Sólin Sólin Rís 10:46 • sest 16:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:23 • Sest 24:03 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:55 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:12 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Þorsteinn Ingi Sigfússon var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2007). Þorsteinn nam eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og bauðst svo að koma til doktorsnáms í Cambridge-háskóla á Englandi og vinna þar við Cavendish-rannsóknastofnunina.

Upphaflega einbeitti Þorsteinn sér að rannsóknum á járnseglinum Ni3Al þar sem leiðnirafeindir skapa seglun. Hann framleiddi einkristalla af efninu og skoðaði rafeiginleika þeirra við afar lágan hita og í sterku segulsviði við lághitaeðlisfræðideild Cavendish-rannsóknastofnunarinnar. Þorsteinn var kjörinn „Research Fellow“ við Darwin College í Cambridge árið 1982 en fluttist aftur til Íslands sama ár.

Þorsteinn skoðar afrakstur Megaproject í Tomsk.

Við heimkomuna réðst Þorsteinn til Raunvísindastofnunar Háskólans. Snemma í því starfi kynntist hann áskorunum í málmeðlisfræði hjá Íslenska járnblendifélaginu. Með því að beita svokallaðri Mössbauer-tækni tókst honum að greina byggingargalla í kísiljárni sem leitt höfðu til þess að efnið molnaði í flutningum og féll um nokkra gæðaflokka. Þorsteinn setti fram TTT (e. time-temperature-transformation) graf fyrir efnið. Með því að stýra hitasögu efnisins í framleiðslu styrktist það og varð síðan nefnt „strongsil“. Í framhaldi af verkefninu kostaði Járnblendifélagið nýja prófessorsstöðu við Háskóla Íslands. Margir framhaldsnemar komu að rannsóknum á kísiljárni og áli undir stjórn Þorsteins, bæði við Háskóla Íslands og erlenda háskóla.

Á þessum árum beindist áhugi Þorsteins einnig að orkumálum, einkum vetni sem orkubera. Fyrirtækið Íslensk NýOrka var stofnað þegar hafist var handa við að þróa vetnishagkerfi á sviði samgangna. Árið 2003 var sett upp fyrsta vetnisstöðin á Íslandi en Þorsteinn var þá formaður stjórnar Íslenskrar NýOrku, sem hélt utan um verkefnið. Í framhaldinu voru alþjóðasamtökin IPHE (International Partnership for the Hydrogen Energy) stofnuð í Washington af öllum stærstu iðnríkjum heims. Þar var Þorsteinn, ásamt Þjóðverjanum dr. Hanns Joachim Neef, einn tveggja formanna.

Fyrir framlag sitt til vetnismála hlaut Þorsteinn Global Energy Prize verðlaunin í St. Pétursborg árið 2007. Í framhaldi af því stýrði hann mjög stóru rannsóknaverkefni (Megaproject) við Tomsk-háskóla þar sem unnið var að rannsóknum á efnarafölum með notkun nýrra himna og eins himna úr fjölliðum sem meðhöndlaðar voru með geislun í kjarnorkuhraðli.

Tæknileg eðlisfræði og nýsköpun tengd henni voru viðfangsefni Þorsteins frá upphafi. Hann stóð að stofnun sprotafyrirtækja á mörgum sviðum. Eitt þekktasta dæmið er Vaki fiskeldiskerfi sem hann stofnaði með Hermanni Kristjánssyni og fleirum og var Þorsteinn fyrsti stjórnarformaður þess. Vaki hefur verið leiðandi í heiminum á sviði þyngdargreiningar á villtum fiski og eldisfiski og beitir ljóstækni við þær mælingar.

Þorsteinn hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir samstarf háskóla og iðnaðar árið 2004. Hann fæddist í Vestmannaeyjum, 4. júní 1954 og lést 15. júlí 2019 í Stokkhólmi.

Mynd:

 • Úr safni ÞIS.
 • Útgáfudagur

  23.8.2018

  Spyrjandi

  Ritstjórn

  Tilvísun

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2018. Sótt 18. janúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=76207.

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. ágúst). Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76207

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2018. Vefsíða. 18. jan. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76207>.

  Chicago | APA | MLA

  Spyrja

  Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

  Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

  Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

  Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

  Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

  Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

  =

  Senda grein til vinar

  =

  Hvað rannsakaði vísindamaðurinn Þorsteinn Ingi Sigfússon?
  Þorsteinn Ingi Sigfússon var prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2007). Þorsteinn nam eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði við Háskólann í Kaupmannahöfn og bauðst svo að koma til doktorsnáms í Cambridge-háskóla á Englandi og vinna þar við Cavendish-rannsóknastofnunina.

  Upphaflega einbeitti Þorsteinn sér að rannsóknum á járnseglinum Ni3Al þar sem leiðnirafeindir skapa seglun. Hann framleiddi einkristalla af efninu og skoðaði rafeiginleika þeirra við afar lágan hita og í sterku segulsviði við lághitaeðlisfræðideild Cavendish-rannsóknastofnunarinnar. Þorsteinn var kjörinn „Research Fellow“ við Darwin College í Cambridge árið 1982 en fluttist aftur til Íslands sama ár.

  Þorsteinn skoðar afrakstur Megaproject í Tomsk.

  Við heimkomuna réðst Þorsteinn til Raunvísindastofnunar Háskólans. Snemma í því starfi kynntist hann áskorunum í málmeðlisfræði hjá Íslenska járnblendifélaginu. Með því að beita svokallaðri Mössbauer-tækni tókst honum að greina byggingargalla í kísiljárni sem leitt höfðu til þess að efnið molnaði í flutningum og féll um nokkra gæðaflokka. Þorsteinn setti fram TTT (e. time-temperature-transformation) graf fyrir efnið. Með því að stýra hitasögu efnisins í framleiðslu styrktist það og varð síðan nefnt „strongsil“. Í framhaldi af verkefninu kostaði Járnblendifélagið nýja prófessorsstöðu við Háskóla Íslands. Margir framhaldsnemar komu að rannsóknum á kísiljárni og áli undir stjórn Þorsteins, bæði við Háskóla Íslands og erlenda háskóla.

  Á þessum árum beindist áhugi Þorsteins einnig að orkumálum, einkum vetni sem orkubera. Fyrirtækið Íslensk NýOrka var stofnað þegar hafist var handa við að þróa vetnishagkerfi á sviði samgangna. Árið 2003 var sett upp fyrsta vetnisstöðin á Íslandi en Þorsteinn var þá formaður stjórnar Íslenskrar NýOrku, sem hélt utan um verkefnið. Í framhaldinu voru alþjóðasamtökin IPHE (International Partnership for the Hydrogen Energy) stofnuð í Washington af öllum stærstu iðnríkjum heims. Þar var Þorsteinn, ásamt Þjóðverjanum dr. Hanns Joachim Neef, einn tveggja formanna.

  Fyrir framlag sitt til vetnismála hlaut Þorsteinn Global Energy Prize verðlaunin í St. Pétursborg árið 2007. Í framhaldi af því stýrði hann mjög stóru rannsóknaverkefni (Megaproject) við Tomsk-háskóla þar sem unnið var að rannsóknum á efnarafölum með notkun nýrra himna og eins himna úr fjölliðum sem meðhöndlaðar voru með geislun í kjarnorkuhraðli.

  Tæknileg eðlisfræði og nýsköpun tengd henni voru viðfangsefni Þorsteins frá upphafi. Hann stóð að stofnun sprotafyrirtækja á mörgum sviðum. Eitt þekktasta dæmið er Vaki fiskeldiskerfi sem hann stofnaði með Hermanni Kristjánssyni og fleirum og var Þorsteinn fyrsti stjórnarformaður þess. Vaki hefur verið leiðandi í heiminum á sviði þyngdargreiningar á villtum fiski og eldisfiski og beitir ljóstækni við þær mælingar.

  Þorsteinn hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir samstarf háskóla og iðnaðar árið 2004. Hann fæddist í Vestmannaeyjum, 4. júní 1954 og lést 15. júlí 2019 í Stokkhólmi.

  Mynd:

 • Úr safni ÞIS.
 • ...