Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga; allt frá bernskuminningum rithöfunda til sjálfstjáningar á samfélagsmiðlum. Minnið í öllum sínum birtingarmyndum hefur verið helsta viðfangsefni Gunnþórunnar undanfarin ár og þá hvernig við festum fortíðina á blað. Doktorsritgerð hennar fjallaði um mörk sjálfsævisagna og skáldskapar og kom út á bók hjá Rodopi-forlaginu árið 2003 undir heitinu Borderlines: Autobiography and Fiction in Postmodern Life Writing.

Gunnþórunn hefur bæði skoðað persónulegt minni; hvernig upprifjun og endurminningar birtast í bókmenntum, en einnig pólitískar víddir minnisins, í samfélagslegu og menningarlegu samhengi, til dæmis í löndum þar sem unnið er úr trámatískum atburðum úr fortíð eins og borgarastyrjöld eða ógnarstjórn. Þá hefur gleymskan verið fyrirferðarmikil í rannsóknum Gunnþórunnar og árið 2017 gaf hún út bókina Representations of Forgetting in Life Writing and Fiction hjá Palgrave forlaginu. Þar fjallar hún um það hvernig gleymskan er nauðsynlegur og þó mótsagnakenndur þáttur í því að festa fortíðina á blað og sýnir hvernig hún birtist á ótal mismunandi vegu í bókmenntum, ljósmyndum og á samfélagsmiðlum.

Rannsóknarsvið Gunnþórunnar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga.

Gunnþórunn hefur starfað með fjölbreyttum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarhópum. Hún hefur unnið með Daisy Neijmann að rannsóknum á stríði og minni; með samstarfsfólki frá University College Dublin að íslensk-írskum menningartengslum og með fjölþjóðlegum rannsóknarhópi að könnunum á bankahruninu 2008 í menningarlegu minni. Þá vinnur hún að greinasafni um norrænar glæpasögur í samstarfi við Newcastle-háskóla sem Bloomsbury forlagið mun gefa út.

Gunnþórunn er fædd í Þýskalandi árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1988 og BA-prófi í almennri bókmenntafræði og þýsku frá Háskóla Íslands 1992. Hún lauk MA-prófi í evrópskum samanburðarbókmenntum frá Háskólanum í Kent í Kantaraborg 1994 og doktorsprófi frá Royal Holloway, University of London árið 2000. Hún var stundakennari við University College of London frá 1999 til 2003, en í upphafi árs 2004 tók hún við aðjúnktsstarfi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands þar sem hún hefur kennt síðan. Hún hlaut rannsóknastöðustyrk frá Rannsóknasjóði Íslands 2004 til 2007 og haustið 2018 gegnir hún stöðu gistiprófessors við University College Dublin.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

15.9.2018

Síðast uppfært

20.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 15. september 2018, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76255.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. september). Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76255

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2018. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76255>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir stundað?
Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga; allt frá bernskuminningum rithöfunda til sjálfstjáningar á samfélagsmiðlum. Minnið í öllum sínum birtingarmyndum hefur verið helsta viðfangsefni Gunnþórunnar undanfarin ár og þá hvernig við festum fortíðina á blað. Doktorsritgerð hennar fjallaði um mörk sjálfsævisagna og skáldskapar og kom út á bók hjá Rodopi-forlaginu árið 2003 undir heitinu Borderlines: Autobiography and Fiction in Postmodern Life Writing.

Gunnþórunn hefur bæði skoðað persónulegt minni; hvernig upprifjun og endurminningar birtast í bókmenntum, en einnig pólitískar víddir minnisins, í samfélagslegu og menningarlegu samhengi, til dæmis í löndum þar sem unnið er úr trámatískum atburðum úr fortíð eins og borgarastyrjöld eða ógnarstjórn. Þá hefur gleymskan verið fyrirferðarmikil í rannsóknum Gunnþórunnar og árið 2017 gaf hún út bókina Representations of Forgetting in Life Writing and Fiction hjá Palgrave forlaginu. Þar fjallar hún um það hvernig gleymskan er nauðsynlegur og þó mótsagnakenndur þáttur í því að festa fortíðina á blað og sýnir hvernig hún birtist á ótal mismunandi vegu í bókmenntum, ljósmyndum og á samfélagsmiðlum.

Rannsóknarsvið Gunnþórunnar er einkum samtímabókmenntir frá ýmsum löndum og hefur hún rannsakað og kennt námskeið um sjálfsævisöguleg skrif af ýmsum toga.

Gunnþórunn hefur starfað með fjölbreyttum innlendum og alþjóðlegum rannsóknarhópum. Hún hefur unnið með Daisy Neijmann að rannsóknum á stríði og minni; með samstarfsfólki frá University College Dublin að íslensk-írskum menningartengslum og með fjölþjóðlegum rannsóknarhópi að könnunum á bankahruninu 2008 í menningarlegu minni. Þá vinnur hún að greinasafni um norrænar glæpasögur í samstarfi við Newcastle-háskóla sem Bloomsbury forlagið mun gefa út.

Gunnþórunn er fædd í Þýskalandi árið 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1988 og BA-prófi í almennri bókmenntafræði og þýsku frá Háskóla Íslands 1992. Hún lauk MA-prófi í evrópskum samanburðarbókmenntum frá Háskólanum í Kent í Kantaraborg 1994 og doktorsprófi frá Royal Holloway, University of London árið 2000. Hún var stundakennari við University College of London frá 1999 til 2003, en í upphafi árs 2004 tók hún við aðjúnktsstarfi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands þar sem hún hefur kennt síðan. Hún hlaut rannsóknastöðustyrk frá Rannsóknasjóði Íslands 2004 til 2007 og haustið 2018 gegnir hún stöðu gistiprófessors við University College Dublin.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...