Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni snúa meðal annars að námi og kennslu í verk- og starfsnámi, samspili náms í skóla og á vinnustað í iðnmenntun á Íslandi og hvernig framsetning námsefnis fyrir verkleg verkefni getur bætt frammistöðu og nám.

Elsa hefur einnig á síðastliðnum árum tekið þátt í umfangsmikilli rannsókn á starfsháttum í framhaldsskólum á Íslandi en sú rannsókn er unnin í samstarfi við Norrænt öndvegissetur í menntarannsóknum, Justice through education in the Nordic countries (JustEd), sem styrkt er af Nordforsk. Hennar áhersla í þeirri rannsókn hefur verið á hvernig kennsla í starfsnámi í framhaldsskólum fer fram og hvernig framhaldsskólakennarar nálgast starf sitt.

Rannsóknir Elsu snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms.

Elsa hefur einnig komið að ýmsum verkefnum tengdum starfsmenntun á Íslandi síðastliðin ár. Hún sat í verkefnahóp um endurbætur á starfsmenntakerfinu í tengslum við Hvítbók um umbætur í menntun á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er varaformaður starfsgreinanefndar sem er mennta- og menningarmálaráðherra til ráðgjafar um starfsmenntamál. Elsa er einnig fulltrúi Íslands í netverki sérfræðinga í starfsmenntamálum fyrir Cedefop sem er miðstöð Evrópusambandsins um þróun starfsmenntunar. Hún hefur umsjón með kennsluréttindanámi iðngreinakennara við Menntavísindasvið og hefur að auki sinnt ráðgjöf um starfsmenntun á Íslandi.

Elsa lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1999 og meistara- og doktorsprófi í verkfræðilegri sálfræði frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum 2007 og 2011. Hún hóf störf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2012 og kennir þar meðal annars um námssálarfræði, þróun verklegrar kunnáttu, verkfræðilega sálfræði, tengsl skóla og atvinnulífs og námsmat.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

21.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 21. september 2018. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76342.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. september). Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76342

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2018. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?
Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni snúa meðal annars að námi og kennslu í verk- og starfsnámi, samspili náms í skóla og á vinnustað í iðnmenntun á Íslandi og hvernig framsetning námsefnis fyrir verkleg verkefni getur bætt frammistöðu og nám.

Elsa hefur einnig á síðastliðnum árum tekið þátt í umfangsmikilli rannsókn á starfsháttum í framhaldsskólum á Íslandi en sú rannsókn er unnin í samstarfi við Norrænt öndvegissetur í menntarannsóknum, Justice through education in the Nordic countries (JustEd), sem styrkt er af Nordforsk. Hennar áhersla í þeirri rannsókn hefur verið á hvernig kennsla í starfsnámi í framhaldsskólum fer fram og hvernig framhaldsskólakennarar nálgast starf sitt.

Rannsóknir Elsu snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms.

Elsa hefur einnig komið að ýmsum verkefnum tengdum starfsmenntun á Íslandi síðastliðin ár. Hún sat í verkefnahóp um endurbætur á starfsmenntakerfinu í tengslum við Hvítbók um umbætur í menntun á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er varaformaður starfsgreinanefndar sem er mennta- og menningarmálaráðherra til ráðgjafar um starfsmenntamál. Elsa er einnig fulltrúi Íslands í netverki sérfræðinga í starfsmenntamálum fyrir Cedefop sem er miðstöð Evrópusambandsins um þróun starfsmenntunar. Hún hefur umsjón með kennsluréttindanámi iðngreinakennara við Menntavísindasvið og hefur að auki sinnt ráðgjöf um starfsmenntun á Íslandi.

Elsa lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1999 og meistara- og doktorsprófi í verkfræðilegri sálfræði frá Georgia Institute of Technology í Atlanta í Bandaríkjunum 2007 og 2011. Hún hóf störf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands 2012 og kennir þar meðal annars um námssálarfræði, þróun verklegrar kunnáttu, verkfræðilega sálfræði, tengsl skóla og atvinnulífs og námsmat.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...