Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Benedikt Hjartarson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Benedikt Hjartarson er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans liggja á sviði sögulegrar orðræðugreiningar og menningarsögu og hefur hann einkum beint sjónum að fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Meginviðfangsefni rannsóknanna hafa verið evrópskar framúrstefnuhreyfingar á umræddu tímabili, þar á meðal fútúrismi, dadaismi, expressjónismi, kontstrúktífísmi og súrrealismi. Á síðastliðnum árum hafa rannsóknir Benedikts í auknum mæli beinst að vestrænni nútímadulspeki og var hann meðal annars gestaritstjóri sérheftis Ritsins. Tímarits Hugvísindastofnunar um dulspeki árið 2017. Í rannsóknum sínum á dulspeki hefur Benedikt meðal annars fjallað um lífgeislafræði, goðkynngi, andaljósmyndun, firðmök, patafýsík og rafmagnsguðfræði.

Rannsóknir Benedikts liggja á sviði sögulegrar orðræðugreiningar og menningarsögu og hefur hann einkum beint sjónum að fyrstu áratugum tuttugustu aldar.

Benedikt stundaði nám við háskóla á Íslandi, í Frakklandi, í Þýskalandi og í Hollandi. Hann lauk BA- og MA-prófi frá Háskóla Íslands og doktorsprófi frá háskólanum í Groningen árið 2012. Doktorsritgerð hans fjallaði um „manifestó“ eða „stefnuyfirlýsingar” evrópskra framúrstefnuhreyfinga á árunum 1909-1923 og árið 2013 kom út bókin Visionen des Neuen. Eine diskurshistorische Analyse des frühen avantgardistischen Manifests, sem byggir á þeirri rannsókn. Fyrsta ritið á þessu rannsóknasviði, sem hann kom að útgáfu á, var bókin Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan, sem hefur að geyma valið safn af yfirlýsingum framúrstefnunnar í íslenskum þýðingum. Greinar hans um evrópska framúrstefnu hafa birst á íslensku, þýsku, ensku, sænsku, dönsku og serbnesku.

Benedikt hefur átt sæti í stjórn rannsóknanetsins EAM (European Network for Avant-Garde and Modernism Studies) frá stofnun þess árið 2007, auk þess sem hann átti sæti í stjórn Norræns tengslanets í rannsóknum á framúrstefnu (Nordic Network of Avant-garde Studies) frá 2003 til 2009. Á þeim vettvangi hefur Benedikt komið að ritstjórn nokkurra alþjóðlegra fræðirita, má þar nefna A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925-1950 (væntanleg 2018); Beyond Given Knowledge: Investigation, Quest and Exploration in Modernism and the Avant-Gardes (2017); Utopia: The Avant-Garde, Modernism and (Im)possible Life (2015); Decentring the Avant-Garde (2014); The Aesthetics of Matter: Modernism, The Avant-Garde and Material Exchange (2013); A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1900-1925 (2012); Regarding the Popular: Modernism, The Avant-Garde and High and Low Culture (2011); Europa! Europa? The Avant-Garde, Modernism and the Fate of a Continent (2009).

Benedikt á EAM-ráðstefnunni í Rennes 2016. Með honum á myndinni er Andreas Kramer.

Loks hefur Benedikt þýtt nokkuð af erlendum, einkum þýskum og frönskum, fræðitextum á sviði menningarfræði og þekkingarsögu. Má þar nefna greinar og bókakafla eftir Georg Simmel, Norbert Elias, Walter Benjamin, André Bazin, Michel Foucault, Theodor W. Adorno og Max Horkheimer.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni BH.

Útgáfudagur

8.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Benedikt Hjartarson stundað?“ Vísindavefurinn, 8. september 2018. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76282.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. september). Hvaða rannsóknir hefur Benedikt Hjartarson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76282

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Benedikt Hjartarson stundað?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2018. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76282>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Benedikt Hjartarson stundað?
Benedikt Hjartarson er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans liggja á sviði sögulegrar orðræðugreiningar og menningarsögu og hefur hann einkum beint sjónum að fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Meginviðfangsefni rannsóknanna hafa verið evrópskar framúrstefnuhreyfingar á umræddu tímabili, þar á meðal fútúrismi, dadaismi, expressjónismi, kontstrúktífísmi og súrrealismi. Á síðastliðnum árum hafa rannsóknir Benedikts í auknum mæli beinst að vestrænni nútímadulspeki og var hann meðal annars gestaritstjóri sérheftis Ritsins. Tímarits Hugvísindastofnunar um dulspeki árið 2017. Í rannsóknum sínum á dulspeki hefur Benedikt meðal annars fjallað um lífgeislafræði, goðkynngi, andaljósmyndun, firðmök, patafýsík og rafmagnsguðfræði.

Rannsóknir Benedikts liggja á sviði sögulegrar orðræðugreiningar og menningarsögu og hefur hann einkum beint sjónum að fyrstu áratugum tuttugustu aldar.

Benedikt stundaði nám við háskóla á Íslandi, í Frakklandi, í Þýskalandi og í Hollandi. Hann lauk BA- og MA-prófi frá Háskóla Íslands og doktorsprófi frá háskólanum í Groningen árið 2012. Doktorsritgerð hans fjallaði um „manifestó“ eða „stefnuyfirlýsingar” evrópskra framúrstefnuhreyfinga á árunum 1909-1923 og árið 2013 kom út bókin Visionen des Neuen. Eine diskurshistorische Analyse des frühen avantgardistischen Manifests, sem byggir á þeirri rannsókn. Fyrsta ritið á þessu rannsóknasviði, sem hann kom að útgáfu á, var bókin Yfirlýsingar. Evrópska framúrstefnan, sem hefur að geyma valið safn af yfirlýsingum framúrstefnunnar í íslenskum þýðingum. Greinar hans um evrópska framúrstefnu hafa birst á íslensku, þýsku, ensku, sænsku, dönsku og serbnesku.

Benedikt hefur átt sæti í stjórn rannsóknanetsins EAM (European Network for Avant-Garde and Modernism Studies) frá stofnun þess árið 2007, auk þess sem hann átti sæti í stjórn Norræns tengslanets í rannsóknum á framúrstefnu (Nordic Network of Avant-garde Studies) frá 2003 til 2009. Á þeim vettvangi hefur Benedikt komið að ritstjórn nokkurra alþjóðlegra fræðirita, má þar nefna A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1925-1950 (væntanleg 2018); Beyond Given Knowledge: Investigation, Quest and Exploration in Modernism and the Avant-Gardes (2017); Utopia: The Avant-Garde, Modernism and (Im)possible Life (2015); Decentring the Avant-Garde (2014); The Aesthetics of Matter: Modernism, The Avant-Garde and Material Exchange (2013); A Cultural History of the Avant-Garde in the Nordic Countries 1900-1925 (2012); Regarding the Popular: Modernism, The Avant-Garde and High and Low Culture (2011); Europa! Europa? The Avant-Garde, Modernism and the Fate of a Continent (2009).

Benedikt á EAM-ráðstefnunni í Rennes 2016. Með honum á myndinni er Andreas Kramer.

Loks hefur Benedikt þýtt nokkuð af erlendum, einkum þýskum og frönskum, fræðitextum á sviði menningarfræði og þekkingarsögu. Má þar nefna greinar og bókakafla eftir Georg Simmel, Norbert Elias, Walter Benjamin, André Bazin, Michel Foucault, Theodor W. Adorno og Max Horkheimer.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni BH.

...