndvegissetur Nordic Centre of Excellence: Quality in Nordic Teaching (QUINT) sem er styrkt af Nordforsk og staðsett við Háskólann í Osló. Verkefnið er til fimm ára (2018–2013) og er samstarfsverkefni Noregs, Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Íslands. Því er ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvað einkennir framúrskarandi kennslu í norrænum kennslustofum á unglingastigi og fer gagnasöfnun að miklu leyti fram með myndbandsupptökum. Leitað verður svara við spurningum eins og:

  • Á hvaða hátt gerir kennsla gæfumuninn í námi og skuldbindingu nemenda; í einstökum námsgreinum og þvert á þær; með eða án stafræns stuðnings; í einsleitu eða fjölmenningarlegu umhverfi?
  • Geta myndbandsupptökur úr kennslustofum nýst í kennaramenntun?
  • Geta aðferðir myndbandstækninnar og önnur stafræn tækni skapað grundvöll fyrir nýjar leiðir í rannsóknasamstarfi milli rannsakenda og kennara á vettvangi?

Helstu áhugasvið Birnu eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að menntun fyrir alla, virku námi og faglegu lærdómssamfélagi.

Enn fremur vinnur Birna, ásamt fleirum, að rannsókn sem snýr að umgjörð og starfsháttum skólaþjónustu sveitarfélaga og hvernig staðið er að því að tryggja skólum þann aðgang að skólaþjónustu sem styður við starfsþróun kennara, eflingu faglegs lærdómssamfélags í skólum og framgang skólastefnu.

Birna fæddist 14. apríl 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1984, kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1988 og starfaði sem grunnskólakennari um árabil. Birna lauk meistaraprófi frá Háskólanum á Akureyri 2005 og starfaði sem sérfræðingur og síðar forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í nokkur ár. Hún lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2015.

Í doktorsrannsókn Birnu var varpað ljósi á þróun faglegs lærdómssamfélags, forystu og teymisvinnu í nýjum grunnskóla. Meginrannsóknarspurningarnar voru: a) Hvaða merkingu hefur forysta til náms í þróun starfshátta í nýjum skóla? og b) Hvað styður og hvetur til forystu til náms?

Helstu þemu rannsóknarinnar voru: Að draga fram og öðlast skilning á þeim viðfangsefnum sem taka þarf á í upphafi starfs í nýjum skóla, einstaklingsmiðað skólastarf sem markmið í lærdómssamfélagi, teymisvinna sem tæki til samstarfs og starfsþróunar og áhrif stuðnings skólastjórnenda til starfsfólks á nemendur, foreldra, stuðningsfulltrúa og skólaliða.

Rannsókninni var fylgt eftir í skólanum skólaárið 2017–2018.

Mynd:
  • Úr safni BMBS.

...