Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Páll Jensson er prófessor í verkfræði og sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum rekstrarverkfræði, einkum á hagnýtingu aðgerðarannsókna í íslensku atvinnulífi.

Aðgerðarannsóknir fjalla um að gera stærðfræðilíkön af flóknum viðfangsefnum í stjórnun og rekstri og markmiðið er að nýta líkönin til aukins skilnings og til aðstoðar við ákvarðanatöku. Í upphafi síns starfsferils beindist áhugi Páls einkum að atvinnugreinum eins og sjávarútvegi, landbúnaði og fiskvinnslu. Hann þróaði ásamt samstarfsmönnum og nemendum sínum reiknilíkön af til dæmis loðnuveiðum, fiskvinnslu, heyflutningum og rekstri kúabúa. Ennfremur af fiskeldi og viðfangsefnum í sjávarútvegi, meðal annars má nefna rekstur frystitogara og spálíkan um aflabrögð.

Páll hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum rekstrarverkfræði, einkum á hagnýtingu aðgerðarannsókna í íslensku atvinnulífi.

Páll hefur um langt skeið verið í samstarfi við Marel hf. um rannsóknir og þróunarverkefni. Ein af afurðum þess samstarfs er einkaleyfi Marels um svokallað samval en þar er Páll skráður uppfinningamaður. Samval snýst um reikniaðferð til að raða til dæmis fiskbitum eða kjúklingabitum, sem berast að á færibandi, saman í skammta þannig að yfirvigt verði í lágmarki. Á síðari árum hefur athygli Páls beinst meira að orkumálum og einnig að framleiðsluiðnaði. Þá má nefna þróun reiknilíkana af arðsemimati sem hafa verið notuð víða um heim.

Samhliða kennslu og rannsóknum hefur Páll verið ráðgjafi fjölmargra fyrirtækja og setið í stjórnum nokkurra. Hann var varaformaður Verkfræðingafélags Íslands árin 1983-84 og formaður Skýrslutæknifélags Íslands árin 1987-88. Þá hefur Páll verið gestaprófessor við ýmsa erlenda háskóla, meðal annars Stanford-háskóla, Oregon State-háskóla og Dalhouise-háskóla í Nova Scotia. Páll hefur haldið námskeið í víða um heim, meðal annars á vegum Háskóla Sameinuðu Þjóðanna, þar á meðal má telja Namibíu, Mósambík, Suður-Afríku, Kúbu, Ekvador og Síle.

Páll er fæddur árið 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1969, prófi í iðnaðarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn 1972 og PhD-gráðu þaðan 1975. Hann var kennari í aðgerðarannsóknum og tölfræði við DTH 1972-75, kerfisfræðingur hjá IBM á Íslandi 1976-77 og forstöðumaður Reiknistofnunar Háskóla Íslands frá 1977 til 1987. Árið 1987 var hann skipaður prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og gegndi því til ársins 2011 þegar hann réðst sem prófessor til Háskólans í Reykjavík. Páll er kvæntur Önnu F. Jensdóttur leikskólakennara og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn.

Mynd:
  • Úr safni PJ.

Útgáfudagur

27.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2018. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75937.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 27. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75937

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2018. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75937>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Páll Jensson rannsakað?
Páll Jensson er prófessor í verkfræði og sviðsstjóri Fjármála- og rekstrarverkfræðisviðs við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum rekstrarverkfræði, einkum á hagnýtingu aðgerðarannsókna í íslensku atvinnulífi.

Aðgerðarannsóknir fjalla um að gera stærðfræðilíkön af flóknum viðfangsefnum í stjórnun og rekstri og markmiðið er að nýta líkönin til aukins skilnings og til aðstoðar við ákvarðanatöku. Í upphafi síns starfsferils beindist áhugi Páls einkum að atvinnugreinum eins og sjávarútvegi, landbúnaði og fiskvinnslu. Hann þróaði ásamt samstarfsmönnum og nemendum sínum reiknilíkön af til dæmis loðnuveiðum, fiskvinnslu, heyflutningum og rekstri kúabúa. Ennfremur af fiskeldi og viðfangsefnum í sjávarútvegi, meðal annars má nefna rekstur frystitogara og spálíkan um aflabrögð.

Páll hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum rekstrarverkfræði, einkum á hagnýtingu aðgerðarannsókna í íslensku atvinnulífi.

Páll hefur um langt skeið verið í samstarfi við Marel hf. um rannsóknir og þróunarverkefni. Ein af afurðum þess samstarfs er einkaleyfi Marels um svokallað samval en þar er Páll skráður uppfinningamaður. Samval snýst um reikniaðferð til að raða til dæmis fiskbitum eða kjúklingabitum, sem berast að á færibandi, saman í skammta þannig að yfirvigt verði í lágmarki. Á síðari árum hefur athygli Páls beinst meira að orkumálum og einnig að framleiðsluiðnaði. Þá má nefna þróun reiknilíkana af arðsemimati sem hafa verið notuð víða um heim.

Samhliða kennslu og rannsóknum hefur Páll verið ráðgjafi fjölmargra fyrirtækja og setið í stjórnum nokkurra. Hann var varaformaður Verkfræðingafélags Íslands árin 1983-84 og formaður Skýrslutæknifélags Íslands árin 1987-88. Þá hefur Páll verið gestaprófessor við ýmsa erlenda háskóla, meðal annars Stanford-háskóla, Oregon State-háskóla og Dalhouise-háskóla í Nova Scotia. Páll hefur haldið námskeið í víða um heim, meðal annars á vegum Háskóla Sameinuðu Þjóðanna, þar á meðal má telja Namibíu, Mósambík, Suður-Afríku, Kúbu, Ekvador og Síle.

Páll er fæddur árið 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1969, prófi í iðnaðarverkfræði frá Danmarks Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn 1972 og PhD-gráðu þaðan 1975. Hann var kennari í aðgerðarannsóknum og tölfræði við DTH 1972-75, kerfisfræðingur hjá IBM á Íslandi 1976-77 og forstöðumaður Reiknistofnunar Háskóla Íslands frá 1977 til 1987. Árið 1987 var hann skipaður prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og gegndi því til ársins 2011 þegar hann réðst sem prófessor til Háskólans í Reykjavík. Páll er kvæntur Önnu F. Jensdóttur leikskólakennara og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn.

Mynd:
  • Úr safni PJ.

...