Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka af flokki A og erfðafræði þeirra.

Sýklalyfjaónæmi er ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Árið 1989 barst til Íslands pneumókokkastofn sem var ónæmur fyrir öllum sýklalyfjum sem taka má um munn. Þessi stofn breiddist hratt um landið og náði svo háu nýgengi að það vakti heimsathygli. Í samstarfi við Rockefeller-háskólann í New York tókst Karli, og rannsóknarhópnum sem hann stýrir, að komast að því að stofninn var líklegast upprunninn frá Spáni. Rannsóknirnar beindust í kjölfarið að börnum á leikskólum sem báru helst þessar bakteríur og breiddu þær út, auk þess að skoða pneumókokka frá sýkingum.

Ásamt samstarfsmönnum á Íslandi, Karolinska stofnuninni, Rockefeller-háskóla, ITQB Portúgal og Oxford-háskóla, rannsakaði Karl áhrif sýklalyfjanotkunar, hreinlætis og ýmissa áhættuþátta á sýklalyfjaónæmi, meinvirkni og útbreiðslu pneumókokka. Þessar rannsóknir voru styrktar af 5. og 6. rammaáætlun Evrópusambandsins. Yfirgnæfandi hluti fjölónæmu bakteríanna tilheyrði einum klón (sami uppruni). Sýklalyfjaónæmið reyndist mjög háð sýklalyfjanotkun barnanna, en áhrif aukins hreinlætis og sprittnotkunar voru lítil. Þessi stofn var að mestu horfinn um síðustu aldamót en þá kom annar fjölónæmur stofn sem náði einnig mjög mikilli útbreiðslu. Pneumókokkabólusetning barna varð svo til þess að þeim stofni fækkaði mikið.

Rannsóknir Karls hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka af flokki A og erfðafræði þeirra.

Í dag er helsta ógn sýklalyfjaónæmis tengd svonefndum Gram-neikvæðum stafbakteríum eins og E. coli og Klebsiella, sem eru orðnar nær-alónæmar víða um heim. Þessar bakteríur eru hluti af iðraflóru manna og dýra og finnast víða í umhverfi þeirra. Þær berast auðveldlega í matvæli og geta breiðst út um heiminn með vaxandi verslun með matvæli. Karl er nú að undirbúa stóra rannsókn á því hversu mikið af þessum bakteríum berst í menn frá dýrum, matvælum og umhverfi. Rannsóknin er í samstarfi við Keldur, MATÍS, MAST og George Washington-háskólann í Washington í Bandaríkjunum.

Í dag er helsta ógn sýklalyfjaónæmis tengd Gram-neikvæðum stafbakteríum eins og til dæmis E. coli-bakteríunni, sem er orðin nær-alónæm víða um heim.

Með nýjum og öflugri aðferðum til þess að rannsaka genamengi baktería, svokallaðri heilgenamengisraðgreiningu, opnast nýjar leiðir til aukinnar þekkingar. Rannsóknasamstarf Karls við Oxford-háskóla og Wellcome Trust Sanger Institute á erfðaefni pneumókokka, og við Texas Medical Center á erfðaefni streptókokka af flokki A, hafa verið afar gagnlegar og munu geta nýst í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og við hönnun bóluefna. Karl bindur miklar vonir við nýhafið samstarf við George Washington-háskólann með heilgenamengisraðgreingum á E. coli-bakteríunni og hversu stór hluti sýkinga í mönnum er upprunnin frá matvælum og umhverfi. Karl hefur ítrekað bent á að aukinn innflutningur ferskra matvæla og kjúklinga til landsins sé líklegur til þess að flýta fyrir útbreiðslu nær-alónæmra stofna á Íslandi, en að frekari rannsókna sé þörf.

Karl fæddist í Reykjavík árið 1953, lauk cand. med.-prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1979, sérfræðilæknisprófi í sýklafræði frá Royal College of Pathologists, Bretlandi 1987 og doktorsprófi frá Háskólanum í Sheffield 1993. Eftir sérnám í Bretlandi fékk hann styrk til að vinna áfram að doktorsverkefni sínu við Hygiene Institut, Kölnarháskóla, Þýskalandi. Karl byrjaði sem sérfræðilæknir í sýklafræði við Sýklafræðideild Landspítalans 1988 og varð dósent í sýklafræði við Læknadeild sama ár. Hann varð yfirlæknir sýklafræðideildarinnar 1999, prófessor í sýklafræði 2000 og yfirlæknir sameinaðrar deildar Sýkla- og veirufræði 2017.

Myndir:

Útgáfudagur

24.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75973.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 24. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75973

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75973>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?
Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka af flokki A og erfðafræði þeirra.

Sýklalyfjaónæmi er ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Árið 1989 barst til Íslands pneumókokkastofn sem var ónæmur fyrir öllum sýklalyfjum sem taka má um munn. Þessi stofn breiddist hratt um landið og náði svo háu nýgengi að það vakti heimsathygli. Í samstarfi við Rockefeller-háskólann í New York tókst Karli, og rannsóknarhópnum sem hann stýrir, að komast að því að stofninn var líklegast upprunninn frá Spáni. Rannsóknirnar beindust í kjölfarið að börnum á leikskólum sem báru helst þessar bakteríur og breiddu þær út, auk þess að skoða pneumókokka frá sýkingum.

Ásamt samstarfsmönnum á Íslandi, Karolinska stofnuninni, Rockefeller-háskóla, ITQB Portúgal og Oxford-háskóla, rannsakaði Karl áhrif sýklalyfjanotkunar, hreinlætis og ýmissa áhættuþátta á sýklalyfjaónæmi, meinvirkni og útbreiðslu pneumókokka. Þessar rannsóknir voru styrktar af 5. og 6. rammaáætlun Evrópusambandsins. Yfirgnæfandi hluti fjölónæmu bakteríanna tilheyrði einum klón (sami uppruni). Sýklalyfjaónæmið reyndist mjög háð sýklalyfjanotkun barnanna, en áhrif aukins hreinlætis og sprittnotkunar voru lítil. Þessi stofn var að mestu horfinn um síðustu aldamót en þá kom annar fjölónæmur stofn sem náði einnig mjög mikilli útbreiðslu. Pneumókokkabólusetning barna varð svo til þess að þeim stofni fækkaði mikið.

Rannsóknir Karls hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka af flokki A og erfðafræði þeirra.

Í dag er helsta ógn sýklalyfjaónæmis tengd svonefndum Gram-neikvæðum stafbakteríum eins og E. coli og Klebsiella, sem eru orðnar nær-alónæmar víða um heim. Þessar bakteríur eru hluti af iðraflóru manna og dýra og finnast víða í umhverfi þeirra. Þær berast auðveldlega í matvæli og geta breiðst út um heiminn með vaxandi verslun með matvæli. Karl er nú að undirbúa stóra rannsókn á því hversu mikið af þessum bakteríum berst í menn frá dýrum, matvælum og umhverfi. Rannsóknin er í samstarfi við Keldur, MATÍS, MAST og George Washington-háskólann í Washington í Bandaríkjunum.

Í dag er helsta ógn sýklalyfjaónæmis tengd Gram-neikvæðum stafbakteríum eins og til dæmis E. coli-bakteríunni, sem er orðin nær-alónæm víða um heim.

Með nýjum og öflugri aðferðum til þess að rannsaka genamengi baktería, svokallaðri heilgenamengisraðgreiningu, opnast nýjar leiðir til aukinnar þekkingar. Rannsóknasamstarf Karls við Oxford-háskóla og Wellcome Trust Sanger Institute á erfðaefni pneumókokka, og við Texas Medical Center á erfðaefni streptókokka af flokki A, hafa verið afar gagnlegar og munu geta nýst í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og við hönnun bóluefna. Karl bindur miklar vonir við nýhafið samstarf við George Washington-háskólann með heilgenamengisraðgreingum á E. coli-bakteríunni og hversu stór hluti sýkinga í mönnum er upprunnin frá matvælum og umhverfi. Karl hefur ítrekað bent á að aukinn innflutningur ferskra matvæla og kjúklinga til landsins sé líklegur til þess að flýta fyrir útbreiðslu nær-alónæmra stofna á Íslandi, en að frekari rannsókna sé þörf.

Karl fæddist í Reykjavík árið 1953, lauk cand. med.-prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1979, sérfræðilæknisprófi í sýklafræði frá Royal College of Pathologists, Bretlandi 1987 og doktorsprófi frá Háskólanum í Sheffield 1993. Eftir sérnám í Bretlandi fékk hann styrk til að vinna áfram að doktorsverkefni sínu við Hygiene Institut, Kölnarháskóla, Þýskalandi. Karl byrjaði sem sérfræðilæknir í sýklafræði við Sýklafræðideild Landspítalans 1988 og varð dósent í sýklafræði við Læknadeild sama ár. Hann varð yfirlæknir sýklafræðideildarinnar 1999, prófessor í sýklafræði 2000 og yfirlæknir sameinaðrar deildar Sýkla- og veirufræði 2017.

Myndir:

...