Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hermína Gunnþórsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd.

Doktorsritgerð Hermínu greinir frá rannsókn á hugmyndum grunnskólakennara um hugmyndafræðina að baki skóla án aðgreiningar og hvernig þær endurspeglast í faglegum starfsvenjum þeirra og sýn á menntun. Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig menning og opinber menntastefna orkar á og mótar hugmyndir og skilning kennara á kennarahlutverkinu í skólum sem ætlað er að starfa í anda skóla án aðgreiningar.

Helstu viðfangsefni Hermínu í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd.

Auk þess að sinna kennslu er Hermína þátttakandi í innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum. Dæmi um slík verkefni eru: Immigrants in Education: A New Challenge; Inclusive societies? The integration of immigrants in Iceland (hófst 2018); Fathers' project: Experiences of fathers’ of children with disabilities (Holland, Belgía, Bretland, Ísland) (hófst 2017); Skólaþjónusta sveitarfélaga við leik- og grunnskóla: Stefna, umgjörð, fjármögnun og starfshættir (hófst 2018). Ásamt rannsóknarhópi úr kennaradeild Háskólans á Akureyri, tekur Hermína þátt í norræna rannsóknarverkefninu Nordic Centre of Excellence: Quality in Nordic Teaching (QUINT), sem hlaut veglegan styrk úr öðrum hluta styrkjaáætlunar NordForsk (2018–2023) undir merkjum Education for Tomorrow. Rannsóknin mun felast í viðamikilli gagnasöfnun, að miklu leyti með myndbandsupptökum í norrænum kennslustofum á mið- og unglingastigi grunnskólum, og er ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvað einkennir framúrskarandi kennslu í norrænum kennslustofum.

Rannsóknir Hermínu hafa birst í fjölda innlendra og erlendra fræðigreina og bókarkafla, hún var ritstjóri (ásamt Dóru S. Bjarnason og Ólafi Páli Jónssyni) bókarinnar Skóli margbreytileikans. Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca (Háskólaútgáfan, 2016).

Hermína Gunnþórsdóttir er fædd árið 1966 og lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1986. Hún er með BA-próf í íslensku og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf frá Kennaraháskóla Íslands (2003) og doktorspróf frá Háskóla Íslands (2014). Hún hefur starfað við leik-, grunn- og framhaldsskóla og kennt við íslenskuskóla í Hollandi og í Þýskalandi. Nemendahóparnir hafa verið fjölbreyttir, til dæmis leikskólabörn, nemendur frá 1. til 10. bekkjar, nemendur í hótel- og veitinganámi, skipstjórnarnámi og fiskvinnslunámi, kennaranemar og rannsakendur. Hún hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá 2008. Hermína er ritstjóri TUM, Tímarits um uppeldi og menntun og situr í háskólaráði Háskólans á Akureyri.

Mynd:

Útgáfudagur

11.7.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2018. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76087.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. júlí). Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76087

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2018. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76087>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Hermína Gunnþórsdóttir stundað?
Hermína Gunnþórsdóttir er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd.

Doktorsritgerð Hermínu greinir frá rannsókn á hugmyndum grunnskólakennara um hugmyndafræðina að baki skóla án aðgreiningar og hvernig þær endurspeglast í faglegum starfsvenjum þeirra og sýn á menntun. Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig menning og opinber menntastefna orkar á og mótar hugmyndir og skilning kennara á kennarahlutverkinu í skólum sem ætlað er að starfa í anda skóla án aðgreiningar.

Helstu viðfangsefni Hermínu í kennslu og rannsóknum eru skóli og nám án aðgreiningar, fjölmenning og skólastarf, félagslegt réttlæti í menntun, fötlunarfræði, menntastefna og framkvæmd.

Auk þess að sinna kennslu er Hermína þátttakandi í innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum. Dæmi um slík verkefni eru: Immigrants in Education: A New Challenge; Inclusive societies? The integration of immigrants in Iceland (hófst 2018); Fathers' project: Experiences of fathers’ of children with disabilities (Holland, Belgía, Bretland, Ísland) (hófst 2017); Skólaþjónusta sveitarfélaga við leik- og grunnskóla: Stefna, umgjörð, fjármögnun og starfshættir (hófst 2018). Ásamt rannsóknarhópi úr kennaradeild Háskólans á Akureyri, tekur Hermína þátt í norræna rannsóknarverkefninu Nordic Centre of Excellence: Quality in Nordic Teaching (QUINT), sem hlaut veglegan styrk úr öðrum hluta styrkjaáætlunar NordForsk (2018–2023) undir merkjum Education for Tomorrow. Rannsóknin mun felast í viðamikilli gagnasöfnun, að miklu leyti með myndbandsupptökum í norrænum kennslustofum á mið- og unglingastigi grunnskólum, og er ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvað einkennir framúrskarandi kennslu í norrænum kennslustofum.

Rannsóknir Hermínu hafa birst í fjölda innlendra og erlendra fræðigreina og bókarkafla, hún var ritstjóri (ásamt Dóru S. Bjarnason og Ólafi Páli Jónssyni) bókarinnar Skóli margbreytileikans. Menntun og manngildi í kjölfar Salamanca (Háskólaútgáfan, 2016).

Hermína Gunnþórsdóttir er fædd árið 1966 og lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1986. Hún er með BA-próf í íslensku og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf frá Kennaraháskóla Íslands (2003) og doktorspróf frá Háskóla Íslands (2014). Hún hefur starfað við leik-, grunn- og framhaldsskóla og kennt við íslenskuskóla í Hollandi og í Þýskalandi. Nemendahóparnir hafa verið fjölbreyttir, til dæmis leikskólabörn, nemendur frá 1. til 10. bekkjar, nemendur í hótel- og veitinganámi, skipstjórnarnámi og fiskvinnslunámi, kennaranemar og rannsakendur. Hún hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá 2008. Hermína er ritstjóri TUM, Tímarits um uppeldi og menntun og situr í háskólaráði Háskólans á Akureyri.

Mynd:

...