
Snorri Þór Sigurðsson hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir sem byggja að miklu leyti á smíði og notkun stöðugra stakeinda við segulómunarmælingar á lífsameindum. Hér er hann með rannsóknahópi sínum á Raunvísindastofnun Háskólans.

Upplýsingar um byggingu og hreyfingu á kjarnsýrum er unnt að fá með rafeindasegulómun. Myndin sýnir dæmi um slíkar mælingar á sveigjanlegri DNA-sameind sem inniheldur stífar (hreyfiskertar) stakeindir (vinstra megin) og þá breytilegu lögun sem hún hefur (hægra megin).
- Úr safni SÞS.