Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?

Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa verið veidd hér við land í áraraðir, bæði grásleppa, sem er hrygnan, og rauðmaginn, sem er hængurinn. Fiskurinn er veiddur í net þegar hann gengur upp á grunnsævið til hrygningar. Hrygning fer fram á grýttum og þanggrónum botni á 0-40 metra dýpi. Venjulega koma fyrstu hrygnurnar á hrygningarslóð strax í febrúar og stendur hrygningin fram í ágúst hér á landi.

Ekki er mikið vitað um vistfræði hrognkelsa á meðan þau halda til í úthafinu. Þó er vitað að þau halda sig aðallega miðsævis og við yfirborðið þar sem þau éta af kappi og safna orku fyrir hrygningartímann. Rannsóknir hafa sýnt að þar éta þau aðallega ljósátu, ýmsar tegundir marflóa, sem halda til í yfirborðssjó, og hveljur.

Stofnstærð hrognkelsa í dag er svipuð meðaltali frá 1985.

Hafrannsóknastofnun hefur fylgst með ástandi stofnsins undanfarna áratugi. Þegar þetta er skrifað er lífmassavísitala grásleppu nærri meðaltali frá 1985 og hefur lækkað nokkuð frá árunum 2013-2015. Um rauðmagann er það að segja að ástand hans hefur verið frekar bágborið undanfarið en lífmassavísitala hans hefur verið lág allt frá 1998 samanborið við árin 1985-1997.

Grásleppuveiðum hér við land hefur verið stýrt með sóknartakmörkunum og gefur Fiskistofa út veiðileyfi. Heildaraflinn árið 2017 var 4570 tonn en 5480 tonn árið áður.

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

31.1.2019

Spyrjandi

Gauti Gunnarsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2019. Sótt 14. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=76250.

Jón Már Halldórsson. (2019, 31. janúar). Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76250

Jón Már Halldórsson. „Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2019. Vefsíða. 14. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76250>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jóhannes Dagsson

1975

Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins.