Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað eru amerískar risahveljur?

Jón Már Halldórsson og Margrét Björk Sigurðardóttir

Amerískar risahveljur (Mnemiopsis leidyi) eru svokallaðar kambhveljur sem lifa við austurströnd Bandaríkjanna og nær útbreiðsla þeirra allt til Vestur-Indía. Það er kannski rangnefni að kalla þær risahveljur, en þær verða ekki nema um 100 mm að stærð.

Líkt og aðrar hveljur er ameríska kambhveljan rándýr og lifir á dýrasvifi, hrognum og smáum dýrum, svo sem seiðum. Þær eru yfirleitt einna virkastar á nóttunni, bæði við æxlun og veiðar, og gefa þá frá sér einkennandi grænleita flúorljómun.

Amerísku kambhveljurnar geta haft mjög afdrifarík áhrif berist þær í framandi vistkerfi, en þær geta valdið varanlegum breytingum á lífríkinu og þeim fæðukeðjum sem þar eru til staðar. Þær geta lifað í mjög súrefnissnauðu umhverfi og þola einnig mikla seltu. Jafnframt hefur mengun og ofauðgun í sjónum lítil áhrif á þær. Þetta veldur því að þær þrífast oft mjög vel í röskuðu umhverfi þar sem aðrar tegundir eiga erfiðar uppdráttar. Þetta hefur orðið til þess að kambhveljurnar hafa orðið mjög ríkjandi á ákveðnum svæðum á kostnað annarra tegunda.



Amerísku kamhveljurnar (Mnemiopsis leidyi) gefa frá sér flúorljómun á nóttunni.

Amerísku kambhveljurnar eru einkum taldar berast inn á ný hafsvæði með kjölvatni skipa. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar varð þeirra fyrst vart í Svartahafi. Þar urðu þær urðu fljótt yfirgnæfandi í vatninu og ullu miklum spjöllum á lífríki þess. Amerísku hveljurnar héldu svo áfram að breiðast út og á tíunda áratugnum voru þær komnar í Kaspíahaf. Afleiðingarnar urðu þær að fiskistofnar hrundu á þessum svæðum, en kambhveljurnar éta bæði fiskseiði og átu sem er meginfæða nytjafisksseiða.

Nýjustu fréttir af amerísku kambhveljunni eru að hennar hefur orðið vart undan ströndum Noregs, en þar er hún komin í mun kaldari sjó en þann sem einkennir hennar venjulegu búsvæði. Það má því segja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hennar verður vart hér á landi. Fylgjast þarf grannt með þessari þróun því hveljurnar gætu valdið miklum spjöllum á lífríkinu við strendur landsins.

Auknir skipaflutningar ásamt hlýnandi sjó í kjölfar hækkunar á hitastigi jarðar, eru að öllum líkindum helstu skýringar á aukinni útbreiðslu kambhveljunnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og mynd: Global invasive species database

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.2.2007

Spyrjandi

Hjalti Sigvaldason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað eru amerískar risahveljur?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6510.

Jón Már Halldórsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. (2007, 23. febrúar). Hvað eru amerískar risahveljur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6510

Jón Már Halldórsson og Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað eru amerískar risahveljur?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6510>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru amerískar risahveljur?
Amerískar risahveljur (Mnemiopsis leidyi) eru svokallaðar kambhveljur sem lifa við austurströnd Bandaríkjanna og nær útbreiðsla þeirra allt til Vestur-Indía. Það er kannski rangnefni að kalla þær risahveljur, en þær verða ekki nema um 100 mm að stærð.

Líkt og aðrar hveljur er ameríska kambhveljan rándýr og lifir á dýrasvifi, hrognum og smáum dýrum, svo sem seiðum. Þær eru yfirleitt einna virkastar á nóttunni, bæði við æxlun og veiðar, og gefa þá frá sér einkennandi grænleita flúorljómun.

Amerísku kambhveljurnar geta haft mjög afdrifarík áhrif berist þær í framandi vistkerfi, en þær geta valdið varanlegum breytingum á lífríkinu og þeim fæðukeðjum sem þar eru til staðar. Þær geta lifað í mjög súrefnissnauðu umhverfi og þola einnig mikla seltu. Jafnframt hefur mengun og ofauðgun í sjónum lítil áhrif á þær. Þetta veldur því að þær þrífast oft mjög vel í röskuðu umhverfi þar sem aðrar tegundir eiga erfiðar uppdráttar. Þetta hefur orðið til þess að kambhveljurnar hafa orðið mjög ríkjandi á ákveðnum svæðum á kostnað annarra tegunda.



Amerísku kamhveljurnar (Mnemiopsis leidyi) gefa frá sér flúorljómun á nóttunni.

Amerísku kambhveljurnar eru einkum taldar berast inn á ný hafsvæði með kjölvatni skipa. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar varð þeirra fyrst vart í Svartahafi. Þar urðu þær urðu fljótt yfirgnæfandi í vatninu og ullu miklum spjöllum á lífríki þess. Amerísku hveljurnar héldu svo áfram að breiðast út og á tíunda áratugnum voru þær komnar í Kaspíahaf. Afleiðingarnar urðu þær að fiskistofnar hrundu á þessum svæðum, en kambhveljurnar éta bæði fiskseiði og átu sem er meginfæða nytjafisksseiða.

Nýjustu fréttir af amerísku kambhveljunni eru að hennar hefur orðið vart undan ströndum Noregs, en þar er hún komin í mun kaldari sjó en þann sem einkennir hennar venjulegu búsvæði. Það má því segja að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hennar verður vart hér á landi. Fylgjast þarf grannt með þessari þróun því hveljurnar gætu valdið miklum spjöllum á lífríkinu við strendur landsins.

Auknir skipaflutningar ásamt hlýnandi sjó í kjölfar hækkunar á hitastigi jarðar, eru að öllum líkindum helstu skýringar á aukinni útbreiðslu kambhveljunnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og mynd: Global invasive species database...