Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Sunna Símonardóttir er nýdoktor í félagsfræði og stundakennari í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og birt greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð við The Sociological Review og Women’s Studies International Forum.

Doktorsritgerð Sunnu ber heitið Discipline and resistance: Constructing the “good” Icelandic mother through dominant discourses on bonding, breastfeeding and birth. Í doktorsrannsókninni skoðaði hún ráðandi orðræður um móðurhlutverkið á Íslandi og nýtti femínískar og póst-strúktúralískar kenningar um ögun og samspil valds og þekkingar til þess að skoða hvernig hugmyndir um móðurhlutverkið eru skapaðar og hvernig þeim er viðhaldið.

Rannsóknir Sunnu hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu.

Í rannsóknum sínum hefur Sunna áhuga á því að skoða með gagnrýnum hætti hvers vegna og hvernig hugmyndum um ólík hlutverk mæðra og feðra er viðhaldið. Orðræðugreining lítur á hina félagslegu veröld sem texta sem rannsakandinn getur lesið og túlkað og því er rannsókn á orðræðu um leið rannsókn á því hvernig merking er búin til og greining á tengslum tungumáls og félagslegs veruleika. Sunna nýtir orðræðugreiningu til þess að skilja hvernig ákveðnar hugmyndir; eins og til að mynda að tilfinningatengsl mæðra og barna séu mikilvægari en tengsl feðra og barna, að brjóstagjöf sé ófrávíkjanleg krafa og að „náttúruleg“ fæðing sé heppilegri, ná að festa rótum og öðlast ráðandi sess innan samfélagsins. Með rannsóknum sínum vill Sunna afbyggja hugmyndir byggðar á eðlishyggju og varpa ljósi á það að foreldrahlutverk eru ekki föst og óbreytanleg, heldur félagsleg í grunninn.

Í lok árs 2017 hóf Sunna vinnu við nýja rannsókn en tilgangur hennar er að skoða samspil fæðingarorlofs og foreldramenningar á Íslandi. Það verður gert með því að skoða á gagnrýnin hátt hvernig orðræður um sameiginlega fjölskylduábyrgð annars vegar og ákafa mæðrun hins vegar birtast okkur sem kynjaðar foreldraorðræður á Íslandi.

Sunna er fædd í Reykjavík árið 1981 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002. Sunna lauk BA-prófi í bókmennta- og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2005, meistaraprófi í kynjafræði frá Háskólanum í Leeds árið 2008 og doktorsprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2017.

Mynd:
  • Haraldur Jónasson/Hari.

Útgáfudagur

9.7.2018

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 9. júlí 2018, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76083.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. júlí). Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76083

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 9. júl. 2018. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76083>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?
Sunna Símonardóttir er nýdoktor í félagsfræði og stundakennari í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og birt greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð við The Sociological Review og Women’s Studies International Forum.

Doktorsritgerð Sunnu ber heitið Discipline and resistance: Constructing the “good” Icelandic mother through dominant discourses on bonding, breastfeeding and birth. Í doktorsrannsókninni skoðaði hún ráðandi orðræður um móðurhlutverkið á Íslandi og nýtti femínískar og póst-strúktúralískar kenningar um ögun og samspil valds og þekkingar til þess að skoða hvernig hugmyndir um móðurhlutverkið eru skapaðar og hvernig þeim er viðhaldið.

Rannsóknir Sunnu hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu.

Í rannsóknum sínum hefur Sunna áhuga á því að skoða með gagnrýnum hætti hvers vegna og hvernig hugmyndum um ólík hlutverk mæðra og feðra er viðhaldið. Orðræðugreining lítur á hina félagslegu veröld sem texta sem rannsakandinn getur lesið og túlkað og því er rannsókn á orðræðu um leið rannsókn á því hvernig merking er búin til og greining á tengslum tungumáls og félagslegs veruleika. Sunna nýtir orðræðugreiningu til þess að skilja hvernig ákveðnar hugmyndir; eins og til að mynda að tilfinningatengsl mæðra og barna séu mikilvægari en tengsl feðra og barna, að brjóstagjöf sé ófrávíkjanleg krafa og að „náttúruleg“ fæðing sé heppilegri, ná að festa rótum og öðlast ráðandi sess innan samfélagsins. Með rannsóknum sínum vill Sunna afbyggja hugmyndir byggðar á eðlishyggju og varpa ljósi á það að foreldrahlutverk eru ekki föst og óbreytanleg, heldur félagsleg í grunninn.

Í lok árs 2017 hóf Sunna vinnu við nýja rannsókn en tilgangur hennar er að skoða samspil fæðingarorlofs og foreldramenningar á Íslandi. Það verður gert með því að skoða á gagnrýnin hátt hvernig orðræður um sameiginlega fjölskylduábyrgð annars vegar og ákafa mæðrun hins vegar birtast okkur sem kynjaðar foreldraorðræður á Íslandi.

Sunna er fædd í Reykjavík árið 1981 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2002. Sunna lauk BA-prófi í bókmennta- og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2005, meistaraprófi í kynjafræði frá Háskólanum í Leeds árið 2008 og doktorsprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 2017.

Mynd:
  • Haraldur Jónasson/Hari.

...